„Galið“ að opna bæinn upp á gátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2024 11:49 Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur furðar sig á því að bærinn hafi verið opnaður fyrir búsetu og atvinnustarfsemi. Hann segir ekkert samráð hafa verið haft við verkalýðsfélögin fyrr en í morgun, þegar þau voru boðuð á fund með fulltrúum ráðuneyta. Ekki nema um tíu manns gistu í Grindavík í nótt, fyrstu nóttina eftir að bærinn var opnaður að fullu. Frá og með deginum í gær var Grindvíkingum leyft að dvelja og starfa í bænum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum reiknar með að nokkrir tugir verði við störf í bænum í dag. „Það var tíðindalaust í nótt og við áætlum að það hafi verið dvalið í um tíu húsum kannski,“ segir Úlfar. Enn er unnið að því að koma vatni á bæinn eftir að lagnir urðu fyrir tjóni í síðasta gosi; stefnt er á að kalt vatn byrji að streyma inn í Grindavík á morgun. Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur furðar sig á því að bærinn hafi verið opnaður til búsetu og atvinnu, einkum í ljósi stöðunnar á vatni og öðrum innviðum. „Til búsetu, hann er alls ekki tilbúinn til þess. Við vitum að hann er mjög illa sprunginn víða og innviðir bara illa farnir, þannig að mér finnst það bara galið. Síðan er fólki sagt að það megi vera þarna á eigin ábyrgð en það sé alls ekki mælt með því. Ég líkti þessu við að við myndum afnema umferðarreglurnar og segja fólki bara að fara varlega, þetta sé hættulegt,“ segir Hörður. „Starfsfólk er alveg tilbúið að hefja vinnu en það er ákveðinn hópur sem er hræddur við að vinna á þessu svæði og við þurfum að fanga þann hóp, það er ekki hægt að neyða fólk til að fara inn á hættusvæði að vinna ef það treystir sér ekki til þess.“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Hörður segir ekkert samráð hafa verið haft við verkalýðsfélögin fyrr í morgun, þegar fulltrúar fjögurra ráðuneyta funduðu með félögum. „Við fórum yfir okkar sjónarmið, að það þyrfti að gera þetta á grundvelli vísinda og öryggis, við myndum alveg treysta okkur að vinna með fyrirtækjunum að því að gera þetta skynsamlega.“ Úlfar lögreglustjóri setur ekki út á afstöðu Harðar. „Það er í sjálfu sér hans skoðun og ég geri í sjálfu sér enga athugasemd við það sem hann segir en staðan er þessi í augnablikinu.“ Hefði verið hægt að hafa meira samráð? „Ef svo er ætti hann bara að setja sig í samband við mig.“ Við þetta má bæta að vísbendingar komu fram í morgun sem mögulega bentu til þess að hægt hefði á landrisi á svæðinu, sem gerst hefur í aðdraganda síðustu eldgosa. Við nánari úrvinnslu gagna kom í ljós að svo virðist ekki vera - landris haldi áfram með sama hætti og verið hefur, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnumarkaður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Náttúruhamfaratrygging vill hlutdeild í tekjum af fasteignunum Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir athugasemd við að á sama tíma og gert sé ráðfyrir að fjármálaráðherra sé heimilt að ráðstafa eignum NTÍ til að fjármagna kaup á heimilum Grindvíkinga, sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin fái neitt í staðinn. 21. febrúar 2024 11:09 Gistir í Grindavík í nótt: „Við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík“ Heimakærir Grindvíkingar nýttu sér í dag breytt fyrirkomulag aðgengismála í bænum og sóttu ýmist vinnu eða huguðu að eigum sínum. 20. febrúar 2024 21:17 Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Frá og með deginum í gær var Grindvíkingum leyft að dvelja og starfa í bænum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum reiknar með að nokkrir tugir verði við störf í bænum í dag. „Það var tíðindalaust í nótt og við áætlum að það hafi verið dvalið í um tíu húsum kannski,“ segir Úlfar. Enn er unnið að því að koma vatni á bæinn eftir að lagnir urðu fyrir tjóni í síðasta gosi; stefnt er á að kalt vatn byrji að streyma inn í Grindavík á morgun. Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur furðar sig á því að bærinn hafi verið opnaður til búsetu og atvinnu, einkum í ljósi stöðunnar á vatni og öðrum innviðum. „Til búsetu, hann er alls ekki tilbúinn til þess. Við vitum að hann er mjög illa sprunginn víða og innviðir bara illa farnir, þannig að mér finnst það bara galið. Síðan er fólki sagt að það megi vera þarna á eigin ábyrgð en það sé alls ekki mælt með því. Ég líkti þessu við að við myndum afnema umferðarreglurnar og segja fólki bara að fara varlega, þetta sé hættulegt,“ segir Hörður. „Starfsfólk er alveg tilbúið að hefja vinnu en það er ákveðinn hópur sem er hræddur við að vinna á þessu svæði og við þurfum að fanga þann hóp, það er ekki hægt að neyða fólk til að fara inn á hættusvæði að vinna ef það treystir sér ekki til þess.“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Hörður segir ekkert samráð hafa verið haft við verkalýðsfélögin fyrr í morgun, þegar fulltrúar fjögurra ráðuneyta funduðu með félögum. „Við fórum yfir okkar sjónarmið, að það þyrfti að gera þetta á grundvelli vísinda og öryggis, við myndum alveg treysta okkur að vinna með fyrirtækjunum að því að gera þetta skynsamlega.“ Úlfar lögreglustjóri setur ekki út á afstöðu Harðar. „Það er í sjálfu sér hans skoðun og ég geri í sjálfu sér enga athugasemd við það sem hann segir en staðan er þessi í augnablikinu.“ Hefði verið hægt að hafa meira samráð? „Ef svo er ætti hann bara að setja sig í samband við mig.“ Við þetta má bæta að vísbendingar komu fram í morgun sem mögulega bentu til þess að hægt hefði á landrisi á svæðinu, sem gerst hefur í aðdraganda síðustu eldgosa. Við nánari úrvinnslu gagna kom í ljós að svo virðist ekki vera - landris haldi áfram með sama hætti og verið hefur, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnumarkaður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Náttúruhamfaratrygging vill hlutdeild í tekjum af fasteignunum Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir athugasemd við að á sama tíma og gert sé ráðfyrir að fjármálaráðherra sé heimilt að ráðstafa eignum NTÍ til að fjármagna kaup á heimilum Grindvíkinga, sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin fái neitt í staðinn. 21. febrúar 2024 11:09 Gistir í Grindavík í nótt: „Við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík“ Heimakærir Grindvíkingar nýttu sér í dag breytt fyrirkomulag aðgengismála í bænum og sóttu ýmist vinnu eða huguðu að eigum sínum. 20. febrúar 2024 21:17 Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Náttúruhamfaratrygging vill hlutdeild í tekjum af fasteignunum Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir athugasemd við að á sama tíma og gert sé ráðfyrir að fjármálaráðherra sé heimilt að ráðstafa eignum NTÍ til að fjármagna kaup á heimilum Grindvíkinga, sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin fái neitt í staðinn. 21. febrúar 2024 11:09
Gistir í Grindavík í nótt: „Við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík“ Heimakærir Grindvíkingar nýttu sér í dag breytt fyrirkomulag aðgengismála í bænum og sóttu ýmist vinnu eða huguðu að eigum sínum. 20. febrúar 2024 21:17
Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12