Við erum að kalla þig út, kall! Hlíf Steingrímsdóttir skrifar 1. mars 2024 09:31 Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin í ár eru einföld. Með „Kallaútkalli“ hvetur Krabbameinsfélagið karlmenn til að hreyfa sig, því hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum. Öll hreyfing gerir gagn. Krabbamein eru gríðarleg áskorun, fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt. Því miður bendir allt til þess að áskorunin stækki stöðugt á næstu árum. Brýnt er að gera allt sem hægt er til að sporna við því. Í dag er staðan þannig að þriðji hver karlmaður getur vænst þess að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Því viljum við breyta. Samkvæmt upplýsingum úr krabbameinsskrá greindust að meðaltali 937 karlmenn með krabbamein á árunum frá 2018 til 2022 og á sama tímabili létust að meðaltali 325 karlmenn á ári úr krabbameinum. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir að við missum allt of marga úr krabbameinum, fjölgar lifendum stöðugt, þeim sem lifa ýmist læknaðir eða með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Í lok ársins 2022 voru á lífi 7.907 karlar sem höfðu fengið krabbamein. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina. Þar má nefna krabbamein í ristli, brjóstum, vélinda, lungum og sortuæxli. Sumar tegundir krabbameina hafa þó ekki verið tengdar lífsstíl. Við getum hvert og eitt gert ýmislegt til að draga úr hættu á að fá krabbamein eins og að: Reykja hvorki né nota tóbak Hreyfa okkur reglulega Sleppa eða draga úr áfengisneyslu Huga að heilsusamlegu mataræði Stefna að hæfilegri líkamsþyngd Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Fleira þarf að koma til ef árangur á að nást og og afar mikilvægt er að stjórnvöld axli sína ábyrgð og miði sínar ákvarðanir og aðgerðir markvisst að því að sem auðveldast sé fyrir fólk að lifa heilsusamlegum lífsstíl. Það snýr til dæmis að skattlagningu á matvæli, aðgengi að fjölbreyttri hreyfingu og aðgengi að vörum sem auka líkur á krabbameinum. Af hverju sérstök áhersla á hreyfingu – hreyfa karlar sig ekki nóg? Ástæðan er einföld. Hreyfing er líklega ein aðgengilegasta forvörnin og hún þarf ekki að vera mikil. Rannsóknir sýna að með reglulegri hreyfingu drögum við úr líkum á krabbameini í ristli og endaþarmi en hreyfing á líka óbeinan þátt í að draga úr hættu á fjölda annarra krabbameina, sérstaklega með því að hafa áhrif á líkamsþyngd. Markmiðið með Kallaútkallinu er að hvetja karlmenn í landinu til að hreyfa sig meira, bæði til að draga úr krabbameinsáhættu og sér til almennrar heilsubótar. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis hreyfir fjórðungur landsmanna sig rösklega í minna en klukkustund á viku. Þar er auðvelt að bæta úr, það þarf ekki svo mikið til. Heilsusamlegur lífsstíll er því miður ekki trygging gegn krabbameinum. Ef fólk veikist er hins vegar kostur að hafa hreyft sig reglulega og halda því áfram í og eftir meðferð enda sýna rannsóknir að þeim vegnar almennt betur en þeim sem hreyfa sig lítið eða ekkert. Fyrir hverju er verið að safna? Spár benda til að krabbameinstilvikum fjölgi um rúm 50% fram til ársins 2040 og samhliða fjölgi lifendum um allt að 10.000. Fyrir vikið er starf Krabbameinsfélagsins mikilvægara en nokkru sinni. Félagið lætur sig allt varða tengt krabbameinum og beitir sér í forvörnum, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknum og ráðgjöf og stuðningi við sjúklinga. Allt starf félagsins er rekið fyrir sjálfsaflafé. Þar spilar Mottumars stórt hlutverk. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn! Saman náum við enn betri árangri í baráttunni. Með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju As We Grow, skeggsöfnun, þátttöku í viðburðum og með því að hreyfa þig leggur þú þitt af mörkum. Komdu með í Kallaútkall! Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin í ár eru einföld. Með „Kallaútkalli“ hvetur Krabbameinsfélagið karlmenn til að hreyfa sig, því hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum. Öll hreyfing gerir gagn. Krabbamein eru gríðarleg áskorun, fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt. Því miður bendir allt til þess að áskorunin stækki stöðugt á næstu árum. Brýnt er að gera allt sem hægt er til að sporna við því. Í dag er staðan þannig að þriðji hver karlmaður getur vænst þess að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Því viljum við breyta. Samkvæmt upplýsingum úr krabbameinsskrá greindust að meðaltali 937 karlmenn með krabbamein á árunum frá 2018 til 2022 og á sama tímabili létust að meðaltali 325 karlmenn á ári úr krabbameinum. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir að við missum allt of marga úr krabbameinum, fjölgar lifendum stöðugt, þeim sem lifa ýmist læknaðir eða með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Í lok ársins 2022 voru á lífi 7.907 karlar sem höfðu fengið krabbamein. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina. Þar má nefna krabbamein í ristli, brjóstum, vélinda, lungum og sortuæxli. Sumar tegundir krabbameina hafa þó ekki verið tengdar lífsstíl. Við getum hvert og eitt gert ýmislegt til að draga úr hættu á að fá krabbamein eins og að: Reykja hvorki né nota tóbak Hreyfa okkur reglulega Sleppa eða draga úr áfengisneyslu Huga að heilsusamlegu mataræði Stefna að hæfilegri líkamsþyngd Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Fleira þarf að koma til ef árangur á að nást og og afar mikilvægt er að stjórnvöld axli sína ábyrgð og miði sínar ákvarðanir og aðgerðir markvisst að því að sem auðveldast sé fyrir fólk að lifa heilsusamlegum lífsstíl. Það snýr til dæmis að skattlagningu á matvæli, aðgengi að fjölbreyttri hreyfingu og aðgengi að vörum sem auka líkur á krabbameinum. Af hverju sérstök áhersla á hreyfingu – hreyfa karlar sig ekki nóg? Ástæðan er einföld. Hreyfing er líklega ein aðgengilegasta forvörnin og hún þarf ekki að vera mikil. Rannsóknir sýna að með reglulegri hreyfingu drögum við úr líkum á krabbameini í ristli og endaþarmi en hreyfing á líka óbeinan þátt í að draga úr hættu á fjölda annarra krabbameina, sérstaklega með því að hafa áhrif á líkamsþyngd. Markmiðið með Kallaútkallinu er að hvetja karlmenn í landinu til að hreyfa sig meira, bæði til að draga úr krabbameinsáhættu og sér til almennrar heilsubótar. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis hreyfir fjórðungur landsmanna sig rösklega í minna en klukkustund á viku. Þar er auðvelt að bæta úr, það þarf ekki svo mikið til. Heilsusamlegur lífsstíll er því miður ekki trygging gegn krabbameinum. Ef fólk veikist er hins vegar kostur að hafa hreyft sig reglulega og halda því áfram í og eftir meðferð enda sýna rannsóknir að þeim vegnar almennt betur en þeim sem hreyfa sig lítið eða ekkert. Fyrir hverju er verið að safna? Spár benda til að krabbameinstilvikum fjölgi um rúm 50% fram til ársins 2040 og samhliða fjölgi lifendum um allt að 10.000. Fyrir vikið er starf Krabbameinsfélagsins mikilvægara en nokkru sinni. Félagið lætur sig allt varða tengt krabbameinum og beitir sér í forvörnum, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknum og ráðgjöf og stuðningi við sjúklinga. Allt starf félagsins er rekið fyrir sjálfsaflafé. Þar spilar Mottumars stórt hlutverk. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn! Saman náum við enn betri árangri í baráttunni. Með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju As We Grow, skeggsöfnun, þátttöku í viðburðum og með því að hreyfa þig leggur þú þitt af mörkum. Komdu með í Kallaútkall! Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun