Skörp stefnubreyting Samfylkingarinnar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 20. febrúar 2024 16:02 Enn á ný er nýr tónn sleginn hjá Samfylkingunni og nú eru það útlendingamálin. Það er ekki bara Evrópusambandsaðild og „nýja stjórnarskráin“ sem er komin ofan í kassa og inn í geymslu, því nú hefur flokkurinn tekið upp nýja stefnu í útlendingamálum sem reynt er að mála upp sem einhvers konar stefnumótun. Gamla stefna Samfylkingarinnar lúrir þó enn á heimasíðu flokksins, en þeim finnst betra að viðra aðra stefnu opinberlega, stefnu sem er orðin ansi keimlík stefnu Framsóknar. Vindar blása í allar áttir Á sínum tíma lýsti Logi Einarsson fyrrv. formaður Samfylkingarinnar því yfir að hann væri fullkomlega ósammála formanni systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku, Mette Frederiksen, þegar danskir jafnaðarmenn kynntu nýjar tillögur í útlendingamálum. Nú segist formaður Samfylkingarinnar vera að einhverju leyti sammála stefnu Mette Frederiksen hvað málefni útlendinga varðar. Þetta kemur á óvart þar sem meðlimir þingflokks Samfylkingarinnar hafa hingað til verið ósammála þeirri nálgun. Nú þegar kostnaður við málaflokkinn hefur aukist gríðarlega og ólga er farin að myndast í umræðum í samfélaginu þá er Samfylkingin tilbúin að hoppa á vagninn, þrátt fyrir að sami flokkur hafi ítrekað komið í veg fyrir mikilvægar kerfisbreytingar í þessum málaflokki næðu fram að ganga á Alþingi. Hvað á formaðurinn við? Ég furða mig á nálgun formanns Samfylkingarinnar. Hún talar í sífellu um innflytjendur og að fjölgun þeirra sé stórt vandamál, en reynir eftir fremsta megni að skauta fram hjá rót vandans, sem er það kerfi sem byggt hefur verið upp í kringum hælisleitendur. Formaðurinn gefur í og dregur úr á sama tíma. Þá gagnrýnir hún atvinnustefnu stjórnvalda og talar um atvinnugreinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í. Hvað á formaður Samfylkingarinnar við með þessum orðum? Er formaður Samfylkingarinnar að leggja til að lögð verði niður störf á landsbyggðinni, líkt og í ferðaþjónustu, sjávarútvegi, iðnaði og svo framvegis? Öflugt atvinnulíf um land allt er forsenda byggðar um land allt. Það skulum við hafa í huga. Við þurfum á innflytjendum að halda Ég tel afar brýnt í umræðunni að rugla ekki saman innflytjendum og hælisleitendum. Sá sem hér skrifar getur ekki séð fyrir sér það samfélag sem við hér byggjum án innflytjenda. Staðreyndin er sú að innflytjendur halda uppi lífskjörum og hagvexti hér á landi. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar er hlutfall erlends starfsfólks í nær öllum íslenskum atvinnugreinum almennt orðið um 30-40%. Hingað til lands kemur vel menntað fólk sem vill setjast að í okkar góða samfélagi og við þurfum að nýta þá þekkingu. Hér má nefna nýsköpun sem dæmi svo eitthvað sé nefnt. Tölum ekki niður innflytjendur, þeir eru fjársjóður fyrir okkur sem þjóð. Þegar að kemur að umræðu um innflytjendur þurfum við að beina spjótum okkar að því hvernig við getum hjálpað því fólki sem hér vill búa og skila til baka til samfélagsins. Hingað til hafa þeir flóttamenn sem hingað koma farið hratt inn á vinnumarkaðinn, en það hefur breyst á síðustu tveimur árum vegna tilhæfulausra umsókna sem erfitt hefur verið að ná tökum á. Ástæðan; ekki hefur verið hægt að gera nauðsynlegar breytingar á útlendingalöggjöfinni vegna meðal annars mjög mikillar andstöðu frá þingmönnum Samfylkingarinnar. Heildarsýn í útlendingamálum Að lokum er rétt að minnast á að ríkisstjórnin hefur nú sammælst um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Á grundvelli þeirra aðgerða verður tekið utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með aukinni samhæfingu á milli ráðuneyta og stofnana. Ætlunin er að fækka umsóknum sem ekki uppfylla skilyrði um vernd og auka skilvirkni í afgreiðslu á umsóknum. Þannig má spara fé sem að hluta til verður nú nýtt í aukna íslenskukennslu, aðstoð við börn í skólum og samfélagsfræðslu fyrir flóttafólk. Þá verður afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd styttur í 90 daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig. Markmiðið er að stuðla að betri, skilvirkari og skýrari framkvæmd innan málaflokksins, og bættri þjónustu til að renna styrkari stoðum undir stjórn útlendingamála. Með þessari heildarsýn er lögð áhersla á mannúð og virðingu og unnið gegn skautun í íslensku samfélagi. Horft verður sérstaklega til framkvæmdar þessara mála á Norðurlöndum þannig að aukið samræmi sé á milli landa. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Flóttamenn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ágúst Bjarni Garðarsson Tengdar fréttir Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07 Hafnar því að Kristrún sé að færa flokkinn lengra til hægri Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hafnar því að Kristrún Frostadóttir núverandi formaður sé að færa flokkinn lengra til hægri á hinum pólitíska ás. 18. febrúar 2024 18:30 „Ég er bara með opin augu gagnvart því sem er að gerast í samfélaginu“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á Íslandi. Hún segir umræðuna ekki eiga að snúast um það hvort fólk væri með eða á móti útlendingum. 18. febrúar 2024 13:22 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Enn á ný er nýr tónn sleginn hjá Samfylkingunni og nú eru það útlendingamálin. Það er ekki bara Evrópusambandsaðild og „nýja stjórnarskráin“ sem er komin ofan í kassa og inn í geymslu, því nú hefur flokkurinn tekið upp nýja stefnu í útlendingamálum sem reynt er að mála upp sem einhvers konar stefnumótun. Gamla stefna Samfylkingarinnar lúrir þó enn á heimasíðu flokksins, en þeim finnst betra að viðra aðra stefnu opinberlega, stefnu sem er orðin ansi keimlík stefnu Framsóknar. Vindar blása í allar áttir Á sínum tíma lýsti Logi Einarsson fyrrv. formaður Samfylkingarinnar því yfir að hann væri fullkomlega ósammála formanni systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku, Mette Frederiksen, þegar danskir jafnaðarmenn kynntu nýjar tillögur í útlendingamálum. Nú segist formaður Samfylkingarinnar vera að einhverju leyti sammála stefnu Mette Frederiksen hvað málefni útlendinga varðar. Þetta kemur á óvart þar sem meðlimir þingflokks Samfylkingarinnar hafa hingað til verið ósammála þeirri nálgun. Nú þegar kostnaður við málaflokkinn hefur aukist gríðarlega og ólga er farin að myndast í umræðum í samfélaginu þá er Samfylkingin tilbúin að hoppa á vagninn, þrátt fyrir að sami flokkur hafi ítrekað komið í veg fyrir mikilvægar kerfisbreytingar í þessum málaflokki næðu fram að ganga á Alþingi. Hvað á formaðurinn við? Ég furða mig á nálgun formanns Samfylkingarinnar. Hún talar í sífellu um innflytjendur og að fjölgun þeirra sé stórt vandamál, en reynir eftir fremsta megni að skauta fram hjá rót vandans, sem er það kerfi sem byggt hefur verið upp í kringum hælisleitendur. Formaðurinn gefur í og dregur úr á sama tíma. Þá gagnrýnir hún atvinnustefnu stjórnvalda og talar um atvinnugreinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í. Hvað á formaður Samfylkingarinnar við með þessum orðum? Er formaður Samfylkingarinnar að leggja til að lögð verði niður störf á landsbyggðinni, líkt og í ferðaþjónustu, sjávarútvegi, iðnaði og svo framvegis? Öflugt atvinnulíf um land allt er forsenda byggðar um land allt. Það skulum við hafa í huga. Við þurfum á innflytjendum að halda Ég tel afar brýnt í umræðunni að rugla ekki saman innflytjendum og hælisleitendum. Sá sem hér skrifar getur ekki séð fyrir sér það samfélag sem við hér byggjum án innflytjenda. Staðreyndin er sú að innflytjendur halda uppi lífskjörum og hagvexti hér á landi. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar er hlutfall erlends starfsfólks í nær öllum íslenskum atvinnugreinum almennt orðið um 30-40%. Hingað til lands kemur vel menntað fólk sem vill setjast að í okkar góða samfélagi og við þurfum að nýta þá þekkingu. Hér má nefna nýsköpun sem dæmi svo eitthvað sé nefnt. Tölum ekki niður innflytjendur, þeir eru fjársjóður fyrir okkur sem þjóð. Þegar að kemur að umræðu um innflytjendur þurfum við að beina spjótum okkar að því hvernig við getum hjálpað því fólki sem hér vill búa og skila til baka til samfélagsins. Hingað til hafa þeir flóttamenn sem hingað koma farið hratt inn á vinnumarkaðinn, en það hefur breyst á síðustu tveimur árum vegna tilhæfulausra umsókna sem erfitt hefur verið að ná tökum á. Ástæðan; ekki hefur verið hægt að gera nauðsynlegar breytingar á útlendingalöggjöfinni vegna meðal annars mjög mikillar andstöðu frá þingmönnum Samfylkingarinnar. Heildarsýn í útlendingamálum Að lokum er rétt að minnast á að ríkisstjórnin hefur nú sammælst um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Á grundvelli þeirra aðgerða verður tekið utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með aukinni samhæfingu á milli ráðuneyta og stofnana. Ætlunin er að fækka umsóknum sem ekki uppfylla skilyrði um vernd og auka skilvirkni í afgreiðslu á umsóknum. Þannig má spara fé sem að hluta til verður nú nýtt í aukna íslenskukennslu, aðstoð við börn í skólum og samfélagsfræðslu fyrir flóttafólk. Þá verður afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd styttur í 90 daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig. Markmiðið er að stuðla að betri, skilvirkari og skýrari framkvæmd innan málaflokksins, og bættri þjónustu til að renna styrkari stoðum undir stjórn útlendingamála. Með þessari heildarsýn er lögð áhersla á mannúð og virðingu og unnið gegn skautun í íslensku samfélagi. Horft verður sérstaklega til framkvæmdar þessara mála á Norðurlöndum þannig að aukið samræmi sé á milli landa. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07
Hafnar því að Kristrún sé að færa flokkinn lengra til hægri Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hafnar því að Kristrún Frostadóttir núverandi formaður sé að færa flokkinn lengra til hægri á hinum pólitíska ás. 18. febrúar 2024 18:30
„Ég er bara með opin augu gagnvart því sem er að gerast í samfélaginu“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á Íslandi. Hún segir umræðuna ekki eiga að snúast um það hvort fólk væri með eða á móti útlendingum. 18. febrúar 2024 13:22
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun