Hróplegt óréttlæti Áslaug Thorlacius skrifar 22. febrúar 2024 13:30 Það var stór stund í Myndlistaskólanum í Reykjavík þegar skólinn fékk nýjan samning við menntamálaráðuneytið en hans hefur verið beðið í heil sex ár. Skugga bar þó á gleðina því sama dag og samningurinn barst tilkynnti háskólaráðuneytið um mikilvæga breytingu á fjármögnun einkaskóla á háskólastigi. Skólarnir fá nú val um að fá sama framlag með hverjum nemanda og veitt er til ríkisháskóla gegn því að innheimta ekki skólagjöld. Stjórnendur Listaháskóla Íslands tóku ákvörðun um að ganga að þessu tilboði og óska ég stjórnendum og nemendum LHÍ til hamingju með það. En því miður gerði samningurinn sem Myndlistaskólanum var boðinn ekki ráð fyrir þessu. Undirrituð hafði því strax samband við menntamálaráðuneytið til að kanna hvort ekki væri örugglega verið að vinna að sama marki fyrir framhaldsskólastigið en fékk neikvætt svar. Í framhaldsskólakerfinu snýst mismununin reyndar ekki mest um einkaskóla og ríkisskóla. Mun frekar að einkaskólum sé mismunað eftir eðli námsins. Há skólagjöld þarf fyrst og fremst að greiða fyrir nám við listaskóla. Einhverra hluta vegna eru samningarnir sem ráðuneytið gerir við listaskóla um lágar tölur, þeir eru án verðtryggingar og fela ekki í sér mikið svigrúm til faglegrar þróunar. Einkaskólar sem leggja áherslu á bóklegt nám eða iðngreinar virðast mun betur geta brugðist við breytingum í samfélaginu með breyttum áherslum í námsframboði og framlög til þeirra taka eðlilegum breytingum frá ári til árs. Ég túlka þetta því miður þannig að listsköpun sé enn ekki tekin jafn alvarlega og nám og störf á öðrum sviðum; að enn eimi jafnvel eftir af gömlu fordómunum um listafólk sem afætur samfélagsins. Svo fátt eitt sé nefnt þá leiðir listnám til fjölbreyttra starfa sem skapa verðmæti og skila sínu til samneyslunnar. Afleidd áhrif starfsemi fólks með listmenntun á aðrar burðarstoðir atvinnulífsins eru gríðarleg. Að skapa sér starf á sínu áhugasviði stuðlar að hamingju og kröftugt listalíf eykur lífsgæði þjóðarinnar sem nýtur þess að búa í áhugaverðara samfélagi. Að ólgeymdu hinu altalaða að skapandi hugsun sé sá þáttur sem mannkynið muni helst þurfa að reiða sig á í framtíðinni. Fátt ýtir jafn mikið undir skapandi hugsun og listnám. Mig langar til að færa háskólaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þakkir fyrir að taka á þessu mikilvæga máli og skora á Ásmund Einar Daðason, menntamálaráðherra að fylgja fordæmi hennar og afnema óréttlætið á þeim skólastigum sem heyra undir hans ráðuneyti. Við hljótum að vilja bjóða ungu fólki sem jöfnust tækifæri til að efla sína styrkleika og mennta sig á sínu áhugasviði. Þetta þarf því að leiðrétta! Höfundur er skólameistari Myndlistaskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það var stór stund í Myndlistaskólanum í Reykjavík þegar skólinn fékk nýjan samning við menntamálaráðuneytið en hans hefur verið beðið í heil sex ár. Skugga bar þó á gleðina því sama dag og samningurinn barst tilkynnti háskólaráðuneytið um mikilvæga breytingu á fjármögnun einkaskóla á háskólastigi. Skólarnir fá nú val um að fá sama framlag með hverjum nemanda og veitt er til ríkisháskóla gegn því að innheimta ekki skólagjöld. Stjórnendur Listaháskóla Íslands tóku ákvörðun um að ganga að þessu tilboði og óska ég stjórnendum og nemendum LHÍ til hamingju með það. En því miður gerði samningurinn sem Myndlistaskólanum var boðinn ekki ráð fyrir þessu. Undirrituð hafði því strax samband við menntamálaráðuneytið til að kanna hvort ekki væri örugglega verið að vinna að sama marki fyrir framhaldsskólastigið en fékk neikvætt svar. Í framhaldsskólakerfinu snýst mismununin reyndar ekki mest um einkaskóla og ríkisskóla. Mun frekar að einkaskólum sé mismunað eftir eðli námsins. Há skólagjöld þarf fyrst og fremst að greiða fyrir nám við listaskóla. Einhverra hluta vegna eru samningarnir sem ráðuneytið gerir við listaskóla um lágar tölur, þeir eru án verðtryggingar og fela ekki í sér mikið svigrúm til faglegrar þróunar. Einkaskólar sem leggja áherslu á bóklegt nám eða iðngreinar virðast mun betur geta brugðist við breytingum í samfélaginu með breyttum áherslum í námsframboði og framlög til þeirra taka eðlilegum breytingum frá ári til árs. Ég túlka þetta því miður þannig að listsköpun sé enn ekki tekin jafn alvarlega og nám og störf á öðrum sviðum; að enn eimi jafnvel eftir af gömlu fordómunum um listafólk sem afætur samfélagsins. Svo fátt eitt sé nefnt þá leiðir listnám til fjölbreyttra starfa sem skapa verðmæti og skila sínu til samneyslunnar. Afleidd áhrif starfsemi fólks með listmenntun á aðrar burðarstoðir atvinnulífsins eru gríðarleg. Að skapa sér starf á sínu áhugasviði stuðlar að hamingju og kröftugt listalíf eykur lífsgæði þjóðarinnar sem nýtur þess að búa í áhugaverðara samfélagi. Að ólgeymdu hinu altalaða að skapandi hugsun sé sá þáttur sem mannkynið muni helst þurfa að reiða sig á í framtíðinni. Fátt ýtir jafn mikið undir skapandi hugsun og listnám. Mig langar til að færa háskólaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þakkir fyrir að taka á þessu mikilvæga máli og skora á Ásmund Einar Daðason, menntamálaráðherra að fylgja fordæmi hennar og afnema óréttlætið á þeim skólastigum sem heyra undir hans ráðuneyti. Við hljótum að vilja bjóða ungu fólki sem jöfnust tækifæri til að efla sína styrkleika og mennta sig á sínu áhugasviði. Þetta þarf því að leiðrétta! Höfundur er skólameistari Myndlistaskólans í Reykjavík.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun