Um sögnina „ að pála“ Jóhann Hauksson skrifar 19. febrúar 2024 14:48 Þetta er greinarstúfur um sögnina „pála“, að pála e.h. eða „ pálast“ á einhverjum. Ég hef alla tíð haft áhuga á málvísindum, einkum merkingarfræði (semantic) og orðsifjafræði (etymology). Sömuleiðis hef ég lagt mig eftir nýyrðum og kynnti mér eitt sinn nýyrðasmíð Guðmundar Finnbogasonar, fræðimanns sem átti sitt blómaskeið á fyrri hluta síðustu aldar. Sögnina „að pála“ heyrði ég á dögunum. Hún beygist veikt eins og að kála (pála, pálaði, hef pálað). „Að pálast á einhverjum“ verður þá málfræðilega líkt því að pönkast á einhverjum. Sömuleiðis má mynda nafnorð af sögninni þ.e. „pálun“ sem beygist þá veikt. Merkingin En hvað merkir sögnin „að pála“? Eftir því sem ég kemst næst er merking hennar að ófrægja og hafa æruna af blaðamönnum og öðrum með upplognum sökum er þeir hafa gerst svo djarfir að ljósta upp um einhver óþægileg svikamál. Sömuleiðis er hægt að gefa þeim stöðu sakborninga eins og gert var í að minnsta kosti tvö ár i nafni lögregluembættis norður í landi sem líka hefur sama stofn og byrjar á „pál“. Við nánari athugun virtist sem sögnin að pála væri farin að fá víðtækari merkingu. Dæmi: „Heyrðu vinur! Heyrði ég rétt að þú værir farinn að pála Sigurjón eftir að þú tapaðir illa fyrir honum í skák og hann stakk undan þér á árshátíðinni? Reyndu að hegða þér eins og siðað fólk. Maður pálast ekki á fólki af svona tilefni þótt hatur og biturð geri vart við sig um tíma.“ Hver er þá uppruni þessarar sagnar, „að pála“? Það er verkefni orðsifjafræðinnar sem reynir að rekja sögu og uppruna orðanna og merkingarinnar. Tökum dæmi. Til er sögnin að „smána“. Hún á sér fullkomna samsvörun t.d. í sænsku, „att småna). Sögnin þýðir að gera lítið úr einhverjum, niðurlægja og ófrægja með ýmsu móti. Athyglisvert er að orðið er dregið af smár eða lítill sem er andstæðan við stór, mikill o.s.frv. Við tölum um lítilmenni í ákveðinni merkingu. Við eigum niðrandi orðalag um menn sem við líkjum stundum við „lítil“ skriðdýr o.s.frv. Uppruninn Hver er þá uppruni sagnarinnar „að pála e.h.“ samkvæmt forskrift orðsifjafræðinnnar? Lítil rannsókn mín hefur leitt í ljós að orðið á sögulega nýtilkomið og á uppruna í nöfnum „Páls“ Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja og „Páls“ Vilhjálmssonar, aðstoðarmanns skrímsladeildar Samherja. Frekari athugun styrkti þessa tilgátu þegar til sögunnar kom „Pál“ey Borgþórsdóttir, lögreglustjóri Samherja á Akureyri, sem ákveðið hefur með sínu fólki að gefa nokkrum blaðamönnum stöðu grunaðra í að minnsta kosti tvö ár. Maður sagði mér að það væri nú kallað „pálun“. Árásargirni og ótti Pálarnir tveir hafa sem sagt tekið sér það fyrir hendur undanfarin misseri að grafa undan téðum blaðamönnum með upplognum sökum um þjófnað, morðtilraun og ýmis önnur brot, svo sem á lögum um persónuvernd. Þetta hafa þeir gert með kaldhömruðum og forhertum hætti, einkum í tengslum við Morgunblaðið. Þar hæfir skel kjafti enda á heift og langrækni heimilisfang upp í Hádegismóum. Eins og áður segir eru Pálarnir á mála hjá Samherja en svo vill til að umræddir blaðamenn ljóstuðu upp um eitt mesta mútuhneyksli síðari ára á norðurhveli jarðar sem rætur átti að rekja til græðgi Samherja í veiðikvóta fátækrar þjóðar í Afríku, Namibíu nánar til tekið. Viðbrögð og varnir félagsins gagnvart uppljóstraranum og blaðamönnunum voru gamalkunnar: Hvernig komust þið yfir gögn? Eru þau ólöglega fengin? Brutu þið lög helvítin ykkar? Reyndu þið að myrða minn mann? Ég segi aðeins um þetta, að heimurinn væri verri ef blaða- og fréttamenn hefðu aldrei fengið upplýsingar í hendur framhjá vilja þeirra ríku og þeirra sem völdin hafa og þykjast vera handhafar laga og sannleika hverju sinni. Réttarríkið íslenska býður nú Samherja, Pálum og Páleyju að lifa í refsileysi ofar lögunum en pálast á blaðamönnum, sem vinna vinnu sína eins og vera ber. Meiðyrðamál gegn Pálunum er til að mynda eins og að stökkva vatni á gæs enda getur verið arðbært að ljúga sakir upp á aðra. Sem sagt. Þetta er lítil tilraun til að gera grein fyrir nýyrði sem skotið hefur upp kollinum í íslensku máli. Eftir því sem ég best veit eru Páley, Páll og Páll ennþá að pálast á blaðamönnunum og jafnvel því meir sem ótti þeirra vex um að illa kunni að fara. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður og áhugamaður um málvísindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Samfélagsmiðlar Jóhann Hauksson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Þetta er greinarstúfur um sögnina „pála“, að pála e.h. eða „ pálast“ á einhverjum. Ég hef alla tíð haft áhuga á málvísindum, einkum merkingarfræði (semantic) og orðsifjafræði (etymology). Sömuleiðis hef ég lagt mig eftir nýyrðum og kynnti mér eitt sinn nýyrðasmíð Guðmundar Finnbogasonar, fræðimanns sem átti sitt blómaskeið á fyrri hluta síðustu aldar. Sögnina „að pála“ heyrði ég á dögunum. Hún beygist veikt eins og að kála (pála, pálaði, hef pálað). „Að pálast á einhverjum“ verður þá málfræðilega líkt því að pönkast á einhverjum. Sömuleiðis má mynda nafnorð af sögninni þ.e. „pálun“ sem beygist þá veikt. Merkingin En hvað merkir sögnin „að pála“? Eftir því sem ég kemst næst er merking hennar að ófrægja og hafa æruna af blaðamönnum og öðrum með upplognum sökum er þeir hafa gerst svo djarfir að ljósta upp um einhver óþægileg svikamál. Sömuleiðis er hægt að gefa þeim stöðu sakborninga eins og gert var í að minnsta kosti tvö ár i nafni lögregluembættis norður í landi sem líka hefur sama stofn og byrjar á „pál“. Við nánari athugun virtist sem sögnin að pála væri farin að fá víðtækari merkingu. Dæmi: „Heyrðu vinur! Heyrði ég rétt að þú værir farinn að pála Sigurjón eftir að þú tapaðir illa fyrir honum í skák og hann stakk undan þér á árshátíðinni? Reyndu að hegða þér eins og siðað fólk. Maður pálast ekki á fólki af svona tilefni þótt hatur og biturð geri vart við sig um tíma.“ Hver er þá uppruni þessarar sagnar, „að pála“? Það er verkefni orðsifjafræðinnar sem reynir að rekja sögu og uppruna orðanna og merkingarinnar. Tökum dæmi. Til er sögnin að „smána“. Hún á sér fullkomna samsvörun t.d. í sænsku, „att småna). Sögnin þýðir að gera lítið úr einhverjum, niðurlægja og ófrægja með ýmsu móti. Athyglisvert er að orðið er dregið af smár eða lítill sem er andstæðan við stór, mikill o.s.frv. Við tölum um lítilmenni í ákveðinni merkingu. Við eigum niðrandi orðalag um menn sem við líkjum stundum við „lítil“ skriðdýr o.s.frv. Uppruninn Hver er þá uppruni sagnarinnar „að pála e.h.“ samkvæmt forskrift orðsifjafræðinnnar? Lítil rannsókn mín hefur leitt í ljós að orðið á sögulega nýtilkomið og á uppruna í nöfnum „Páls“ Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja og „Páls“ Vilhjálmssonar, aðstoðarmanns skrímsladeildar Samherja. Frekari athugun styrkti þessa tilgátu þegar til sögunnar kom „Pál“ey Borgþórsdóttir, lögreglustjóri Samherja á Akureyri, sem ákveðið hefur með sínu fólki að gefa nokkrum blaðamönnum stöðu grunaðra í að minnsta kosti tvö ár. Maður sagði mér að það væri nú kallað „pálun“. Árásargirni og ótti Pálarnir tveir hafa sem sagt tekið sér það fyrir hendur undanfarin misseri að grafa undan téðum blaðamönnum með upplognum sökum um þjófnað, morðtilraun og ýmis önnur brot, svo sem á lögum um persónuvernd. Þetta hafa þeir gert með kaldhömruðum og forhertum hætti, einkum í tengslum við Morgunblaðið. Þar hæfir skel kjafti enda á heift og langrækni heimilisfang upp í Hádegismóum. Eins og áður segir eru Pálarnir á mála hjá Samherja en svo vill til að umræddir blaðamenn ljóstuðu upp um eitt mesta mútuhneyksli síðari ára á norðurhveli jarðar sem rætur átti að rekja til græðgi Samherja í veiðikvóta fátækrar þjóðar í Afríku, Namibíu nánar til tekið. Viðbrögð og varnir félagsins gagnvart uppljóstraranum og blaðamönnunum voru gamalkunnar: Hvernig komust þið yfir gögn? Eru þau ólöglega fengin? Brutu þið lög helvítin ykkar? Reyndu þið að myrða minn mann? Ég segi aðeins um þetta, að heimurinn væri verri ef blaða- og fréttamenn hefðu aldrei fengið upplýsingar í hendur framhjá vilja þeirra ríku og þeirra sem völdin hafa og þykjast vera handhafar laga og sannleika hverju sinni. Réttarríkið íslenska býður nú Samherja, Pálum og Páleyju að lifa í refsileysi ofar lögunum en pálast á blaðamönnum, sem vinna vinnu sína eins og vera ber. Meiðyrðamál gegn Pálunum er til að mynda eins og að stökkva vatni á gæs enda getur verið arðbært að ljúga sakir upp á aðra. Sem sagt. Þetta er lítil tilraun til að gera grein fyrir nýyrði sem skotið hefur upp kollinum í íslensku máli. Eftir því sem ég best veit eru Páley, Páll og Páll ennþá að pálast á blaðamönnunum og jafnvel því meir sem ótti þeirra vex um að illa kunni að fara. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður og áhugamaður um málvísindi.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar