„Hjartað í liðinu“ braut sköflunginn í Höllinni Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 17:59 Bæði Selfyssingar og Stjörnufólk fóru strax að huga að Kötlu Maríu þegar hún meiddist í gær. vísir/Anton Það var strax ljóst að Katla María Magnúsdóttir hefði meiðst alvarlega þegar hún lá eftir óvíg, og augljóslega sárkvalin, í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta í gærkvöld. Katla María hafði átt frábæran leik fyrir Selfoss og skorað fjögur mörk gegn Stjörnunni í gær þegar hún lenti afar illa eftir skottilraun, á tuttugustu mínútu. Selfoss var þá yfir, 9-7. Nú er komið í ljós að Katla María braut sköflunginn en þetta staðfesti Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, í samtali við mbl.is. Í frétt handbolta.is segir að Katla María hafi einnig farið úr vinstri ökklalið. Þar sem Katla María lá óvíg á vellinum virtist enginn lengur hugsa um sætið í bikarúrslitaleiknum, sem í boði var, og þusti bæði Stjörnufólk og Selfyssingar að til að huga að henni. Nokkuð hlé var á leiknum áður en Katla María var borin af velli og klöppuðu allir í Höllinni vel henni til stuðnings þegar hún yfirgaf svæðið. Spilað hverja mínútu og verið hjartað í liðinu Án Kötlu Maríu náði 1. deildarlið Selfoss engu að síður að gefa Stjörnunni háspennuleik sem fór í framlengingu en þar hafði Stjarnan að lokum betur, með minnsta mun, 26-25. Stjarnan mætir Val í úrslitaleiknum á morgun. Eyþór þjálfari sagði í viðtali við Vísi strax eftir leik í gærkvöld að það hefði verið áfall fyrir alla að horfa upp á Kötlu Maríu meiðast svo alvarlega. „Katla María hefur spilað með þessu liði í 18 mánuði og spilað hverja einustu mínútu þar sem hún hefur verið hjartað í liðinu. Að þetta hafi gerst á þessu sviði eru gríðarleg vonbrigði fyrir hana sérstaklega. Ég hef ekki heyrt neitt en ég sá þetta og þetta leit ekki vel út.“ Powerade-bikarinn UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Katla María hafði átt frábæran leik fyrir Selfoss og skorað fjögur mörk gegn Stjörnunni í gær þegar hún lenti afar illa eftir skottilraun, á tuttugustu mínútu. Selfoss var þá yfir, 9-7. Nú er komið í ljós að Katla María braut sköflunginn en þetta staðfesti Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, í samtali við mbl.is. Í frétt handbolta.is segir að Katla María hafi einnig farið úr vinstri ökklalið. Þar sem Katla María lá óvíg á vellinum virtist enginn lengur hugsa um sætið í bikarúrslitaleiknum, sem í boði var, og þusti bæði Stjörnufólk og Selfyssingar að til að huga að henni. Nokkuð hlé var á leiknum áður en Katla María var borin af velli og klöppuðu allir í Höllinni vel henni til stuðnings þegar hún yfirgaf svæðið. Spilað hverja mínútu og verið hjartað í liðinu Án Kötlu Maríu náði 1. deildarlið Selfoss engu að síður að gefa Stjörnunni háspennuleik sem fór í framlengingu en þar hafði Stjarnan að lokum betur, með minnsta mun, 26-25. Stjarnan mætir Val í úrslitaleiknum á morgun. Eyþór þjálfari sagði í viðtali við Vísi strax eftir leik í gærkvöld að það hefði verið áfall fyrir alla að horfa upp á Kötlu Maríu meiðast svo alvarlega. „Katla María hefur spilað með þessu liði í 18 mánuði og spilað hverja einustu mínútu þar sem hún hefur verið hjartað í liðinu. Að þetta hafi gerst á þessu sviði eru gríðarleg vonbrigði fyrir hana sérstaklega. Ég hef ekki heyrt neitt en ég sá þetta og þetta leit ekki vel út.“
Powerade-bikarinn UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni