Blendnar tilfinningar til breytinga hjá sundlaugunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2024 21:12 Margir sundlaugagestir munu koma til með að sjá eftir lengri kvöldsundferðum. Vísir/Samsett Blendnar tilfinningar eru meðal sundlaugargesta vegna breytinga á opnunartímum sundlauga í borginni. Dögum þar sem laugarnar standa opnar fjölgar svo um munar á árinu - en kvöldsund skerðist hins vegar talsvert. Tekin hefur verið ákvörðun hjá borginni um að fækka verulega þeim dögum þar sem laugar borgarinnar eru lokaðar. Yfir allar laugar voru slíkir dagar 71 á síðasta ári, en verða 14 á þessu ári. Breytingar á opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar, sem allar munu loka klukkustund fyrr en venjulega, til framkvæmda 1. apríl næstkomandi. Og eins og fólksins í heita pottinum er von og vísa, þá hefur það skoðanir á styttum opnunartíma á laugardags- og sunnudagskvöldum. „Það hentar mér ekki, ég nýti mér laugarnar stundum milli átta og tíu. Þannig að það kemur sér illa fyrir mig,“ segir sundlaugargesturinn Magnús Hraunfjörð Kristinsson. Ég er ekki ánægður með þetta. Ég væri alltaf til í að vera hérna lengur en til níu,“ segir Jóhann Örn. Og undir þetta tekur félagi hans, Markús Júlían. „Já, maður er svolítið mikið í ræktinn hérna og oftast fer maður á kvöldin. Þannig maður er oft að lenda í sundlauginni klukkan svona níu. Öðrum hentar þetta ill vegna vinnu. „Miðað við hvernig ég er að vinna, þá er alltaf næs að kíkja í sund eftir æfingar, late night æfingar,“ segir Theodór. Aðrir hafa minni áhyggjur af kvöldsundinu, til að mynda Gunnhildur Stefánsdóttir og Árni B. Stefánsson. „Kemur kannski ekkert sérstaklega við okkur þar sem við förum alltaf bara um hábjartan dag í sundlaugarnar og njótum þess,“ segir Gunnhildur. Færri lokanir ánægjuefni Öllu meiri ánægja var með aukinn opnunartíma á rauðum dögum. Magnús kveðst til að mynda hafa lent í því tvisvar um liðin jól að hafa komið að lokuðum dyrum í Laugardalslaug. „Fleiri rauða daga opna fyrir mig, takk.“ Gunnhildur og Árni taka undir þetta, enda reyni þau að fara daglega í sund. „Ég bara mæli með að ferðamenn séu hérna á kvöldin og svona, þegar við erum ekki,“ segir Árni. Sundlaugar Reykjavík Menning Borgarstjórn Neytendur Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun hjá borginni um að fækka verulega þeim dögum þar sem laugar borgarinnar eru lokaðar. Yfir allar laugar voru slíkir dagar 71 á síðasta ári, en verða 14 á þessu ári. Breytingar á opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar, sem allar munu loka klukkustund fyrr en venjulega, til framkvæmda 1. apríl næstkomandi. Og eins og fólksins í heita pottinum er von og vísa, þá hefur það skoðanir á styttum opnunartíma á laugardags- og sunnudagskvöldum. „Það hentar mér ekki, ég nýti mér laugarnar stundum milli átta og tíu. Þannig að það kemur sér illa fyrir mig,“ segir sundlaugargesturinn Magnús Hraunfjörð Kristinsson. Ég er ekki ánægður með þetta. Ég væri alltaf til í að vera hérna lengur en til níu,“ segir Jóhann Örn. Og undir þetta tekur félagi hans, Markús Júlían. „Já, maður er svolítið mikið í ræktinn hérna og oftast fer maður á kvöldin. Þannig maður er oft að lenda í sundlauginni klukkan svona níu. Öðrum hentar þetta ill vegna vinnu. „Miðað við hvernig ég er að vinna, þá er alltaf næs að kíkja í sund eftir æfingar, late night æfingar,“ segir Theodór. Aðrir hafa minni áhyggjur af kvöldsundinu, til að mynda Gunnhildur Stefánsdóttir og Árni B. Stefánsson. „Kemur kannski ekkert sérstaklega við okkur þar sem við förum alltaf bara um hábjartan dag í sundlaugarnar og njótum þess,“ segir Gunnhildur. Færri lokanir ánægjuefni Öllu meiri ánægja var með aukinn opnunartíma á rauðum dögum. Magnús kveðst til að mynda hafa lent í því tvisvar um liðin jól að hafa komið að lokuðum dyrum í Laugardalslaug. „Fleiri rauða daga opna fyrir mig, takk.“ Gunnhildur og Árni taka undir þetta, enda reyni þau að fara daglega í sund. „Ég bara mæli með að ferðamenn séu hérna á kvöldin og svona, þegar við erum ekki,“ segir Árni.
Sundlaugar Reykjavík Menning Borgarstjórn Neytendur Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira