Skoða að byggja nýja slökkvistöð Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2024 15:51 Slökkvistöð Ísafjarðar er við Fjarðarstræti. Ísafjarðarbær Bæjarstjóri Ísafjarðar skoðar nú að reisa nýja slökkvistöð í bænum. Elsti hluti núverandi byggingar er 86 ára gömul og glíma slökkviliðsmenn við tíð lekavandamál þar vegna fjölþættra vandamála. Þetta kemur fram í bréfi sem Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, sendi bæjarráði í síðustu viku. Lekavandamál í gegnum árin Slökkvistöðin er staðsett við Fjarðarstræti og samanstendur af tveimur byggingum, sú fyrri byggð árið 1938 og seinni 1978. Samanlögð stærð húsnæðisins er 618 fermetrar. „Mannvirkið er hefðbundið staðsteypt mannvirki, á steyptum sökklum og með steyptri gólfplötu. Mannvirkið er einangrað að innan með plasteinangrun og múr utan á einangrun. Þakvirki samanstendur af þaksperrum, borðaklæðningu og báru. Núverandi mannvirki er farið að láta á sjá og það hafa verið tíð lekavandamál sem má rekja til fjölþættra vandamála,“ segir í bréfinu. Umrædd vandamál eru: Þakvirki í heild, frágangur og vinna við þak ábótavant Frágangur við glugga Sprungur í útveggjum Almennu viðhaldi ábótavant Safna regnvatni í fötur Þá er nauðsynlegt að gera töluverðar úrbætur í nokkrum rýmum vegna rakaskemmda en þar sem turn stöðvarinnar er lekur inn þegar það rignir og þarf að setja fötur þar á gólfið til að safna vatni. „Víða um mannvirkið eru ummerki um raka og eru skemmdir vel sjáanlegar. M.t.t.þ þá hefur skrifstofustarfsemi slökkvistöðvar verið flutt tímabundið úr slökkvistöð yfir í aðstöðu Regus. Einnig hefur slökkvitækjaþjónustan verið flutt í aðstöðu hafnarinnar,“ segir í bréfinu. Þrjár sviðsmyndir Hægt er að ráðast í bráðaviðgerðir en að mati Axels eru þær ekki til þess fallnar að leysa vandann til langs tíma. Hann lagði fram þrjár sviðsmyndir fyrir bæjarráð til að skoða. Þær eru: Valkostur 1: Að Ísafjarðarbær byggi nýja slökkvistöð sem staðsett yrði á Suðurtanga, Ísafirði. Áætlað fermetraverð er 460.000 m/vsk. Húsgerð yrði stálgrindarhús, klætt yleiningum á steyptum undirstöðum. 800 fm. hús myndi kosta 368 m.kr./m.vsk. 1000 fm. hús myndi kosta 460 m.kr./m.vsk Valkostur 2: Að Ísafjarðarbær auglýsi eftir leiguhúsnæði undir slökkvistöð sem uppfyllir allar kröfur til slíks mannvirkis. Leigutími getur verið bundinn til langs tíma og að sveitarfélagið hefði forkaupsrétt á húsinu. Áætlað leiguverð er á bilinu 1450-1550 kr/fm. sem er vísitölubundin. Miðað við 1000 fm. þá yrði kostnaður 1450 – 1550 þ.kr. + vsk. per mánuð. Að þessu sögðu þyrfti að skoða frekar með forkaupsrétt og með að áður greidd leiga gangi upp í kaupverð við kaup. Valkostur 3: Hefja viðgerðir á núverandi stöð í Fjarðarstræti. Nokkur óvissa er með kostnað og viðgerðir á húsnæðinu. Þar sem ástand er víða slæmt eftir áralangt viðhaldsleysi og jafnframt hefur mygla gert vart við sig víða. Mannvirkið uppfyllir ekki kröfur HMS sem gerðar eru til slökkvistöðvar í dag. Mögulegur kostnaður við viðgerðir eru 91.600.000 kr.- Þakvirki og klæðning 84 m.kr.- Neyðarviðgerðir í starfsmannaðstöðu og í turnrými áætlaður kostnaður um 7,6 m.kr.- Eins og staðan er með þakvirkið þá þyrfti helst að skipta um hluta af því áður en farið er í neyðarviðgerðir innanhúss. Að öðrum kosti fara hlutirnir í sama horfið á skömmum tíma. Bæjarráði hugnast best að flýta framkvæmdum við nýja slökkvistöð og mun bæjarstjóri vinna málið áfram með öðrum stofnunum innan bæjarins. Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, sendi bæjarráði í síðustu viku. Lekavandamál í gegnum árin Slökkvistöðin er staðsett við Fjarðarstræti og samanstendur af tveimur byggingum, sú fyrri byggð árið 1938 og seinni 1978. Samanlögð stærð húsnæðisins er 618 fermetrar. „Mannvirkið er hefðbundið staðsteypt mannvirki, á steyptum sökklum og með steyptri gólfplötu. Mannvirkið er einangrað að innan með plasteinangrun og múr utan á einangrun. Þakvirki samanstendur af þaksperrum, borðaklæðningu og báru. Núverandi mannvirki er farið að láta á sjá og það hafa verið tíð lekavandamál sem má rekja til fjölþættra vandamála,“ segir í bréfinu. Umrædd vandamál eru: Þakvirki í heild, frágangur og vinna við þak ábótavant Frágangur við glugga Sprungur í útveggjum Almennu viðhaldi ábótavant Safna regnvatni í fötur Þá er nauðsynlegt að gera töluverðar úrbætur í nokkrum rýmum vegna rakaskemmda en þar sem turn stöðvarinnar er lekur inn þegar það rignir og þarf að setja fötur þar á gólfið til að safna vatni. „Víða um mannvirkið eru ummerki um raka og eru skemmdir vel sjáanlegar. M.t.t.þ þá hefur skrifstofustarfsemi slökkvistöðvar verið flutt tímabundið úr slökkvistöð yfir í aðstöðu Regus. Einnig hefur slökkvitækjaþjónustan verið flutt í aðstöðu hafnarinnar,“ segir í bréfinu. Þrjár sviðsmyndir Hægt er að ráðast í bráðaviðgerðir en að mati Axels eru þær ekki til þess fallnar að leysa vandann til langs tíma. Hann lagði fram þrjár sviðsmyndir fyrir bæjarráð til að skoða. Þær eru: Valkostur 1: Að Ísafjarðarbær byggi nýja slökkvistöð sem staðsett yrði á Suðurtanga, Ísafirði. Áætlað fermetraverð er 460.000 m/vsk. Húsgerð yrði stálgrindarhús, klætt yleiningum á steyptum undirstöðum. 800 fm. hús myndi kosta 368 m.kr./m.vsk. 1000 fm. hús myndi kosta 460 m.kr./m.vsk Valkostur 2: Að Ísafjarðarbær auglýsi eftir leiguhúsnæði undir slökkvistöð sem uppfyllir allar kröfur til slíks mannvirkis. Leigutími getur verið bundinn til langs tíma og að sveitarfélagið hefði forkaupsrétt á húsinu. Áætlað leiguverð er á bilinu 1450-1550 kr/fm. sem er vísitölubundin. Miðað við 1000 fm. þá yrði kostnaður 1450 – 1550 þ.kr. + vsk. per mánuð. Að þessu sögðu þyrfti að skoða frekar með forkaupsrétt og með að áður greidd leiga gangi upp í kaupverð við kaup. Valkostur 3: Hefja viðgerðir á núverandi stöð í Fjarðarstræti. Nokkur óvissa er með kostnað og viðgerðir á húsnæðinu. Þar sem ástand er víða slæmt eftir áralangt viðhaldsleysi og jafnframt hefur mygla gert vart við sig víða. Mannvirkið uppfyllir ekki kröfur HMS sem gerðar eru til slökkvistöðvar í dag. Mögulegur kostnaður við viðgerðir eru 91.600.000 kr.- Þakvirki og klæðning 84 m.kr.- Neyðarviðgerðir í starfsmannaðstöðu og í turnrými áætlaður kostnaður um 7,6 m.kr.- Eins og staðan er með þakvirkið þá þyrfti helst að skipta um hluta af því áður en farið er í neyðarviðgerðir innanhúss. Að öðrum kosti fara hlutirnir í sama horfið á skömmum tíma. Bæjarráði hugnast best að flýta framkvæmdum við nýja slökkvistöð og mun bæjarstjóri vinna málið áfram með öðrum stofnunum innan bæjarins.
Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Sjá meira