Stökkpallur fyrir íslenskar lausnir Nótt Thorberg skrifar 21. febrúar 2024 09:00 Tvíhliða samstarf Bandaríkjanna og Íslands á sviði orku- og loftslagsmála markar nýjan kafla í útflutningi íslenskra loftslagslausna og áframhaldandi nýsköpun hér á landi. Það eru tíðindi þegar orkumálaráðherra Bandaríkjanna lýsir því yfir að þær loftslagslausnir, þekking og reynsla sem Íslendingar búa yfir sé mikilvæg fyrir orkuskipti Bandaríkjanna og þá gríðarstóru grænu umbreytingu sem þörf er á í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Jennifer M. Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, ýttu samstarfi landanna formlega úr vör síðastliðinn föstudag. Með því eru Bandaríkjamenn að setja jarðvarma og íslenskar lausnir á sviði kolefnisföngunar, -förgunar og -nýtingar á heimskortið, og efna til stórsóknar í samstarfi og þekkingarmiðlun landanna á sviði rannsókna, þróunar og innleiðingar á árangursríkum loftslagslausnum. Samstarfið mun án efa greiða götu íslenskra fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað og stórauka tækifæri Íslendinga til að afla styrkja, fjárfestingar, og annars nauðsynlegs stuðnings fyrir orku- og loftslagsverkefni tengd Bandaríkjunum. Þá felur samstarfið einnig í sér að Ísland styðji við önnur verkefni á alþjóðlegum vettvangi sem Bandaríkin koma að, meðal annars í Austur-Evrópu og víðar. Einstök staða Íslendinga á sviði nýtingar endurnýjanlegrar orku og tengdri nýsköpun er sjóðheit söluvara í baráttunni við loftslagsvána og Ísland stendur framarlega á þessu sviði. Íslenskar lausnir þykja eftirsóknarverðar en með samstarfinu verður til eins konar hraðall fyrir þau verkefni og tækifæri sem ríkin tvö geta unnið að á sviði orku- og loftslagsmála. Auk þess má ætla að samstarfið muni laða til Íslands ný verkefni og fjárfestingar á sviði sjálfbærra loftslagslausna. Þar horfa Bandaríkjamenn meðal annars til samstarfs um þróun vetnis- og rafeldsneytislausna auk annarra tækifæra, svo sem á sviði rannsókna á djúpborunum í kviku sem íslensk orkufyrirtæki hafa þegar lagt grunninn að. Grænvangur fagnar samstarfinu og framsýni stjórnvalda í að taka þetta mikilvæga skref sem mun auka enn frekar vitund heimsbyggðarinnar um tækifærin, lausnirnar og hugvitið sem Ísland hefur upp á að bjóða. Tækifærin eru fjölmörg og nú er það sameiginlegt verkefni stjórnvalda og atvinnulífs að nýta þennan stökkpall til að láta verkin tala. Fyrir Ísland, Bandaríkin og heimsbyggðina alla. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Orkumál Loftslagsmál Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Tvíhliða samstarf Bandaríkjanna og Íslands á sviði orku- og loftslagsmála markar nýjan kafla í útflutningi íslenskra loftslagslausna og áframhaldandi nýsköpun hér á landi. Það eru tíðindi þegar orkumálaráðherra Bandaríkjanna lýsir því yfir að þær loftslagslausnir, þekking og reynsla sem Íslendingar búa yfir sé mikilvæg fyrir orkuskipti Bandaríkjanna og þá gríðarstóru grænu umbreytingu sem þörf er á í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Jennifer M. Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, ýttu samstarfi landanna formlega úr vör síðastliðinn föstudag. Með því eru Bandaríkjamenn að setja jarðvarma og íslenskar lausnir á sviði kolefnisföngunar, -förgunar og -nýtingar á heimskortið, og efna til stórsóknar í samstarfi og þekkingarmiðlun landanna á sviði rannsókna, þróunar og innleiðingar á árangursríkum loftslagslausnum. Samstarfið mun án efa greiða götu íslenskra fyrirtækja inn á Bandaríkjamarkað og stórauka tækifæri Íslendinga til að afla styrkja, fjárfestingar, og annars nauðsynlegs stuðnings fyrir orku- og loftslagsverkefni tengd Bandaríkjunum. Þá felur samstarfið einnig í sér að Ísland styðji við önnur verkefni á alþjóðlegum vettvangi sem Bandaríkin koma að, meðal annars í Austur-Evrópu og víðar. Einstök staða Íslendinga á sviði nýtingar endurnýjanlegrar orku og tengdri nýsköpun er sjóðheit söluvara í baráttunni við loftslagsvána og Ísland stendur framarlega á þessu sviði. Íslenskar lausnir þykja eftirsóknarverðar en með samstarfinu verður til eins konar hraðall fyrir þau verkefni og tækifæri sem ríkin tvö geta unnið að á sviði orku- og loftslagsmála. Auk þess má ætla að samstarfið muni laða til Íslands ný verkefni og fjárfestingar á sviði sjálfbærra loftslagslausna. Þar horfa Bandaríkjamenn meðal annars til samstarfs um þróun vetnis- og rafeldsneytislausna auk annarra tækifæra, svo sem á sviði rannsókna á djúpborunum í kviku sem íslensk orkufyrirtæki hafa þegar lagt grunninn að. Grænvangur fagnar samstarfinu og framsýni stjórnvalda í að taka þetta mikilvæga skref sem mun auka enn frekar vitund heimsbyggðarinnar um tækifærin, lausnirnar og hugvitið sem Ísland hefur upp á að bjóða. Tækifærin eru fjölmörg og nú er það sameiginlegt verkefni stjórnvalda og atvinnulífs að nýta þennan stökkpall til að láta verkin tala. Fyrir Ísland, Bandaríkin og heimsbyggðina alla. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun