Verður hugvitið stærsta útflutningsvaran okkar og jafnframt sú verðmætasta? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 5. mars 2024 12:30 Mögulega. Grunn atvinnugreinar einsog ferðaþjónusta, sjávarútvegur, landbúnaður og orkufrekur iðnaður krefst stöðugra umbóta, aukinnar framleiðni, skorti á starfsfólki, neikvæðum umhverfisáhrifum, aukinnar sjálfbærni og annarra utanaðkomandi áskoranna. Til að leysa þessar áskoranir þarf m.a hugvits drifnar tæknilausnir sem leysa ekki einungis íslensk vandamál heldur eru lausnir sem hægt er að skala og selja á heimsvísu. Íslenskur markaður er þó lykilatriði á tilraunar stigi og til að kanna fýsileika á vörum og þjónustu. Ef það virkar til að leysa okkar vandamál, þá er heimsmarkaðurinn mun nær og aðgengilegri fyrir vikið. Okkar fremstu tæknifyrirtæki hafa þannig orðið til vegna grunn atvinnuvega sem stunda nýsköpun og hafa færi á að fjárfesta og taka þátt í mikilvægri þróun og innleiðingu á nýrri tækni. Ný tækni er ekki tekin úr einhverju tómi eða afþvi að einhver fær frábæra hugmynd að lausn. Hún er byggð á áskorunum og vandamálum sem þarf að leysa og með því leysa úr læðingi nýja krafta, tækifæri og aukna verðmætasköpun fyrir hagkerfið í heild. Eitt er ekki til án annars, þetta er samhengi og virðiskeðja sem hefur marga mismunandi en mikilvæga hlekki. Hvernig auðveldum við fólki til að taka ákvarðanir, drögum úr sóun, gerum störf meira spennandi og skapandi, aukum öryggi? hvernig breytum við kerfisbundnum ferlum sem eru ekki endilega að þjóna tilgangi sínum lengur? Horfum á hugvit og tækni í samhengi við ferðaþjónustu. Íslensk ferðatæknifyrirtæki taka í fyrsta skipti þátt í ITB - Berlín sem er með stærstu og umfangsmestu ferðasýningum í heimi. Það er algjörlega einstakt að ferðatækni (Travel Tech) sé komið á þennan stað og sýnir svo sannarlega hvernig við höfum fangað hugvitið og fjölgað útflutningsstoðum Íslands enn frekar. Eitt helsta markmið Ferðaklasans er að auka samkeppnishæfni og efla verðmætasköpun í ferðaþjónustu og er fjárfesting fyrirtækja í nýrri tækni eitt af lykilatriðum til að uppfylla þau markmið. Íslenski ferðaklasinn hefur stutt við ferðatækni og þróun þessara fyrirtækja síðustu 7 árin með því að veita þeim vettvang, standa fyrir viðburðum, byggja brýr og tengja. Mikilvægasta brúin er á milli ferðaþjónustufyrirtækja og tæknifyrirtækjanna ásamt stuðningi við innleiðingu. Nýjasta brúin er yfir á svið hugvits og tækni hjá Íslandsstofu sem ber ábyrgð á erlendri markaðssetningu og stuðningi í sókn tæknidrifinna fyrirtækja á erlendri grundu. Hlutverk Íslandsstofu er m.a að standa að sýningum um víða veröld og koma útflutningsfyrirtækjum á framfæri. Við erum því mætt til Berlínar þessa vikuna til þess að halda áfram brúarsmíðinni með ferðatækni-fyrirtækjunum en einnig til að styðja við þau fjölmörgu íslensku ferðaþjónustu fyrirtæki sem bera hróður Íslands út um víða veröld og freista ferðaheildsala til að halda Íslandsferðum áfram af fullum krafti 🗺️ Í sendinefnd íslensku tæknifyrirtækjanna má finna Paxflow, Keeps, GoDo, Reserva, Kaptio, TourDesk og Sweeply. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Mögulega. Grunn atvinnugreinar einsog ferðaþjónusta, sjávarútvegur, landbúnaður og orkufrekur iðnaður krefst stöðugra umbóta, aukinnar framleiðni, skorti á starfsfólki, neikvæðum umhverfisáhrifum, aukinnar sjálfbærni og annarra utanaðkomandi áskoranna. Til að leysa þessar áskoranir þarf m.a hugvits drifnar tæknilausnir sem leysa ekki einungis íslensk vandamál heldur eru lausnir sem hægt er að skala og selja á heimsvísu. Íslenskur markaður er þó lykilatriði á tilraunar stigi og til að kanna fýsileika á vörum og þjónustu. Ef það virkar til að leysa okkar vandamál, þá er heimsmarkaðurinn mun nær og aðgengilegri fyrir vikið. Okkar fremstu tæknifyrirtæki hafa þannig orðið til vegna grunn atvinnuvega sem stunda nýsköpun og hafa færi á að fjárfesta og taka þátt í mikilvægri þróun og innleiðingu á nýrri tækni. Ný tækni er ekki tekin úr einhverju tómi eða afþvi að einhver fær frábæra hugmynd að lausn. Hún er byggð á áskorunum og vandamálum sem þarf að leysa og með því leysa úr læðingi nýja krafta, tækifæri og aukna verðmætasköpun fyrir hagkerfið í heild. Eitt er ekki til án annars, þetta er samhengi og virðiskeðja sem hefur marga mismunandi en mikilvæga hlekki. Hvernig auðveldum við fólki til að taka ákvarðanir, drögum úr sóun, gerum störf meira spennandi og skapandi, aukum öryggi? hvernig breytum við kerfisbundnum ferlum sem eru ekki endilega að þjóna tilgangi sínum lengur? Horfum á hugvit og tækni í samhengi við ferðaþjónustu. Íslensk ferðatæknifyrirtæki taka í fyrsta skipti þátt í ITB - Berlín sem er með stærstu og umfangsmestu ferðasýningum í heimi. Það er algjörlega einstakt að ferðatækni (Travel Tech) sé komið á þennan stað og sýnir svo sannarlega hvernig við höfum fangað hugvitið og fjölgað útflutningsstoðum Íslands enn frekar. Eitt helsta markmið Ferðaklasans er að auka samkeppnishæfni og efla verðmætasköpun í ferðaþjónustu og er fjárfesting fyrirtækja í nýrri tækni eitt af lykilatriðum til að uppfylla þau markmið. Íslenski ferðaklasinn hefur stutt við ferðatækni og þróun þessara fyrirtækja síðustu 7 árin með því að veita þeim vettvang, standa fyrir viðburðum, byggja brýr og tengja. Mikilvægasta brúin er á milli ferðaþjónustufyrirtækja og tæknifyrirtækjanna ásamt stuðningi við innleiðingu. Nýjasta brúin er yfir á svið hugvits og tækni hjá Íslandsstofu sem ber ábyrgð á erlendri markaðssetningu og stuðningi í sókn tæknidrifinna fyrirtækja á erlendri grundu. Hlutverk Íslandsstofu er m.a að standa að sýningum um víða veröld og koma útflutningsfyrirtækjum á framfæri. Við erum því mætt til Berlínar þessa vikuna til þess að halda áfram brúarsmíðinni með ferðatækni-fyrirtækjunum en einnig til að styðja við þau fjölmörgu íslensku ferðaþjónustu fyrirtæki sem bera hróður Íslands út um víða veröld og freista ferðaheildsala til að halda Íslandsferðum áfram af fullum krafti 🗺️ Í sendinefnd íslensku tæknifyrirtækjanna má finna Paxflow, Keeps, GoDo, Reserva, Kaptio, TourDesk og Sweeply. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun