Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 12. mars 2024 16:17 Fyrirhuguð Ölfusárbrú. Horft að brúarstæðinu úr vestri í átt að Laugardælum. Vegagerðin ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. ÞG verktakar ehf. voru þeir einu af þessum fimm aðilum sem skiluðu inn tilboði. Um er að ræða upphafstilboð. Vegagerðin fer yfir tilboðið og stefnt er að því að fara í samningsviðræður við ÞG verktaka. Að þeim loknum verður gefin upp upphæð endanlegs tilboðs. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að gert sé ráð fyrir að hægt verði að hefja samningsviðræður í byrjun apríl og vonir standa til að lokatilboð geti legið fyrir í júní og undirritun verksamnings í júlí. „Verktaki ber ábyrgð á endanlegri hönnun verksins, brúar, vega og gatnamóta, og hefst vinnan við hönnunina í kjölfar undirritunar verksamnings. Forhönnun liggur fyrir sem þýðir að meginlínur hafa verið dregnar í útliti brúarinnar og legu vega. Undirbúningur á verkstað gæti hafist á þessu ári en áætlað er að brúin verði opnuð fyrir umferð haustið 2027,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Staðlar í vegi Vísir greindi frá því í febrúar að einn hefði dregið sig úr útboðinu og að fleiri væru að íhuga að gera slíkt hið sama. Heimildarmenn fréttastofu sögðu ástæðurnar margþættar en ekki síst að ekki væri stuðst við erlenda staðla á borð við FIDIC. Þetta hefði skapað óöryggi meðal erlendra þátttakenda. Hvorki Vegagerðin né Samtök iðnaðarins vildu tjá sig þegar eftir því var leitað og sögðust ekki myndu gera það fyrr en að niðurstöður útboðsins lægju fyrir. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku en í flestum, ef ekki öllum, tilvikum um að ræða samstarf innlendra og erlendra aðila: Hochtief Infrastructure GmbH, Essen, Þýskalandi IKI Infrastructure Systems Co., Ltd, Tokyo, Japan Ístak hf. - Per Aarsleff A/S - Freyssinet Int., fyrir hönd óstofnaðs félags, Reykjavík Puentes y Calzada Infraestructuras, S.L.U., Spáni ÞG verktakar ehf., Reykjavík Samkvæmt Vegagerðinni verður brúin 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri Laugardælaeyju. Brúargólf verður 19 metra breytt og gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Þá er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. „Verkið snýst um færslu Hringvegar (1) út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Meðal helstu verkþátta eru nýbygging 3,7 km Hringvegar, bygging nýrrar 330 m langrar stagbrúar á Ölfusá og um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum. Gera þarf ný vegamót við Hringveg austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Einnig er gert ráð fyrir lögnum veitufyrirtækja.“ Hringvegurinn mun um styttast um 1,2 kílómetra og umferðarþunginn áætlaður 4-5.000 ökutæki á sólarhring. Ný Ölfusárbrú Árborg Samgöngur Vegagerð Flóahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
ÞG verktakar ehf. voru þeir einu af þessum fimm aðilum sem skiluðu inn tilboði. Um er að ræða upphafstilboð. Vegagerðin fer yfir tilboðið og stefnt er að því að fara í samningsviðræður við ÞG verktaka. Að þeim loknum verður gefin upp upphæð endanlegs tilboðs. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að gert sé ráð fyrir að hægt verði að hefja samningsviðræður í byrjun apríl og vonir standa til að lokatilboð geti legið fyrir í júní og undirritun verksamnings í júlí. „Verktaki ber ábyrgð á endanlegri hönnun verksins, brúar, vega og gatnamóta, og hefst vinnan við hönnunina í kjölfar undirritunar verksamnings. Forhönnun liggur fyrir sem þýðir að meginlínur hafa verið dregnar í útliti brúarinnar og legu vega. Undirbúningur á verkstað gæti hafist á þessu ári en áætlað er að brúin verði opnuð fyrir umferð haustið 2027,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Staðlar í vegi Vísir greindi frá því í febrúar að einn hefði dregið sig úr útboðinu og að fleiri væru að íhuga að gera slíkt hið sama. Heimildarmenn fréttastofu sögðu ástæðurnar margþættar en ekki síst að ekki væri stuðst við erlenda staðla á borð við FIDIC. Þetta hefði skapað óöryggi meðal erlendra þátttakenda. Hvorki Vegagerðin né Samtök iðnaðarins vildu tjá sig þegar eftir því var leitað og sögðust ekki myndu gera það fyrr en að niðurstöður útboðsins lægju fyrir. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku en í flestum, ef ekki öllum, tilvikum um að ræða samstarf innlendra og erlendra aðila: Hochtief Infrastructure GmbH, Essen, Þýskalandi IKI Infrastructure Systems Co., Ltd, Tokyo, Japan Ístak hf. - Per Aarsleff A/S - Freyssinet Int., fyrir hönd óstofnaðs félags, Reykjavík Puentes y Calzada Infraestructuras, S.L.U., Spáni ÞG verktakar ehf., Reykjavík Samkvæmt Vegagerðinni verður brúin 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri Laugardælaeyju. Brúargólf verður 19 metra breytt og gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Þá er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. „Verkið snýst um færslu Hringvegar (1) út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Meðal helstu verkþátta eru nýbygging 3,7 km Hringvegar, bygging nýrrar 330 m langrar stagbrúar á Ölfusá og um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum. Gera þarf ný vegamót við Hringveg austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Einnig er gert ráð fyrir lögnum veitufyrirtækja.“ Hringvegurinn mun um styttast um 1,2 kílómetra og umferðarþunginn áætlaður 4-5.000 ökutæki á sólarhring.
Ný Ölfusárbrú Árborg Samgöngur Vegagerð Flóahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira