Aukin skjálftavirkni og þolmörk að nálgast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 11:39 Benedikt G. Ófeigsson, fagstóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að gos geti í raun hafist henær sem er. vísir/arnar Skjálftavirkni við kvikuganginn á Reykjanesskaga hefur aukist sem bendir til þess að kvikumagnið sé komið að þolmörkum. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir áhyggjuefni að fólk sé að gista í Grindavík en vonar að það sé tilbúið að yfirgefa bæinn í flýti. Kvikumagnið undir Svartsengi stendur nú í um átta milljón rúmmetrum að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Það eru neðri mörkin miðað við það sem hlaupið hefur úr hólfinu í síðustu gosum „Þetta er að vaxa um svona hálfa milljón á dag þannnig að við nálgumst þetta „besta“ gildi miðað við matið á því sem fór út, sem er í kringum tíu. Það næst kannski á föstudag eða laugardag. Staðan er bara þannig núna að við getum búist við gosi hvenær sem er,“ segir Benedikt. Tvö hundruð Laugardalslaugar á dag Til að setja magnið sem streymir daglega inn í kvikuhólfið í samhengi má nefna að í innisundlaug Laugardalslaugar eru um 2.500 rúmmetrar af vatni. Því má segja að kvika sem myndi fylla tvö hundruð slíkar laugar bætist þar við á hverjum degi. Um þessar mundir er gist í um tíu húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Langlíklegast er talið að kvikan komi upp á svipuðum slóðum og síðast eða á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Talsvert var um skjálfta við kikuganginn í nótt og smáskjálftahrina á fjórða tímanum. „Það er eins og virknin sé aðeins að aukast í kringum þetta, sem bendir til þess að þetta sé að nálgast einhver brotmörk. Þetta er svona farið að nálgast þau mörk sem þetta þolir og þá fer að sjást aðeins meiri virkni í kringum þetta,“ segir Benedikt. Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við þrjátíu mínútna. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum er gist í um tíu húsum í Grindavík. „Það er alltaf aðeins áhyggjuefni að fólk sé að gista þarna en þetta er náttúrulega fólk sem veit hvað er að fara gerast og er tilbúið. Eins og þau hafa talað virðast þau klár í að fara hvenær sem er, hvort sem það sé að nóttu eða degi. Þannig ég vona bara að það sé staðan,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Kvikumagnið undir Svartsengi stendur nú í um átta milljón rúmmetrum að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Það eru neðri mörkin miðað við það sem hlaupið hefur úr hólfinu í síðustu gosum „Þetta er að vaxa um svona hálfa milljón á dag þannnig að við nálgumst þetta „besta“ gildi miðað við matið á því sem fór út, sem er í kringum tíu. Það næst kannski á föstudag eða laugardag. Staðan er bara þannig núna að við getum búist við gosi hvenær sem er,“ segir Benedikt. Tvö hundruð Laugardalslaugar á dag Til að setja magnið sem streymir daglega inn í kvikuhólfið í samhengi má nefna að í innisundlaug Laugardalslaugar eru um 2.500 rúmmetrar af vatni. Því má segja að kvika sem myndi fylla tvö hundruð slíkar laugar bætist þar við á hverjum degi. Um þessar mundir er gist í um tíu húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Langlíklegast er talið að kvikan komi upp á svipuðum slóðum og síðast eða á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Talsvert var um skjálfta við kikuganginn í nótt og smáskjálftahrina á fjórða tímanum. „Það er eins og virknin sé aðeins að aukast í kringum þetta, sem bendir til þess að þetta sé að nálgast einhver brotmörk. Þetta er svona farið að nálgast þau mörk sem þetta þolir og þá fer að sjást aðeins meiri virkni í kringum þetta,“ segir Benedikt. Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við þrjátíu mínútna. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum er gist í um tíu húsum í Grindavík. „Það er alltaf aðeins áhyggjuefni að fólk sé að gista þarna en þetta er náttúrulega fólk sem veit hvað er að fara gerast og er tilbúið. Eins og þau hafa talað virðast þau klár í að fara hvenær sem er, hvort sem það sé að nóttu eða degi. Þannig ég vona bara að það sé staðan,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira