Gæti nýr alþjóðaflugvöllur byggst upp á Mýrum í Borgarfirði? Jón Ingi Hákonarson skrifar 11. mars 2024 07:31 Jarðhræringarnar á Suðurnesjum neyða okkur til að hugsa margt upp á nýtt. Eitt af því er staðsetning nýs alþjóðaflugvallar. Nokkrar staðsetningar hafa verið í umræðunni undanfarin ár og ljóst að Hvassahraun er ekki lengur kostur. Hólmsheiði hefur verið nefnd sem og Suðurlandið. Möguleg eldvirkni í Bláfjöllum þrengir nokkuð að þessum kostum. Mig langar því að kasta einni staðsetningu fram sem ekki hefur mikið í umræðunni en það eru Mýrarnar á Vesturlandi. Það er ljóst að byggðarþróunin á SV horninu verður ekki með þeim hætti sem margir sáu fyrir sér ekki alls fyrir löngu. Vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins eru þrengri og eini raunhæfi möguleikinn er að vaxa til norðurs. Vesturlandið mun því vaxa og styrkjast á næstu áratugum. Akranes og Borgarnes munu að öllum líkindum leika stórt hlutverk í þeirri byggðarþróun. Því er ekki úr vegi að skoða þennan möguleika af fullri alvöru að koma alþjóðaflugvelli fyrir á Mýrunum. Mýrarnar hafa marga góða kosti fyrir slíka starfsemi og hafa fróðir menn sagt mér að nokkuð auðvelt væri að koma fyrir a.m.k. tveimur flugbrautum. Eflaust þyrfti að rannsaka hvort Ljósufjöll hefðu áhrif á verkefnið. Það sem mælir með þessari staðsetningu er ekki síst sá möguleiki að koma upp stórskipahöfn í Hvalfirði sem myndi ríma vel við alþjóðaflugvöll þar rétt hjá. Einnig er ljóst að útflutningur á ferskum fiski frá Akranesi, Snæfellsnesi og Vestfjörðum gera staðsetningu flugvallarins mjög áhugaverða. Ég vil því kasta fram Mýrum í Borgarfirði sem mögulegri staðsetningu flugvallar í framtíðinni og skora á yfirvöld að kanna þennan kost til hlítar. Flugstöð Egils Skallagrímssonar hljómar ágætlega. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Fréttir af flugi Borgarbyggð Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Jarðhræringarnar á Suðurnesjum neyða okkur til að hugsa margt upp á nýtt. Eitt af því er staðsetning nýs alþjóðaflugvallar. Nokkrar staðsetningar hafa verið í umræðunni undanfarin ár og ljóst að Hvassahraun er ekki lengur kostur. Hólmsheiði hefur verið nefnd sem og Suðurlandið. Möguleg eldvirkni í Bláfjöllum þrengir nokkuð að þessum kostum. Mig langar því að kasta einni staðsetningu fram sem ekki hefur mikið í umræðunni en það eru Mýrarnar á Vesturlandi. Það er ljóst að byggðarþróunin á SV horninu verður ekki með þeim hætti sem margir sáu fyrir sér ekki alls fyrir löngu. Vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins eru þrengri og eini raunhæfi möguleikinn er að vaxa til norðurs. Vesturlandið mun því vaxa og styrkjast á næstu áratugum. Akranes og Borgarnes munu að öllum líkindum leika stórt hlutverk í þeirri byggðarþróun. Því er ekki úr vegi að skoða þennan möguleika af fullri alvöru að koma alþjóðaflugvelli fyrir á Mýrunum. Mýrarnar hafa marga góða kosti fyrir slíka starfsemi og hafa fróðir menn sagt mér að nokkuð auðvelt væri að koma fyrir a.m.k. tveimur flugbrautum. Eflaust þyrfti að rannsaka hvort Ljósufjöll hefðu áhrif á verkefnið. Það sem mælir með þessari staðsetningu er ekki síst sá möguleiki að koma upp stórskipahöfn í Hvalfirði sem myndi ríma vel við alþjóðaflugvöll þar rétt hjá. Einnig er ljóst að útflutningur á ferskum fiski frá Akranesi, Snæfellsnesi og Vestfjörðum gera staðsetningu flugvallarins mjög áhugaverða. Ég vil því kasta fram Mýrum í Borgarfirði sem mögulegri staðsetningu flugvallar í framtíðinni og skora á yfirvöld að kanna þennan kost til hlítar. Flugstöð Egils Skallagrímssonar hljómar ágætlega. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar