Íslendingar funda með UNRWA Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. mars 2024 15:28 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra mun ekki sitja fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, mun sitja fundinn í hans stað. Vísir/Vilhelm Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sækir í dag fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA, í fjarveru utanríkisráðherra, til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni. Kanada og Svíþjóð hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til UNRWA. Bæði lönd eru meðal sextán landa sem frystu greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar þess að ásakanir um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamas litu dagsins ljós. Síðar kom á daginn að starfsmennirnir hefðu verið reknir áður en rannsókn gat átt sér stað. Á föstudag var tilkynnt að Kanada myndi halda áfram greiðslum eftir nokkuð hlé að því gefnu að rannsókn málsins haldi áfram. Sænska ríkisstjórnin gaf það svo út á laugardag að hún myndi senda samtökunum upphæð sem nemur 200 milljónum sænskra króna eða rúmum tveimur og hálfum milljörðum íslenskra. Ráðherra vongóður og fundað í dag Fréttastofa sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið til að spyrja hvort ákvörðun hefði verið tekin um það hvort Íslandi myndi halda áfram greiðslum sínum eða ekki. Einnig var spurt hvort Ísland hefði verið í samráði við aðrar þjóðir vegna málsins og hvort ráðuneytið hefði verið í samskiptum við UNRWA. „Eins og fram kom í máli utanríkisráðherra á Alþingi í síðustu viku er hann vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNRWA sem á að berast fyrir 1. apríl næstkomandi samkvæmt rammasamningi,“ sagði í svari ráðuneytisins. „Utanríkisráðuneytið hefur undanfarið átt í víðtæku samráði við stjórnvöld líkt þenkjandi ríkja og auk þess aflað nánari upplýsinga hjá stofnunni. Í þessu samhengi mun ráðuneytisstjóri sækja fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA í dag, í fjarveru ráðherra, þar sem við munum fá nýjustu upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni,“ sagði einnig í svarinu. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, ásamt Deng Li, vararáðherra í utanríkisráðuneyti Kína.Stjórnarráðið Utanríkismál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Bæði lönd eru meðal sextán landa sem frystu greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar þess að ásakanir um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamas litu dagsins ljós. Síðar kom á daginn að starfsmennirnir hefðu verið reknir áður en rannsókn gat átt sér stað. Á föstudag var tilkynnt að Kanada myndi halda áfram greiðslum eftir nokkuð hlé að því gefnu að rannsókn málsins haldi áfram. Sænska ríkisstjórnin gaf það svo út á laugardag að hún myndi senda samtökunum upphæð sem nemur 200 milljónum sænskra króna eða rúmum tveimur og hálfum milljörðum íslenskra. Ráðherra vongóður og fundað í dag Fréttastofa sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið til að spyrja hvort ákvörðun hefði verið tekin um það hvort Íslandi myndi halda áfram greiðslum sínum eða ekki. Einnig var spurt hvort Ísland hefði verið í samráði við aðrar þjóðir vegna málsins og hvort ráðuneytið hefði verið í samskiptum við UNRWA. „Eins og fram kom í máli utanríkisráðherra á Alþingi í síðustu viku er hann vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNRWA sem á að berast fyrir 1. apríl næstkomandi samkvæmt rammasamningi,“ sagði í svari ráðuneytisins. „Utanríkisráðuneytið hefur undanfarið átt í víðtæku samráði við stjórnvöld líkt þenkjandi ríkja og auk þess aflað nánari upplýsinga hjá stofnunni. Í þessu samhengi mun ráðuneytisstjóri sækja fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA í dag, í fjarveru ráðherra, þar sem við munum fá nýjustu upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni,“ sagði einnig í svarinu. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, ásamt Deng Li, vararáðherra í utanríkisráðuneyti Kína.Stjórnarráðið
Utanríkismál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent