Eltu kærustupar grunað um græsku um miðbæinn á kvennafrídaginn Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2024 14:26 Lögreglan fylgdist með parinu ganga um miðbæinn sama dag og kvennaverkfallið fór fram. Vísir/Vilhelm Karl og kona hafa hvort um sig fengið árslangan fangelsisdóm fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots. Parinu var gefið að sök að gera tilraun til að taka við tæplega 1,1 kílói af kókaíni sem kom með póstsendingu til landsins sem barst þann átjánda október í fyrra. Í ákæru segir að fíkniefnin hafi verið flutt til landsins frá Þýskalandi. Þau hafi verið falin í hliðum pappakassa sem innihélt vínylplötur og heyrnartól. Og að þau hafi átt að fá þúsund evrur fyrir viðtökuna, en það jafngildir um það bil 150 þúsund krónum. Fram kemur að styrkleiki efnanna hafi verið 62 til 64 prósent. Nál stungið í vínylplötukassa og út kom hvítt duft Í dómnum kemur fram að tollvörður hafi tekið kassann til skoðunar daginn sem hann kom til landsins. Sendingin reyndist innihalda hljómplötur og heyrnartól, en svo virtist sem einhverju hefði verið komið fyrir í hliðum kassans. Nál var stungið í hliðar hans og út kom hvítt duft sem reyndist vera kókaín. Í kjölfarið var fíkniefnunum skipt út fyrir gerviefni. Pakkanum, sem var skráður á nafn mannsins, var komið fyrir í pósthúsinu Síðumúla að morgni 24. október. Um hádegisleytið þennan sama dag kom konan og spurði um pakkann, en á meðan fylgdust lögreglumenn með. Hún sagðist ekki ætla að taka pakkann heldur myndi annar koma og sækja hann síðar, og eftir það yfirgaf hún pósthúsið. Lögreglumenn höfðu á þeim tímapunkti orðið varir við manninn sem fylgdist með pósthúsinu. Þegar hún gekk út fylgdi hann henni fast á eftir og þá kviknaði grunur lögreglu um að þau stæðu saman í innflutningnum. Litu inn í alla bíla í leit að lögreglu á meðan lögregla fylgdist með Þau sameinuðust á Suðurlandsbraut og gengu saman niður í miðbæ, um, Skipholt og Laugaveg með viðkomu í vínbúð og á fleiri stöðum. Á meðan hélt lögreglan áfram að fylgjast með þeim og tóku eftir að þau litu ítrekað í kringum sig og horfðu inn í alla bíla sem voru í kringum þau. Í dómnum segir að lögreglan hafi talið greinilegt að þau væru að leita eftir lögreglunni. Haft er eftir manninum að þau hafi orðið vör við margar konur með mótmælaspjöld í miðbænum. Það er ekki að furða, enda fór kvennaverkfallið fram þennan sama dag, 24. febrúar. Í kjölfarið fóru þau inn á hótel á Laugavegi og fóru seinna þaðan út með tvær flugfreyjutöskur í leigubíl sem keyrði þau að íbúð í skammtímaleigu. Þangað fóru þau inn og síðan voru þau handtekin í íbúðinni. Nánari rannsókn leiddi í ljós að þau hefðu komið til landsins nokkrum dögum áður, en þau eru af erlendu bergi brotin. Sjötta skilningarvitið hafi bjargað sér Konan sagði í framburði sínum fyrir dómi að hún og maðurinn, kærasti hennar, hefðu komið hingað til lands til að vera í fríi. Þau hefðu verið hér í tvo daga þegar vinur hennar hafi beðið hana um að sækja pakka í pósthúsið fyrir mann sem væri ekki með skilríki. Hún hafi haft efasemdir um það, en samt farið. Hún hafi rætt við starfsmann og síðan fengið slæma tilfinningu og hætt við að sækja pakkann. Hún sagði að hefði sig grunað að þarna væri eitthvað ólöglegt á ferð hefði hún ekki fallist á að sækja pakkann. Í dómnum segir að hún hafi ekki kunnað aðra skýringu á ákvörðun sinni nema að um sjötta skilningarvitið hafi verið að ræða. Hún vildi meina að sig hafi ekki grunað að verið væri að fylgjast með henni. Þá viðurkenndi hún að þeim hefði verið boðin greiðsla fyrir að sækja pakkann. Hún sagðist ekki viss um upphæðina, en að þúsund evrur gætu passað. Um samband sitt og mannsins sagði konan að þau hefðu verið saman í átta ár og að þau búi saman. Hún sagði hann góðan og heiðarlegan mann sem starfaði sem rakari. Dómurinn segir að framburður parsins hafi verið óskýr og ótrúverðugur. Ekki væri samræmi milli frásagna þeirra hjá lögreglu og fyrir dómi, og einnig væri misræmi milli þeirra beggja. Hafið sé yfir skynsamlegan hafa að þau hafi komið hingað til lands til að taka á móti fíkniefnasendingu sem gera megi ráð yfir að hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Við ákvörðun refsingar var þó litið til þess að þeirra hlutverk hafi einfaldlega verið að sækja fíkniefnin og koma þeim í dreifingu hér á landi. Þá var litið til þess að þau veittu lögreglu liðsinni við það reyna að hafa hendur í hári annarra sem komu að brotinu. Líkt og áður segir fengu þau hvort um sig eins árs fangelsisdóm. Gæsluvarðhald þeirra frá 25. október verður tekið af refsingunni. Þá er þeim gert að greiða sakarkostnað málsins, sem er samtals tæplega 5,5 milljónir. Dómsmál Lögreglumál Kvennaverkfall Reykjavík Tollgæslan Pósturinn Kvennafrídagurinn Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Í ákæru segir að fíkniefnin hafi verið flutt til landsins frá Þýskalandi. Þau hafi verið falin í hliðum pappakassa sem innihélt vínylplötur og heyrnartól. Og að þau hafi átt að fá þúsund evrur fyrir viðtökuna, en það jafngildir um það bil 150 þúsund krónum. Fram kemur að styrkleiki efnanna hafi verið 62 til 64 prósent. Nál stungið í vínylplötukassa og út kom hvítt duft Í dómnum kemur fram að tollvörður hafi tekið kassann til skoðunar daginn sem hann kom til landsins. Sendingin reyndist innihalda hljómplötur og heyrnartól, en svo virtist sem einhverju hefði verið komið fyrir í hliðum kassans. Nál var stungið í hliðar hans og út kom hvítt duft sem reyndist vera kókaín. Í kjölfarið var fíkniefnunum skipt út fyrir gerviefni. Pakkanum, sem var skráður á nafn mannsins, var komið fyrir í pósthúsinu Síðumúla að morgni 24. október. Um hádegisleytið þennan sama dag kom konan og spurði um pakkann, en á meðan fylgdust lögreglumenn með. Hún sagðist ekki ætla að taka pakkann heldur myndi annar koma og sækja hann síðar, og eftir það yfirgaf hún pósthúsið. Lögreglumenn höfðu á þeim tímapunkti orðið varir við manninn sem fylgdist með pósthúsinu. Þegar hún gekk út fylgdi hann henni fast á eftir og þá kviknaði grunur lögreglu um að þau stæðu saman í innflutningnum. Litu inn í alla bíla í leit að lögreglu á meðan lögregla fylgdist með Þau sameinuðust á Suðurlandsbraut og gengu saman niður í miðbæ, um, Skipholt og Laugaveg með viðkomu í vínbúð og á fleiri stöðum. Á meðan hélt lögreglan áfram að fylgjast með þeim og tóku eftir að þau litu ítrekað í kringum sig og horfðu inn í alla bíla sem voru í kringum þau. Í dómnum segir að lögreglan hafi talið greinilegt að þau væru að leita eftir lögreglunni. Haft er eftir manninum að þau hafi orðið vör við margar konur með mótmælaspjöld í miðbænum. Það er ekki að furða, enda fór kvennaverkfallið fram þennan sama dag, 24. febrúar. Í kjölfarið fóru þau inn á hótel á Laugavegi og fóru seinna þaðan út með tvær flugfreyjutöskur í leigubíl sem keyrði þau að íbúð í skammtímaleigu. Þangað fóru þau inn og síðan voru þau handtekin í íbúðinni. Nánari rannsókn leiddi í ljós að þau hefðu komið til landsins nokkrum dögum áður, en þau eru af erlendu bergi brotin. Sjötta skilningarvitið hafi bjargað sér Konan sagði í framburði sínum fyrir dómi að hún og maðurinn, kærasti hennar, hefðu komið hingað til lands til að vera í fríi. Þau hefðu verið hér í tvo daga þegar vinur hennar hafi beðið hana um að sækja pakka í pósthúsið fyrir mann sem væri ekki með skilríki. Hún hafi haft efasemdir um það, en samt farið. Hún hafi rætt við starfsmann og síðan fengið slæma tilfinningu og hætt við að sækja pakkann. Hún sagði að hefði sig grunað að þarna væri eitthvað ólöglegt á ferð hefði hún ekki fallist á að sækja pakkann. Í dómnum segir að hún hafi ekki kunnað aðra skýringu á ákvörðun sinni nema að um sjötta skilningarvitið hafi verið að ræða. Hún vildi meina að sig hafi ekki grunað að verið væri að fylgjast með henni. Þá viðurkenndi hún að þeim hefði verið boðin greiðsla fyrir að sækja pakkann. Hún sagðist ekki viss um upphæðina, en að þúsund evrur gætu passað. Um samband sitt og mannsins sagði konan að þau hefðu verið saman í átta ár og að þau búi saman. Hún sagði hann góðan og heiðarlegan mann sem starfaði sem rakari. Dómurinn segir að framburður parsins hafi verið óskýr og ótrúverðugur. Ekki væri samræmi milli frásagna þeirra hjá lögreglu og fyrir dómi, og einnig væri misræmi milli þeirra beggja. Hafið sé yfir skynsamlegan hafa að þau hafi komið hingað til lands til að taka á móti fíkniefnasendingu sem gera megi ráð yfir að hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Við ákvörðun refsingar var þó litið til þess að þeirra hlutverk hafi einfaldlega verið að sækja fíkniefnin og koma þeim í dreifingu hér á landi. Þá var litið til þess að þau veittu lögreglu liðsinni við það reyna að hafa hendur í hári annarra sem komu að brotinu. Líkt og áður segir fengu þau hvort um sig eins árs fangelsisdóm. Gæsluvarðhald þeirra frá 25. október verður tekið af refsingunni. Þá er þeim gert að greiða sakarkostnað málsins, sem er samtals tæplega 5,5 milljónir.
Dómsmál Lögreglumál Kvennaverkfall Reykjavík Tollgæslan Pósturinn Kvennafrídagurinn Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira