Skýringar manns sem greiddi táningsstúlku fyrir kynmök fráleitar Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2024 10:59 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Ungur maður hefur hlotið tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa samræði við táningsstúlku í sjö skipti og greiða henni fyrir það. Brotin sem málið varðar áttu sér stað frá október 2021 til janúar 2022, en þá var stúlkan fjórtán ára, en maðurinn verið tæplega tvítugur. Manninum var gefið að sök að hafa á umræddu tímabili hitt stúlkuna í bíl sínum sem hafi verið lagt á afviknum stöðum og haft samræði og önnur kynferðismök við hana. Þá á hann að hafa greitt henni fyrir kynferðismökin, en hann var sakfelldur fyrir að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í reiðufé og millifæra á hana 45 þúsund krónur í gegnum snjallforritið Aur. Vert er að taka fram að í ákæru segir að hann hafi greitt henni 300.000 þúsund [sic] krónur í reiðufé, eða þrjú hundruð milljónir. Líklega var um mistök af hálfu ákæruvaldsins að ræða. Lýsti fantasíum sínum en neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili, en hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans, líkt og honum var gefið að sök. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona og leiðir dómurinn að því líkur að hann væri vændiskaupandi. Maðurinn viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hafi verið að ræða. Þá hafi upphæðirnar verið lægri en segir í ákæru. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fimmtán ára gömul. Skýringar mannsins fráleitar Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að hann hefði verið meðvitaður um aldur sinn, og að þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hafi vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti manninn. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Dómurinn segir að berlega megi ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar verði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hafi haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Til að mynda segir í dómnum að skýring hans um að greiðslur til stúlkunnar hafi verið lán sé fráleit. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm. Í dómnum segir að hann eigi sér engar málsbætur enda um að ræða endurtekin og alvarleg brot gegn barni. Þó var litið til þess við ákvörðun refsingar að hann hefði ekki áður sætt refsingu. Honum er einnig gert að greiða stúlkunni 1.5 milljónir króna í miskabætur, og annan sakarkostnað sem hleypur á rúmlega 2,4 milljónum. Kynferðisofbeldi Vændi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa á umræddu tímabili hitt stúlkuna í bíl sínum sem hafi verið lagt á afviknum stöðum og haft samræði og önnur kynferðismök við hana. Þá á hann að hafa greitt henni fyrir kynferðismökin, en hann var sakfelldur fyrir að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í reiðufé og millifæra á hana 45 þúsund krónur í gegnum snjallforritið Aur. Vert er að taka fram að í ákæru segir að hann hafi greitt henni 300.000 þúsund [sic] krónur í reiðufé, eða þrjú hundruð milljónir. Líklega var um mistök af hálfu ákæruvaldsins að ræða. Lýsti fantasíum sínum en neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili, en hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans, líkt og honum var gefið að sök. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona og leiðir dómurinn að því líkur að hann væri vændiskaupandi. Maðurinn viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hafi verið að ræða. Þá hafi upphæðirnar verið lægri en segir í ákæru. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fimmtán ára gömul. Skýringar mannsins fráleitar Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að hann hefði verið meðvitaður um aldur sinn, og að þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hafi vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti manninn. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Dómurinn segir að berlega megi ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar verði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hafi haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Til að mynda segir í dómnum að skýring hans um að greiðslur til stúlkunnar hafi verið lán sé fráleit. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm. Í dómnum segir að hann eigi sér engar málsbætur enda um að ræða endurtekin og alvarleg brot gegn barni. Þó var litið til þess við ákvörðun refsingar að hann hefði ekki áður sætt refsingu. Honum er einnig gert að greiða stúlkunni 1.5 milljónir króna í miskabætur, og annan sakarkostnað sem hleypur á rúmlega 2,4 milljónum.
Kynferðisofbeldi Vændi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira