Stökkpallur fyrir íslenskar lausnir Nótt Thorberg skrifar 21. febrúar 2024 09:00 Tvíhliða samstarf Bandaríkjanna og Íslands á sviði orku- og loftslagsmála markar nýjan kafla í útflutningi íslenskra loftslagslausna og áframhaldandi nýsköpun hér á landi. Það eru tíðindi þegar orkumálaráðherra Bandaríkjanna lýsir því yfir að þær loftslagslausnir, þekking og reynsla sem Íslendingar búa yfir sé mikilvæg fyrir orkuskipti Bandaríkjanna og þá gríðarstóru grænu umbreytingu sem þörf er á í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Jennifer M. Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, ýttu samstarfi landanna formlega úr vör síðastliðinn föstudag. Með því eru Bandaríkjamenn að setja jarðvarma og íslenskar lausnir á sviði kolefnisföngunar, -förgunar og -nýtingar á heimskortið, og efna til stórsóknar í samstarfi og þekkingarmiðlun landanna á sviði rannsókna, þróunar og innleiðingar á árangursríkum loftslagslausnum. Samstarfið mun án efa greiða götu íslenskra fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað og stórauka tækifæri Íslendinga til að afla styrkja, fjárfestingar, og annars nauðsynlegs stuðnings fyrir orku- og loftslagsverkefni tengd Bandaríkjunum. Þá felur samstarfið einnig í sér að Ísland styðji við önnur verkefni á alþjóðlegum vettvangi sem Bandaríkin koma að, meðal annars í Austur-Evrópu og víðar. Einstök staða Íslendinga á sviði nýtingar endurnýjanlegrar orku og tengdri nýsköpun er sjóðheit söluvara í baráttunni við loftslagsvána og Ísland stendur framarlega á þessu sviði. Íslenskar lausnir þykja eftirsóknarverðar en með samstarfinu verður til eins konar hraðall fyrir þau verkefni og tækifæri sem ríkin tvö geta unnið að á sviði orku- og loftslagsmála. Auk þess má ætla að samstarfið muni laða til Íslands ný verkefni og fjárfestingar á sviði sjálfbærra loftslagslausna. Þar horfa Bandaríkjamenn meðal annars til samstarfs um þróun vetnis- og rafeldsneytislausna auk annarra tækifæra, svo sem á sviði rannsókna á djúpborunum í kviku sem íslensk orkufyrirtæki hafa þegar lagt grunninn að. Grænvangur fagnar samstarfinu og framsýni stjórnvalda í að taka þetta mikilvæga skref sem mun auka enn frekar vitund heimsbyggðarinnar um tækifærin, lausnirnar og hugvitið sem Ísland hefur upp á að bjóða. Tækifærin eru fjölmörg og nú er það sameiginlegt verkefni stjórnvalda og atvinnulífs að nýta þennan stökkpall til að láta verkin tala. Fyrir Ísland, Bandaríkin og heimsbyggðina alla. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Orkumál Loftslagsmál Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tvíhliða samstarf Bandaríkjanna og Íslands á sviði orku- og loftslagsmála markar nýjan kafla í útflutningi íslenskra loftslagslausna og áframhaldandi nýsköpun hér á landi. Það eru tíðindi þegar orkumálaráðherra Bandaríkjanna lýsir því yfir að þær loftslagslausnir, þekking og reynsla sem Íslendingar búa yfir sé mikilvæg fyrir orkuskipti Bandaríkjanna og þá gríðarstóru grænu umbreytingu sem þörf er á í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Jennifer M. Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, ýttu samstarfi landanna formlega úr vör síðastliðinn föstudag. Með því eru Bandaríkjamenn að setja jarðvarma og íslenskar lausnir á sviði kolefnisföngunar, -förgunar og -nýtingar á heimskortið, og efna til stórsóknar í samstarfi og þekkingarmiðlun landanna á sviði rannsókna, þróunar og innleiðingar á árangursríkum loftslagslausnum. Samstarfið mun án efa greiða götu íslenskra fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað og stórauka tækifæri Íslendinga til að afla styrkja, fjárfestingar, og annars nauðsynlegs stuðnings fyrir orku- og loftslagsverkefni tengd Bandaríkjunum. Þá felur samstarfið einnig í sér að Ísland styðji við önnur verkefni á alþjóðlegum vettvangi sem Bandaríkin koma að, meðal annars í Austur-Evrópu og víðar. Einstök staða Íslendinga á sviði nýtingar endurnýjanlegrar orku og tengdri nýsköpun er sjóðheit söluvara í baráttunni við loftslagsvána og Ísland stendur framarlega á þessu sviði. Íslenskar lausnir þykja eftirsóknarverðar en með samstarfinu verður til eins konar hraðall fyrir þau verkefni og tækifæri sem ríkin tvö geta unnið að á sviði orku- og loftslagsmála. Auk þess má ætla að samstarfið muni laða til Íslands ný verkefni og fjárfestingar á sviði sjálfbærra loftslagslausna. Þar horfa Bandaríkjamenn meðal annars til samstarfs um þróun vetnis- og rafeldsneytislausna auk annarra tækifæra, svo sem á sviði rannsókna á djúpborunum í kviku sem íslensk orkufyrirtæki hafa þegar lagt grunninn að. Grænvangur fagnar samstarfinu og framsýni stjórnvalda í að taka þetta mikilvæga skref sem mun auka enn frekar vitund heimsbyggðarinnar um tækifærin, lausnirnar og hugvitið sem Ísland hefur upp á að bjóða. Tækifærin eru fjölmörg og nú er það sameiginlegt verkefni stjórnvalda og atvinnulífs að nýta þennan stökkpall til að láta verkin tala. Fyrir Ísland, Bandaríkin og heimsbyggðina alla. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun