Hundóánægðir bændur með reglugerð um sjálfbæra nýtingu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2024 14:30 Kristinn Guðnason í Skarði í Landsveit, sem trúir ekki að reglugerðin um sjálfbæra nýtingu lands fari í gegnum stjórnkerfið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur landsins og fjölmargar sveitarstjórnir vítt og breitt um landið eru hundóánægðar með reglugerð úr samráðsgátt stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu í samræmi við markmikið laga um landgræðslu. Nái reglugerðin fram að ganga sé nánast gengið að sauðfjárbúskap dauðum. Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið opið fyrir umsagnir um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu þegar landgræðsla er annars vegar. Nokkrar sveitarstjórnir hafa mótmælt reglugerðinni og þá virðist almenn óánægja hjá bændum með reglugerðina. Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit er til dæmis mjög óánægð. „Það sem er svo skrýtið, þetta virðist vera ein stefna á þessa beitarnýtingu, það er alltaf hert og hert á þeim kröfum og svo bara rétt minnst á hitt. Við vitum alveg sem nýtum Landmannaafrétt að við erum alveg að standa okkur mjög vel og við erum alltaf að græða upp og stýrum beitinni mjög vel,” segir Guðlaug Berglind. Og Guðlaug Berglind segir að það sé ekki íslenska sauðkindinni að kenna sé land skemmt eins og á Landmannaafrétti, það sé mikil umferð fólks á afréttinum, sem sé um að kenna. Það sé varla minnst á það í reglugerðinni. „Þessi reglugerð er náttúrulega bara ótæk og það eru bara mikil að þetta skuli koma svona illa framsett, búið að reka þetta einu sinni til baka, nú kemur þetta, það er beðið um umsagnir en kannski að því að, nú getur ráðherra bara samþykkti þetta ef honum sýnist,” bætir Guðlaug Berglind við. Guðlaug Berglind, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit, sem segir reglugerðina ótæka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Skarði er líka mjög ósáttur við reglugerðardrögin um sjálfbæru landnýtinguna. „Við höfum unnið eftir landbótaáætlunum frá Landgræðslunni og gert yfirleitt betur en þær segja til um og okkur finnst hlutirnir vera bara í góðu lagi hjá okkur. Það hljóta allir að sjá það ef það á að vera viðmið á Íslandi að það megi helst ekki beita land í 30% halla þá hlýtur það bara að vera að segja það að við eigum nánast að hætta að búa á Íslandi,” segir Kristinn. Og þar með sé til dæmis út um sauðfjárbúskap í landinu ef ekki megi beita landið. „Ég trúi ekki að þetta fari í gegn,” bætir Kristinn við. Réttað í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið opið fyrir umsagnir um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu þegar landgræðsla er annars vegar. Nokkrar sveitarstjórnir hafa mótmælt reglugerðinni og þá virðist almenn óánægja hjá bændum með reglugerðina. Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit er til dæmis mjög óánægð. „Það sem er svo skrýtið, þetta virðist vera ein stefna á þessa beitarnýtingu, það er alltaf hert og hert á þeim kröfum og svo bara rétt minnst á hitt. Við vitum alveg sem nýtum Landmannaafrétt að við erum alveg að standa okkur mjög vel og við erum alltaf að græða upp og stýrum beitinni mjög vel,” segir Guðlaug Berglind. Og Guðlaug Berglind segir að það sé ekki íslenska sauðkindinni að kenna sé land skemmt eins og á Landmannaafrétti, það sé mikil umferð fólks á afréttinum, sem sé um að kenna. Það sé varla minnst á það í reglugerðinni. „Þessi reglugerð er náttúrulega bara ótæk og það eru bara mikil að þetta skuli koma svona illa framsett, búið að reka þetta einu sinni til baka, nú kemur þetta, það er beðið um umsagnir en kannski að því að, nú getur ráðherra bara samþykkti þetta ef honum sýnist,” bætir Guðlaug Berglind við. Guðlaug Berglind, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit, sem segir reglugerðina ótæka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Skarði er líka mjög ósáttur við reglugerðardrögin um sjálfbæru landnýtinguna. „Við höfum unnið eftir landbótaáætlunum frá Landgræðslunni og gert yfirleitt betur en þær segja til um og okkur finnst hlutirnir vera bara í góðu lagi hjá okkur. Það hljóta allir að sjá það ef það á að vera viðmið á Íslandi að það megi helst ekki beita land í 30% halla þá hlýtur það bara að vera að segja það að við eigum nánast að hætta að búa á Íslandi,” segir Kristinn. Og þar með sé til dæmis út um sauðfjárbúskap í landinu ef ekki megi beita landið. „Ég trúi ekki að þetta fari í gegn,” bætir Kristinn við. Réttað í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira