Kúsmínóv var á Spáni undir fölsku nafni og hafa yfirvöld á Spáni ekki staðfest að um hann sé að ræða. Forsvarsmenn GUR hafa þó staðfest það.
Sergei Narishkin, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar ZVR, hefur lýst Kúsmínóv sem glæpsömum svikara og sagt að hann hafi undirritað eigin dauðadóm með því að flýja til Úkraínu.
Kúsmínóv, hafði á sínum tíma verið í samskiptum við útsendara leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR) og flúði Rússland á Mi-8 herþyrlu, sem hann lenti á flugvelli nærri Karkív í Úkraínu. Aðrir í áhöfn þyrlunnar vissu ekki af ætlunum flugmannsins.
Seinna meir fékk hann að fara til Spánar, þar sem hann hefur búið um skeið. Kiríló Búdanov, yfirmaður GUR, hefur sagt að fjölskyldu hans hafi einnig berið bjargað frá Rússlandi og er Kúsmínóv sagður hafa fengið hálfa milljón dala fyrir þyrluna.
Í frétt El País segir að lík Kúsmínóvs hafi fundist í Alicante þann 13. febrúar. Þar höfðu árásarmenn skotið hann ítrekað og flúið á bílnum hans. Bíllinn fannst svo í kjölfarið í ljósum logum.
GUR birti myndband af Kúsmínóv eftir að hann gafst upp í Úkraínu í september.