Allt að 75 hús ónýt Árni Sæberg skrifar 13. mars 2024 10:43 Talið er að altjón hafi orðið á allt að 75 húsum í Grindavík. Vísir/Vilhelm Náttúruhamfaratryggingu Íslands hefur borist um fimm hundruð tilkynningar um tjón í Grindavík frá því að atburðir hófust þar 10. nóvember síðastliðinn. Við yfirferð innsendra tilkynninga hefur komið í ljós að sendar hafa verið fleiri en ein tilkynning vegna nokkurra mála og eru því mál sem krefjast meðferðar af hálfu NTÍ nokkru færri en innsendar tilkynningar, eða 474. Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar segir að tjónamati sé lokið í 196 málum, úrvinnsla matsmanna hafin í 217 málum en 61 mál bíði tjónaskoðunar. Af þessum 474 málum séu 414 vegna húseigna, 54 vegna lausafjár og innbús og sex vegna veitukerfa. Altjón á allt að 75 húsum Tilkynningar vegna húseigna skiptist þannig að 335 eru vegna íbúðarhúsnæðis og 79 vegna atvinnuhúsnæðis. Endanlegur fjöldi altjónshúsa liggi ekki fyrir en að óbreyttu megi búast við að þau verði á bilinu 70 til 75. Uppgjör vegna altjóns á húseignum sé hafið í 62 málum, þar af séu 34 vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 2,4 milljarðar króna og 28 vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 3,4 milljarðar króna. Tjón undir eigin áhættu í 82 tilvikum Bótafjárhæðir vegna hlutatjóns liggi nú fyrir í 112 málum og unnið sé að kynningu þeirra mála fyrir eigendum. Af þeim sé 102 hlutatjónsmál vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé samtals um 180 milljónir króna, eða að meðaltali um 1,8 milljón í hverju máli. Búið sé að meta tíu hlutatjónsmál vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbætur nemi samtals 46 milljónum króna, eða um 4,6 milljónum að meðaltali í hverju máli. Í 82 málum sé það mat matsmanna að tjón sé lægra en eigin áhætta eða að atburðurinn sé ekki orsök tjóns á eigninni og muni því ekki koma til greiðslu tjónabóta í þeim málum. Eigin áhætta í hverju tjóni er að lágmarki 400 þúsund krónur. Alls hafi borist 54 tilkynningar um tjón á lausafé og innbúi og tjónamati sé lokið í 37 málum. Metin bótafjárhæð í þessum 37 málum sé um 60 milljónir króna. Sex tilkynningar hafi borist vegna tjóns á veitukerfum en umfang þess tjóns liggi ekki fyrir. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar segir að tjónamati sé lokið í 196 málum, úrvinnsla matsmanna hafin í 217 málum en 61 mál bíði tjónaskoðunar. Af þessum 474 málum séu 414 vegna húseigna, 54 vegna lausafjár og innbús og sex vegna veitukerfa. Altjón á allt að 75 húsum Tilkynningar vegna húseigna skiptist þannig að 335 eru vegna íbúðarhúsnæðis og 79 vegna atvinnuhúsnæðis. Endanlegur fjöldi altjónshúsa liggi ekki fyrir en að óbreyttu megi búast við að þau verði á bilinu 70 til 75. Uppgjör vegna altjóns á húseignum sé hafið í 62 málum, þar af séu 34 vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 2,4 milljarðar króna og 28 vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 3,4 milljarðar króna. Tjón undir eigin áhættu í 82 tilvikum Bótafjárhæðir vegna hlutatjóns liggi nú fyrir í 112 málum og unnið sé að kynningu þeirra mála fyrir eigendum. Af þeim sé 102 hlutatjónsmál vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé samtals um 180 milljónir króna, eða að meðaltali um 1,8 milljón í hverju máli. Búið sé að meta tíu hlutatjónsmál vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbætur nemi samtals 46 milljónum króna, eða um 4,6 milljónum að meðaltali í hverju máli. Í 82 málum sé það mat matsmanna að tjón sé lægra en eigin áhætta eða að atburðurinn sé ekki orsök tjóns á eigninni og muni því ekki koma til greiðslu tjónabóta í þeim málum. Eigin áhætta í hverju tjóni er að lágmarki 400 þúsund krónur. Alls hafi borist 54 tilkynningar um tjón á lausafé og innbúi og tjónamati sé lokið í 37 málum. Metin bótafjárhæð í þessum 37 málum sé um 60 milljónir króna. Sex tilkynningar hafi borist vegna tjóns á veitukerfum en umfang þess tjóns liggi ekki fyrir.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02
Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03
Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44