Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með vefmyndavélum Vísis frá svæðinu. Allir hafa skjálftarnir mælst við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. Sama svæði og líklegast hefur verið talið að eldgos komi upp á.
Bein útsending frá Reykjanesskaga
Kvikuhlaup er hafið skammt frá Sýlingarfelli, rúmum einum kílómetra austan við fellið. Öflug og skyndileg skjálftavirkni er hafin við Stóra-Skógfell og við Sýlingarfell á Reykjanesi. Í fyrri eldgosum á Reykjanesi hafa slíkar hrinur verið undanfari eldgoss. Svæðið í kringum Grindavík hefur verið rýmt.
Tengdar fréttir
Kvikuhlaup hafið skammt frá Sýlingarfelli
Kvikuhlaup er hafið skammt frá Sýlingarfelli, rúmum einum kílómetra austan við fellið. Öflug og skyndileg skjálftavirkni er hafin við Stóra-Skógfell og við Sýlingarfell á Reykjanesi. Í fyrri eldgosum á Reykjanesi hafa slíkar hrinur verið undanfari eldgoss. Svæðið í kringum Grindavík hefur verið rýmt.