Ríkt traust til lögreglu Eygló Harðardóttir skrifar 4. mars 2024 13:01 Í löggæsluáætlun segir að lögreglan eigi að vera í stakk búin til þess að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Þar segir: „Löggæslan verður ekki rekin af lögreglu einni og sér heldur er hún samstarfsverkefni samfélagsins með því að vinna að sameiginlegum markmiðum. Því skiptir miklu máli að upplifun almennings af þjónustu lögreglu sé jákvæð og að borið sé traust til starfa hennar.“ Kannanir bæði lögreglu og annarra sýna að meirihluti landsmanna hefur jákvætt viðhorf til lögreglu. Um 80% þátttakenda í viðhorfskönnun lögreglu 2023 svöruðu því til að lögregla skili mjög góðu eða frekar góðu starfi í þeirra hverfi eða byggðarlagi. Tæplega 72% svöruðu að þeim finnist lögreglan mjög eða frekar aðgengileg þar sem þau búa og 80% þeirra sem leituðu til lögreglunnar voru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu og aðstoð lögreglu þegar eftir henni var leitað. Samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð Þegar skoðað er hverjir bera minna traust til lögreglu og hennar starfa er það frekar yngra fólk á aldrinum 18 til 25 ára. Þetta sýnir hversu mikilvæg samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð um afbrotavarnir með helstu lykilaðilum og lögreglu er. Með auknu fjármagni til löggæslu er unnið að því að efla forvarnarstarf, fjölga samfélagslögreglumönnum og tryggja samhæfingu forvarna og fræðslu á landsvísu. Með slíkri samvinnu fær lögreglan og þeirra helstu samstarfsaðilar aukinn skilning og innsýn inn í áskoranir hvers umdæmis. Gott dæmi um slíkt eru samráðsvettvangar á borð við Saman gegn ofbeldi, Barnahús, AGO í Eyjum og Öruggara Austurland og Suðurnes. Traust er byggt upp þegar t.d. samfélagslögreglumenn heimsækja skóla yfir veturinn, kíkja á reiðhjólin á vorin eða spila tölvuleiki á netinu með börnum. Við slík tilefni segja þau frá því t.d. hvernig lögreglan starfar, ræða umferðarreglurnar, skaðsemi vímuefna eða hvernig megi verjast netbrotum. Fólk í viðkvæmri stöðu Mikill áhugi er að gera enn betur þegar kemur að fólki sem er jaðarsett eða í sérlega viðkvæmri stöðu. Lögreglan er oft þau sem eru fyrst á vettvang þegar kallað er eftir aðstoð vegna gruns um ofneyslu eða annan sjálfskaða. Árið 2022 ákvað heilbrigðisráðherra að heimila og auka aðgengi að neyðarlyfinu Naloxone í nefúðaformi. Lyfið er notað sem neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóða. Lögreglumenn hringinn í kringum landið lögðu áherslu á að þau hefðu aðgengi að nefúðanum til að hjálpa við slíkar kringumstæður. Því voru sameiginlegar verklagsreglur lögreglunnar um notkun á Naloxone nefúðanum samþykktar í nóvember síðastliðnum. Hefur lögreglan einnig óskað eftir aðkomu að vinnu við mótun á verklagi vegna einstaklinga í sjálfsvígshættu, mögulega með sameiginlegum bakvöktum með heilbrigðiskerfinu. Ætíð er hægt að leita til lögreglu í síma 112 í neyð. Bein númer lögreglunnar má finna á www.logreglan.is Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Eygló Harðardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Í löggæsluáætlun segir að lögreglan eigi að vera í stakk búin til þess að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Þar segir: „Löggæslan verður ekki rekin af lögreglu einni og sér heldur er hún samstarfsverkefni samfélagsins með því að vinna að sameiginlegum markmiðum. Því skiptir miklu máli að upplifun almennings af þjónustu lögreglu sé jákvæð og að borið sé traust til starfa hennar.“ Kannanir bæði lögreglu og annarra sýna að meirihluti landsmanna hefur jákvætt viðhorf til lögreglu. Um 80% þátttakenda í viðhorfskönnun lögreglu 2023 svöruðu því til að lögregla skili mjög góðu eða frekar góðu starfi í þeirra hverfi eða byggðarlagi. Tæplega 72% svöruðu að þeim finnist lögreglan mjög eða frekar aðgengileg þar sem þau búa og 80% þeirra sem leituðu til lögreglunnar voru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu og aðstoð lögreglu þegar eftir henni var leitað. Samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð Þegar skoðað er hverjir bera minna traust til lögreglu og hennar starfa er það frekar yngra fólk á aldrinum 18 til 25 ára. Þetta sýnir hversu mikilvæg samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð um afbrotavarnir með helstu lykilaðilum og lögreglu er. Með auknu fjármagni til löggæslu er unnið að því að efla forvarnarstarf, fjölga samfélagslögreglumönnum og tryggja samhæfingu forvarna og fræðslu á landsvísu. Með slíkri samvinnu fær lögreglan og þeirra helstu samstarfsaðilar aukinn skilning og innsýn inn í áskoranir hvers umdæmis. Gott dæmi um slíkt eru samráðsvettvangar á borð við Saman gegn ofbeldi, Barnahús, AGO í Eyjum og Öruggara Austurland og Suðurnes. Traust er byggt upp þegar t.d. samfélagslögreglumenn heimsækja skóla yfir veturinn, kíkja á reiðhjólin á vorin eða spila tölvuleiki á netinu með börnum. Við slík tilefni segja þau frá því t.d. hvernig lögreglan starfar, ræða umferðarreglurnar, skaðsemi vímuefna eða hvernig megi verjast netbrotum. Fólk í viðkvæmri stöðu Mikill áhugi er að gera enn betur þegar kemur að fólki sem er jaðarsett eða í sérlega viðkvæmri stöðu. Lögreglan er oft þau sem eru fyrst á vettvang þegar kallað er eftir aðstoð vegna gruns um ofneyslu eða annan sjálfskaða. Árið 2022 ákvað heilbrigðisráðherra að heimila og auka aðgengi að neyðarlyfinu Naloxone í nefúðaformi. Lyfið er notað sem neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóða. Lögreglumenn hringinn í kringum landið lögðu áherslu á að þau hefðu aðgengi að nefúðanum til að hjálpa við slíkar kringumstæður. Því voru sameiginlegar verklagsreglur lögreglunnar um notkun á Naloxone nefúðanum samþykktar í nóvember síðastliðnum. Hefur lögreglan einnig óskað eftir aðkomu að vinnu við mótun á verklagi vegna einstaklinga í sjálfsvígshættu, mögulega með sameiginlegum bakvöktum með heilbrigðiskerfinu. Ætíð er hægt að leita til lögreglu í síma 112 í neyð. Bein númer lögreglunnar má finna á www.logreglan.is Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun