Heilsugæslan flytur tímabundið eftir brunann Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2024 08:46 Umtalsvert tjón varð á fasteigninni, húsgögnum, tölvubúnaði og lækningatækjum sem þar voru. Vísir/Vilhelm Heilsugæslan Garðabæ mun á næstu dögum flytja tímabundið í húsnæði í Mjóddinni í Reykjavík á meðan húsnæði heilsugæslunnar er þrifið og endurnýjað. Talsvert tjón varð á húsnæðinu af völdum reyks eftir að eldur kom upp á snyrtistofu í næsta húsi fyrir helgi. Er ljóst að einhverjar vikur muni taka þar til að hægt verði hefja starfsemi í húsinu á ný. Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að starfsfólk Heilsugæslunnar Garðabæ hafi fengið tímabundna aðstöðu til að taka á móti skjólstæðingum sem eiga bókaða tíma á nærliggjandi heilsugæslustöðvum í Hafnarfirði og Kópavogi. Haft verði samband við þau sem eiga bókaða tíma og upplýst um hvar verði tekið á móti viðkomandi. „Unnið er að því að koma upp tímabundinni aðstöðu fyrir alla starfsemi Heilsugæslunnar Garðabæ á einum stað á meðan viðgerðir á Garðatorgi standa yfir. Á næstu dögum mun stöðin opna í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Þönglabakka 1 í Mjóddinni. Óvíst er á þessu stigi hversu lengi stöðin á Garðatorgi verður lokuð en umtalsvert tjón varð á fasteigninni, húsgögnum, tölvubúnaði og lækningatækjum sem þar voru. Ljóst er að vinna við þrif og endurnýjun mun taka einhverjar vikur að lágmarki,“ segir í tilkynningunni. Fólki með bráð erindi er bent á að hringja í síma 1700 eða hafa samband í gegnum netspjall Heilsuveru. Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun veita ráðgjöf og koma erindum á nærliggjandi stöðvar. Hægt er að sjá myndir frá vettvangi í fréttinni að neðan. Garðabær Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Sviðnir og sótugir stólar eftir eldsvoðann Óvíst er hvenær húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar í Garðabæ verður opnað á ný eftir að eldur kviknaði í nærliggjandi snyrtistofu við Garðatorg í nótt. Stórtjón varð á snyrtistofunni í eldsvoðanum. 7. mars 2024 22:05 Heilsugæslan Garðabæ lokuð vegna bruna Heilsugæslan í Garðabæ verður lokuð í dag vegna eldsvoða í aðliggjandi húsnæði á Garðatorgi. 7. mars 2024 09:53 Mikið tjón á Garðatorgi eftir eld í nótt Mikið tjón varð á snyrtistofu á Garðatorgi þar sem eldur kom upp um eittleytið í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á vettvang. Reykur barst í nærliggjandi rými, en á Garðatorgi eru meðal annars heilsugæsla og bæjarskrifstofur Garðabæjar. Engin slys urðu á fólki. 7. mars 2024 08:26 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Fleiri fréttir Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Sjá meira
Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að starfsfólk Heilsugæslunnar Garðabæ hafi fengið tímabundna aðstöðu til að taka á móti skjólstæðingum sem eiga bókaða tíma á nærliggjandi heilsugæslustöðvum í Hafnarfirði og Kópavogi. Haft verði samband við þau sem eiga bókaða tíma og upplýst um hvar verði tekið á móti viðkomandi. „Unnið er að því að koma upp tímabundinni aðstöðu fyrir alla starfsemi Heilsugæslunnar Garðabæ á einum stað á meðan viðgerðir á Garðatorgi standa yfir. Á næstu dögum mun stöðin opna í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Þönglabakka 1 í Mjóddinni. Óvíst er á þessu stigi hversu lengi stöðin á Garðatorgi verður lokuð en umtalsvert tjón varð á fasteigninni, húsgögnum, tölvubúnaði og lækningatækjum sem þar voru. Ljóst er að vinna við þrif og endurnýjun mun taka einhverjar vikur að lágmarki,“ segir í tilkynningunni. Fólki með bráð erindi er bent á að hringja í síma 1700 eða hafa samband í gegnum netspjall Heilsuveru. Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun veita ráðgjöf og koma erindum á nærliggjandi stöðvar. Hægt er að sjá myndir frá vettvangi í fréttinni að neðan.
Garðabær Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Sviðnir og sótugir stólar eftir eldsvoðann Óvíst er hvenær húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar í Garðabæ verður opnað á ný eftir að eldur kviknaði í nærliggjandi snyrtistofu við Garðatorg í nótt. Stórtjón varð á snyrtistofunni í eldsvoðanum. 7. mars 2024 22:05 Heilsugæslan Garðabæ lokuð vegna bruna Heilsugæslan í Garðabæ verður lokuð í dag vegna eldsvoða í aðliggjandi húsnæði á Garðatorgi. 7. mars 2024 09:53 Mikið tjón á Garðatorgi eftir eld í nótt Mikið tjón varð á snyrtistofu á Garðatorgi þar sem eldur kom upp um eittleytið í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á vettvang. Reykur barst í nærliggjandi rými, en á Garðatorgi eru meðal annars heilsugæsla og bæjarskrifstofur Garðabæjar. Engin slys urðu á fólki. 7. mars 2024 08:26 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Fleiri fréttir Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Sjá meira
Sviðnir og sótugir stólar eftir eldsvoðann Óvíst er hvenær húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar í Garðabæ verður opnað á ný eftir að eldur kviknaði í nærliggjandi snyrtistofu við Garðatorg í nótt. Stórtjón varð á snyrtistofunni í eldsvoðanum. 7. mars 2024 22:05
Heilsugæslan Garðabæ lokuð vegna bruna Heilsugæslan í Garðabæ verður lokuð í dag vegna eldsvoða í aðliggjandi húsnæði á Garðatorgi. 7. mars 2024 09:53
Mikið tjón á Garðatorgi eftir eld í nótt Mikið tjón varð á snyrtistofu á Garðatorgi þar sem eldur kom upp um eittleytið í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á vettvang. Reykur barst í nærliggjandi rými, en á Garðatorgi eru meðal annars heilsugæsla og bæjarskrifstofur Garðabæjar. Engin slys urðu á fólki. 7. mars 2024 08:26