Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. mars 2024 10:37 Skjálftasvæðið í gær. Vísir/Vilhelm Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Skjálftavirkni við Sýlingarfell vegna kvikuhlaups sem hófst seinni partinn í gær hjaðnaði jafnt og þétt eftir klukkan sex og var að mestu lokið eftir klukkan átta, samkvæmt nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar segir að gögn bendi til þess að kvikuhlaupið í gær hafi stöðvast við Hagafell. Líkur á því að kvika komi upp í tengslum við þetta kvikuhlaup hafi minnkað, en áfram verði náið fylgst með svæðinu hvað þann möguleika varðar. Fram kemur að líkanreikningar sýni að magn kviku sem hljóp frá Svartsengi í gær hafi verið óverulegt miðað við fyrri kvikuhlaup sem enduðu með eldgosi. Því sé hægt að líta svo á að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Þá þurfi að reikna með að annað kvikuhlaup geti átt sér stað næstu daga og áfram eru auknar líkur á eldgosi líkt og fyrir atburðarrás gærdagsins. Annað kvikuhlaup líklegt næstu daga Hversu langt er í næsta kvikuhlaup velti á því hversu hratt þrýstingur vegna kvikusöfnunar undir Svartsengi byggist upp til að setja það af stað. Merki um nýtt kvikuhlaup væru líkt og áður áköf smáskjálftahrina á svæðinu. Veðurstofan vinnur nú að nýju hættumati sem verður uppfært á næstu klukkustundum. Loks segir að líkleg atburðarrás næstu daga sé að kvikumagn undir Svartsengi haldi áfram að aukast sem gæti endað með nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Eldgos geti, eins og áður, hafist með mjög stuttum fyrirvara. Jafnvel innan þrjátíu mínútna frá fyrstu ummerkjum. Líklegast sé að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Skjálftavirkni við Sýlingarfell vegna kvikuhlaups sem hófst seinni partinn í gær hjaðnaði jafnt og þétt eftir klukkan sex og var að mestu lokið eftir klukkan átta, samkvæmt nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar segir að gögn bendi til þess að kvikuhlaupið í gær hafi stöðvast við Hagafell. Líkur á því að kvika komi upp í tengslum við þetta kvikuhlaup hafi minnkað, en áfram verði náið fylgst með svæðinu hvað þann möguleika varðar. Fram kemur að líkanreikningar sýni að magn kviku sem hljóp frá Svartsengi í gær hafi verið óverulegt miðað við fyrri kvikuhlaup sem enduðu með eldgosi. Því sé hægt að líta svo á að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Þá þurfi að reikna með að annað kvikuhlaup geti átt sér stað næstu daga og áfram eru auknar líkur á eldgosi líkt og fyrir atburðarrás gærdagsins. Annað kvikuhlaup líklegt næstu daga Hversu langt er í næsta kvikuhlaup velti á því hversu hratt þrýstingur vegna kvikusöfnunar undir Svartsengi byggist upp til að setja það af stað. Merki um nýtt kvikuhlaup væru líkt og áður áköf smáskjálftahrina á svæðinu. Veðurstofan vinnur nú að nýju hættumati sem verður uppfært á næstu klukkustundum. Loks segir að líkleg atburðarrás næstu daga sé að kvikumagn undir Svartsengi haldi áfram að aukast sem gæti endað með nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Eldgos geti, eins og áður, hafist með mjög stuttum fyrirvara. Jafnvel innan þrjátíu mínútna frá fyrstu ummerkjum. Líklegast sé að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira