Hefja uppbyggingu náttúrubaða við upphaf Gullna hringsins Jón Þór Stefánsson skrifar 6. mars 2024 23:10 Gönguleiðin í Reykjadal Hveragerði Hveragerðisbær og Reykjadalsfélagið hafa náð samningi um uppbyggingu á Árhólmasvæðinu í Hveragerði. Samningurinn felur í sér kaup Reykjadalsfélagsins á byggingarrétti og úthlutun lóða. Árhólmasvæðið liggur við rætur Reykjadalsins. Í tilkynningu um samninginn er fullyrt að á svæðið sæki hundruð þúsunda manna á ári hverju. Fyrsti áfangi uppbyggingarinnar mun felast í uppbyggingu náttúrubaða sem hafa fengið nafnið Reykjaböðin. Fram kemur að verkefnið sæe fullfjármagnað og framkvæmdir hafnar. „Árhólmar henta einstaklega vel fyrir baðstarfsemi en mikill jarðhiti er á svæðinu ásamt góðu aðgengi að heitu vatni og hefur verið ánægjulegt að vinna með Veitum að góðum lausnum á því sviði. Náttúrfegurð er mikil á svæðinu og staðsetningin er líka frábær þar sem hún stutt frá Reykjavík og við upphaf Gullna hringsins ásamt góðu aðgengi fyrir gesti og heimafólk,“ segir í tilkynningunni. „Upplifun gesta verður í fyrirrúmi og náttúran í nágrenninu þar sem hverir bubbla og reykur stígur upp úr jörðinni allt um kring. Náttúruleg efni verða í forgrunni við byggingu baðanna og markmið að skapa kósý stemningu fyrir gesti á öllum árstíðum. Baðlónið mun bjóða uppá fjölda nýjunga sem ekki hafa áður sést á Íslandi og verður gaman að kynna frekar þegar fram líða stundir.“ Hugmyndir að uppbyggingu og starfsemi svæðisins.Hveragerði Reykjadalsfélagið er fyrir með starfsemi á Árhólmasvæðinu. Árið 2021 opnaði Reykjadalsskálinn sem þjónustar veitingar, verslun og salerni og sinnir upplýsingagjöf. Á svæðinu er einnig starfrækt afþreyingarstarfsemi, en nýverið opnaði ein lengsta sviflína í Evrópu. Staðsetning Árhólma / Reykjadals og ökuleið frá Gróðurhúsinu í HveragerðiHveragerði Í tilkynningunni segir að um sé að ræða stórt skref í uppbyggingu Hveragerðisbæjar. „Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með uppbyggingu Reykjadalsfélagsins í Hveragerði á undanförnum árum. Við erum ánægð með þennan stóra samning sem verður mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna, atvinnulífið og samfélagið í bænum,“ er haft eftir Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur, formanni bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Sundlaugar Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Árhólmasvæðið liggur við rætur Reykjadalsins. Í tilkynningu um samninginn er fullyrt að á svæðið sæki hundruð þúsunda manna á ári hverju. Fyrsti áfangi uppbyggingarinnar mun felast í uppbyggingu náttúrubaða sem hafa fengið nafnið Reykjaböðin. Fram kemur að verkefnið sæe fullfjármagnað og framkvæmdir hafnar. „Árhólmar henta einstaklega vel fyrir baðstarfsemi en mikill jarðhiti er á svæðinu ásamt góðu aðgengi að heitu vatni og hefur verið ánægjulegt að vinna með Veitum að góðum lausnum á því sviði. Náttúrfegurð er mikil á svæðinu og staðsetningin er líka frábær þar sem hún stutt frá Reykjavík og við upphaf Gullna hringsins ásamt góðu aðgengi fyrir gesti og heimafólk,“ segir í tilkynningunni. „Upplifun gesta verður í fyrirrúmi og náttúran í nágrenninu þar sem hverir bubbla og reykur stígur upp úr jörðinni allt um kring. Náttúruleg efni verða í forgrunni við byggingu baðanna og markmið að skapa kósý stemningu fyrir gesti á öllum árstíðum. Baðlónið mun bjóða uppá fjölda nýjunga sem ekki hafa áður sést á Íslandi og verður gaman að kynna frekar þegar fram líða stundir.“ Hugmyndir að uppbyggingu og starfsemi svæðisins.Hveragerði Reykjadalsfélagið er fyrir með starfsemi á Árhólmasvæðinu. Árið 2021 opnaði Reykjadalsskálinn sem þjónustar veitingar, verslun og salerni og sinnir upplýsingagjöf. Á svæðinu er einnig starfrækt afþreyingarstarfsemi, en nýverið opnaði ein lengsta sviflína í Evrópu. Staðsetning Árhólma / Reykjadals og ökuleið frá Gróðurhúsinu í HveragerðiHveragerði Í tilkynningunni segir að um sé að ræða stórt skref í uppbyggingu Hveragerðisbæjar. „Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með uppbyggingu Reykjadalsfélagsins í Hveragerði á undanförnum árum. Við erum ánægð með þennan stóra samning sem verður mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna, atvinnulífið og samfélagið í bænum,“ er haft eftir Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur, formanni bæjarráðs Hveragerðisbæjar.
Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Sundlaugar Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira