Verður hugvitið stærsta útflutningsvaran okkar og jafnframt sú verðmætasta? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 5. mars 2024 12:30 Mögulega. Grunn atvinnugreinar einsog ferðaþjónusta, sjávarútvegur, landbúnaður og orkufrekur iðnaður krefst stöðugra umbóta, aukinnar framleiðni, skorti á starfsfólki, neikvæðum umhverfisáhrifum, aukinnar sjálfbærni og annarra utanaðkomandi áskoranna. Til að leysa þessar áskoranir þarf m.a hugvits drifnar tæknilausnir sem leysa ekki einungis íslensk vandamál heldur eru lausnir sem hægt er að skala og selja á heimsvísu. Íslenskur markaður er þó lykilatriði á tilraunar stigi og til að kanna fýsileika á vörum og þjónustu. Ef það virkar til að leysa okkar vandamál, þá er heimsmarkaðurinn mun nær og aðgengilegri fyrir vikið. Okkar fremstu tæknifyrirtæki hafa þannig orðið til vegna grunn atvinnuvega sem stunda nýsköpun og hafa færi á að fjárfesta og taka þátt í mikilvægri þróun og innleiðingu á nýrri tækni. Ný tækni er ekki tekin úr einhverju tómi eða afþvi að einhver fær frábæra hugmynd að lausn. Hún er byggð á áskorunum og vandamálum sem þarf að leysa og með því leysa úr læðingi nýja krafta, tækifæri og aukna verðmætasköpun fyrir hagkerfið í heild. Eitt er ekki til án annars, þetta er samhengi og virðiskeðja sem hefur marga mismunandi en mikilvæga hlekki. Hvernig auðveldum við fólki til að taka ákvarðanir, drögum úr sóun, gerum störf meira spennandi og skapandi, aukum öryggi? hvernig breytum við kerfisbundnum ferlum sem eru ekki endilega að þjóna tilgangi sínum lengur? Horfum á hugvit og tækni í samhengi við ferðaþjónustu. Íslensk ferðatæknifyrirtæki taka í fyrsta skipti þátt í ITB - Berlín sem er með stærstu og umfangsmestu ferðasýningum í heimi. Það er algjörlega einstakt að ferðatækni (Travel Tech) sé komið á þennan stað og sýnir svo sannarlega hvernig við höfum fangað hugvitið og fjölgað útflutningsstoðum Íslands enn frekar. Eitt helsta markmið Ferðaklasans er að auka samkeppnishæfni og efla verðmætasköpun í ferðaþjónustu og er fjárfesting fyrirtækja í nýrri tækni eitt af lykilatriðum til að uppfylla þau markmið. Íslenski ferðaklasinn hefur stutt við ferðatækni og þróun þessara fyrirtækja síðustu 7 árin með því að veita þeim vettvang, standa fyrir viðburðum, byggja brýr og tengja. Mikilvægasta brúin er á milli ferðaþjónustufyrirtækja og tæknifyrirtækjanna ásamt stuðningi við innleiðingu. Nýjasta brúin er yfir á svið hugvits og tækni hjá Íslandsstofu sem ber ábyrgð á erlendri markaðssetningu og stuðningi í sókn tæknidrifinna fyrirtækja á erlendri grundu. Hlutverk Íslandsstofu er m.a að standa að sýningum um víða veröld og koma útflutningsfyrirtækjum á framfæri. Við erum því mætt til Berlínar þessa vikuna til þess að halda áfram brúarsmíðinni með ferðatækni-fyrirtækjunum en einnig til að styðja við þau fjölmörgu íslensku ferðaþjónustu fyrirtæki sem bera hróður Íslands út um víða veröld og freista ferðaheildsala til að halda Íslandsferðum áfram af fullum krafti 🗺️ Í sendinefnd íslensku tæknifyrirtækjanna má finna Paxflow, Keeps, GoDo, Reserva, Kaptio, TourDesk og Sweeply. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mögulega. Grunn atvinnugreinar einsog ferðaþjónusta, sjávarútvegur, landbúnaður og orkufrekur iðnaður krefst stöðugra umbóta, aukinnar framleiðni, skorti á starfsfólki, neikvæðum umhverfisáhrifum, aukinnar sjálfbærni og annarra utanaðkomandi áskoranna. Til að leysa þessar áskoranir þarf m.a hugvits drifnar tæknilausnir sem leysa ekki einungis íslensk vandamál heldur eru lausnir sem hægt er að skala og selja á heimsvísu. Íslenskur markaður er þó lykilatriði á tilraunar stigi og til að kanna fýsileika á vörum og þjónustu. Ef það virkar til að leysa okkar vandamál, þá er heimsmarkaðurinn mun nær og aðgengilegri fyrir vikið. Okkar fremstu tæknifyrirtæki hafa þannig orðið til vegna grunn atvinnuvega sem stunda nýsköpun og hafa færi á að fjárfesta og taka þátt í mikilvægri þróun og innleiðingu á nýrri tækni. Ný tækni er ekki tekin úr einhverju tómi eða afþvi að einhver fær frábæra hugmynd að lausn. Hún er byggð á áskorunum og vandamálum sem þarf að leysa og með því leysa úr læðingi nýja krafta, tækifæri og aukna verðmætasköpun fyrir hagkerfið í heild. Eitt er ekki til án annars, þetta er samhengi og virðiskeðja sem hefur marga mismunandi en mikilvæga hlekki. Hvernig auðveldum við fólki til að taka ákvarðanir, drögum úr sóun, gerum störf meira spennandi og skapandi, aukum öryggi? hvernig breytum við kerfisbundnum ferlum sem eru ekki endilega að þjóna tilgangi sínum lengur? Horfum á hugvit og tækni í samhengi við ferðaþjónustu. Íslensk ferðatæknifyrirtæki taka í fyrsta skipti þátt í ITB - Berlín sem er með stærstu og umfangsmestu ferðasýningum í heimi. Það er algjörlega einstakt að ferðatækni (Travel Tech) sé komið á þennan stað og sýnir svo sannarlega hvernig við höfum fangað hugvitið og fjölgað útflutningsstoðum Íslands enn frekar. Eitt helsta markmið Ferðaklasans er að auka samkeppnishæfni og efla verðmætasköpun í ferðaþjónustu og er fjárfesting fyrirtækja í nýrri tækni eitt af lykilatriðum til að uppfylla þau markmið. Íslenski ferðaklasinn hefur stutt við ferðatækni og þróun þessara fyrirtækja síðustu 7 árin með því að veita þeim vettvang, standa fyrir viðburðum, byggja brýr og tengja. Mikilvægasta brúin er á milli ferðaþjónustufyrirtækja og tæknifyrirtækjanna ásamt stuðningi við innleiðingu. Nýjasta brúin er yfir á svið hugvits og tækni hjá Íslandsstofu sem ber ábyrgð á erlendri markaðssetningu og stuðningi í sókn tæknidrifinna fyrirtækja á erlendri grundu. Hlutverk Íslandsstofu er m.a að standa að sýningum um víða veröld og koma útflutningsfyrirtækjum á framfæri. Við erum því mætt til Berlínar þessa vikuna til þess að halda áfram brúarsmíðinni með ferðatækni-fyrirtækjunum en einnig til að styðja við þau fjölmörgu íslensku ferðaþjónustu fyrirtæki sem bera hróður Íslands út um víða veröld og freista ferðaheildsala til að halda Íslandsferðum áfram af fullum krafti 🗺️ Í sendinefnd íslensku tæknifyrirtækjanna má finna Paxflow, Keeps, GoDo, Reserva, Kaptio, TourDesk og Sweeply. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun