Dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos en ekkert hægt að útiloka Magnús Jochum Pálsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. mars 2024 18:44 Magnús Tumi segir margar mögulegar sviðsmyndir í boði en ekkert sé hægt að útiloka. Stöð 2 Jarðeðlisfræðingur sem flaug yfir svæðið þar sem kvikuhlaupið fór af stað segir enga virkni sjáanlega úr lofti. Hins vegar séu dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos þegar kvika fer af stað. Hegðunin sé svipuð og í fyrri eldgosum en það sé ekkert hægt að útiloka. Fréttastofa ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, um sexleytið en hann var þá nýkominn úr útsýnisflugi í þyrlu yfir svæðið þar sem skjálftavirknin hefur verið og kvikuhlaupið fór af stað um 16 í dag. Hvað sáuði þið? „Við vorum að fljúga yfir nýja hraunið og gígana og skoða hvað væri að sjá. Það fór kvikuhlaup af stað núna klukkan fjögur. Það getur leitt til eldgoss. Við fórum af stað núna og það gaus ekki meðan við vorum á svæðinu. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Magnús Tumi. Það er í rauninni ekkert til að sjá núna? „Það er engin virkni sem sést núna. Það er ekki komið neitt gos og ekki víst að það verði gos. En þetta eru dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos, þegar kvikan fer af stað. En það er ekki alveg alltaf þannig að það endar með eldgosi. Við verðum að bíða og sjá,“ sagði hann. Kvikan leiti til hliðanna Hegðunin sé svipuð og í fyrri gosum en það sé erfitt að segja á hvaða leið hraunið sé. Kvikan leiti til hliðanna. Þetta er eins og hefur verið fyrir síðustu eldgos á þessu svæði? „Þetta er mjög í þeim stíl. En þegar maður er uppi í þyrlu er maður kannski ekki með augun á skjánum að skoða öll gögn og hvernig það hefur hegðað sér síðasta klukkutímann varðandi aðlögun og annað get ég ekki alveg sagt. Við verðum að sjá hverju fram vindur. Hvort þetta endar í eldgosi eða stoppar áður. Það er ekki útilokað,“ sagði Magnús Tumi. Skjálftahrinan virðist vera að leita til suðurs, heldurðu að kvikuinnskotið sé að fara nær Grindavík? „Það er erfitt að segja hvort það er á þeirri leið. Það voru einhverjiir skjálftar þar. Það er sennilega eins og kvikan sé að leita sér leiða til hliðanna. Það er ekki hægt að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við verðum að sjá hverju fram vindur þangað til þessi atburður er búinn. Hvort hann endar með eldgosi og hvar það er,“ sagði Magnús Tumi. „Það gæti verið beint við Sýlingarfellið þar sem hraunstraumið er, það gæti verið lengra til norðurs og það gæti líka verið lengra til suðurs, meira í átt að Grindavík. Þetta eru möguleikarnir og á þessari stundu er ekkert hægt að segja um hvort það endar með gosi og hvert það leitar. Þessi lengri tími bendir til þess að kvikan sé að leita fyrir sér til hliðanna,“ sagði hann að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, um sexleytið en hann var þá nýkominn úr útsýnisflugi í þyrlu yfir svæðið þar sem skjálftavirknin hefur verið og kvikuhlaupið fór af stað um 16 í dag. Hvað sáuði þið? „Við vorum að fljúga yfir nýja hraunið og gígana og skoða hvað væri að sjá. Það fór kvikuhlaup af stað núna klukkan fjögur. Það getur leitt til eldgoss. Við fórum af stað núna og það gaus ekki meðan við vorum á svæðinu. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Magnús Tumi. Það er í rauninni ekkert til að sjá núna? „Það er engin virkni sem sést núna. Það er ekki komið neitt gos og ekki víst að það verði gos. En þetta eru dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos, þegar kvikan fer af stað. En það er ekki alveg alltaf þannig að það endar með eldgosi. Við verðum að bíða og sjá,“ sagði hann. Kvikan leiti til hliðanna Hegðunin sé svipuð og í fyrri gosum en það sé erfitt að segja á hvaða leið hraunið sé. Kvikan leiti til hliðanna. Þetta er eins og hefur verið fyrir síðustu eldgos á þessu svæði? „Þetta er mjög í þeim stíl. En þegar maður er uppi í þyrlu er maður kannski ekki með augun á skjánum að skoða öll gögn og hvernig það hefur hegðað sér síðasta klukkutímann varðandi aðlögun og annað get ég ekki alveg sagt. Við verðum að sjá hverju fram vindur. Hvort þetta endar í eldgosi eða stoppar áður. Það er ekki útilokað,“ sagði Magnús Tumi. Skjálftahrinan virðist vera að leita til suðurs, heldurðu að kvikuinnskotið sé að fara nær Grindavík? „Það er erfitt að segja hvort það er á þeirri leið. Það voru einhverjiir skjálftar þar. Það er sennilega eins og kvikan sé að leita sér leiða til hliðanna. Það er ekki hægt að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við verðum að sjá hverju fram vindur þangað til þessi atburður er búinn. Hvort hann endar með eldgosi og hvar það er,“ sagði Magnús Tumi. „Það gæti verið beint við Sýlingarfellið þar sem hraunstraumið er, það gæti verið lengra til norðurs og það gæti líka verið lengra til suðurs, meira í átt að Grindavík. Þetta eru möguleikarnir og á þessari stundu er ekkert hægt að segja um hvort það endar með gosi og hvert það leitar. Þessi lengri tími bendir til þess að kvikan sé að leita fyrir sér til hliðanna,“ sagði hann að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira