Satt um skatta Sjallana Hildur Sverrisdóttir skrifar 14. mars 2024 08:31 Það er vel skiljanlegt að það þyki ekki góð leið fyrir stjórnarandstöðuflokka til að auka fylgi sitt að viðurkenna fúslega að leiðir Sjálfstæðisflokksins hafi reynst heilladrýgsta leiðin fyrir venjulegt launafólk og samfélagið allt til að bæta kjör og lífsgæði. Það er vafalaust snúið að líta yfir undanfarin 10 ár og þá staðreynd að undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafa lífsgæði batnað, skattar lækkað, ekki síst á launafólk, tekjur ríkisins hækkað og framlag ríkisins til velferðarkerfisins aukist. Eitthvað þarf þó að finna til að hnýta í þótt það haldi ekki alltaf vatni. Undanfarið hafa sumir farið að tína til samhengislitla tölfræði sem á að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið fyrir miklum skattahækkunum síðustu kjörtímabil. Þessa bábilju má svo nota þegar Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir forsjárhyggju- og skattahækkanadrauma þeirra sem vilja komast að stjórnartaumunum. Kristrún Frostadóttir opinberaði í pontu Alþingis í vikunni að það eina sem hún saknaði úr umfangsmiklum kjarapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga síðustu viku væru skattahækkanir. Það er óhætt að segja að þar hafi gríman endanlega fallið af Samfylkingunni og áformum hennar fyrir íslenskt samfélag að gera skattahækkanir að einhverju sérstöku keppikefli. Það er ekki mjög kræsileg framtíðarsýn. Það var þó áhugavert að í þeirri umræðu risu einhverjir upp á afturlappirnar og sögðu að við Sjálfstæðismenn værum að kasta greinum úr glerhúsi; við gætum ekkert sagt því við hefðum hækkað skatta en ekki lækkað. Þetta er hvorki rétt né sanngjörn framsetning. Staðreyndirnar um skattahækkanir og -lækkanir Í þessari umræðu er oft vísað til myndar sem á uppruna sinn hjá Viðskiptaráði og sýnir skattabreytingar í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins frá 2013. Á myndinni er súlurit sem sýnir fjölda skattabreytinga, til hækkunar eða lækkunar, á hverju ári. En það er auðvitað ekki fjöldinn sem þarf að hafa fyrst og fremst í huga þegar skattabreytingar eru rýndar heldur hvað liggur að baki. Talningin byggir á nafnbreytingum en ekki raunbreytingum og þá er ekkert mat lagt á raunveruleg áhrif breytinganna. Til dæmis telur varanleg niðurfelling tolla, af öllu nema matvöru, sem ein einstök skattalækkun. Krónutöluhækkun á olíugjald undir verðlagsþróun (sem er raunlækkun skatta) telur hins vegar sem þrjár skattahækkanir. Það sjá allir sem kynna sér gögnin að slíkt súlurit gefur villandi mynd af raunveruleikanum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir skattalækkunum alla sína ríkisstjórnartíð frá árinu 2013. Þegar hefur verið nefnt afnám tolla (sem eru reyndar 800 talsins) og við það er hægt að bæta afnámi milliþreps í tekjuskatti, nýju lægra þrepi í tekjuskatti, vísitölutengingu persónuafsláttar, lækkun almenna virðisaukaskattsþrepsins, lækkun bankaskatts, krónutöluhækkanir sem ekki fylgja verðlagi, helmings lækkun fjármagnstekjuskatts leigutekna, skattfrjálsri ráðstöfun séreignasparnaðar inn á íbúðalán, frítekjumarki fjármagnstekna, afnámi stimpilgjalda af lánsskjölum, og niðurfellingu almennra vörugjalda. Nýlegasta dæmið er lækkun áfengisgjalda á minni brugghús. Lengi má áfram telja. 310 milljarða skattalækkun á 10 árum Nýlega barst Óla Birni Kárasyni svar við fyrirspurn sinni um skattalækkanir árin 2013-2023 og kom þar í ljós að nettó skattalækkun umfram skattahækkanir á þessum árum, án þess að teknar séu með tímabundnar Covid ráðstafanir, eru tæplega 310 milljarðar. Ef þrjár helstu skattalækkanirnar eru teknar þá borguðu einstaklingar rúmlega 333 milljörðum minna í tekjuskatt en þeir hefðu gert að öðru óbreyttu þessi 10 ár, tryggingagjald og fjársýsluskattur á laun var tæplega 190 milljörðum lægri og tollar og almenn vörugjöld voru rúmlega 150 milljörðum lægri. Það munar um minna fyrir heimilin í landinu og hafa þessar skattalækkanir verið forsenda fyrir þeirri ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug. Á meðan að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einn í ríkisstjórn verður alltaf að miðla málum. Undanfarin tvö kjörtímabil höfum við verið í samstarfi við flokka sem er ekkert launungarmál að vilja frekar hækka skatta heldur en að lækka þá. Þar hefur ekki hjálpað áberandi umræða annarra vinstri flokka um að ef skattar séu ekki hækkaðir sé verið að svelta samfélagið af nauðsynlegu fjármagni til hins ýmsa. Þá gleymast einfaldar staðreyndir. Fólkið og fyrirtækin sem skattarnir eru teknir af eru samfélagið, fé sem skilið er eftir hjá fólki og fyrirtækjum býr auk þess til meiri verðmæti og eykur tekjur ríkisins. Svo er það að oftar en ekki er hægt að fara einfaldlega betur með opinbert fé og gæta aðhalds frekar en að sækja stöðugt meira til almennings. Í stuttu máli stenst það ekki nokkra skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir hækkunum skatta sem sérstöku markmiði. Við þau sem finnst hvergi nærri nóg komið af skattalækkunum get ég sagt að ég skal vera fyrst til að viðurkenna að við hefðum getað gert betur í lækkun skatta og hefðum án nokkurs vafa náð meiri árangri hefðum við haft til þess þingstyrk. En ég bæti þó við að útávið sjást ekki allar þær skattahækkanatillögur sem Sjálfstæðisflokkurinn ýtir reglulega út af borðunum. En það er auðvitað ekki nóg að spyrna við skattahækkunum við viljum líka lækka þá. Það hefur ekki breyst. Vonandi fær Sjálfstæðisflokkurinn sterkara umboð til þess að halda því áfram í framtíðinni eins og hann hefur lofað og staðið við undanfarinn áratug. Verkefninu er langt í frá lokið. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Það er vel skiljanlegt að það þyki ekki góð leið fyrir stjórnarandstöðuflokka til að auka fylgi sitt að viðurkenna fúslega að leiðir Sjálfstæðisflokksins hafi reynst heilladrýgsta leiðin fyrir venjulegt launafólk og samfélagið allt til að bæta kjör og lífsgæði. Það er vafalaust snúið að líta yfir undanfarin 10 ár og þá staðreynd að undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafa lífsgæði batnað, skattar lækkað, ekki síst á launafólk, tekjur ríkisins hækkað og framlag ríkisins til velferðarkerfisins aukist. Eitthvað þarf þó að finna til að hnýta í þótt það haldi ekki alltaf vatni. Undanfarið hafa sumir farið að tína til samhengislitla tölfræði sem á að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið fyrir miklum skattahækkunum síðustu kjörtímabil. Þessa bábilju má svo nota þegar Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir forsjárhyggju- og skattahækkanadrauma þeirra sem vilja komast að stjórnartaumunum. Kristrún Frostadóttir opinberaði í pontu Alþingis í vikunni að það eina sem hún saknaði úr umfangsmiklum kjarapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga síðustu viku væru skattahækkanir. Það er óhætt að segja að þar hafi gríman endanlega fallið af Samfylkingunni og áformum hennar fyrir íslenskt samfélag að gera skattahækkanir að einhverju sérstöku keppikefli. Það er ekki mjög kræsileg framtíðarsýn. Það var þó áhugavert að í þeirri umræðu risu einhverjir upp á afturlappirnar og sögðu að við Sjálfstæðismenn værum að kasta greinum úr glerhúsi; við gætum ekkert sagt því við hefðum hækkað skatta en ekki lækkað. Þetta er hvorki rétt né sanngjörn framsetning. Staðreyndirnar um skattahækkanir og -lækkanir Í þessari umræðu er oft vísað til myndar sem á uppruna sinn hjá Viðskiptaráði og sýnir skattabreytingar í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins frá 2013. Á myndinni er súlurit sem sýnir fjölda skattabreytinga, til hækkunar eða lækkunar, á hverju ári. En það er auðvitað ekki fjöldinn sem þarf að hafa fyrst og fremst í huga þegar skattabreytingar eru rýndar heldur hvað liggur að baki. Talningin byggir á nafnbreytingum en ekki raunbreytingum og þá er ekkert mat lagt á raunveruleg áhrif breytinganna. Til dæmis telur varanleg niðurfelling tolla, af öllu nema matvöru, sem ein einstök skattalækkun. Krónutöluhækkun á olíugjald undir verðlagsþróun (sem er raunlækkun skatta) telur hins vegar sem þrjár skattahækkanir. Það sjá allir sem kynna sér gögnin að slíkt súlurit gefur villandi mynd af raunveruleikanum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir skattalækkunum alla sína ríkisstjórnartíð frá árinu 2013. Þegar hefur verið nefnt afnám tolla (sem eru reyndar 800 talsins) og við það er hægt að bæta afnámi milliþreps í tekjuskatti, nýju lægra þrepi í tekjuskatti, vísitölutengingu persónuafsláttar, lækkun almenna virðisaukaskattsþrepsins, lækkun bankaskatts, krónutöluhækkanir sem ekki fylgja verðlagi, helmings lækkun fjármagnstekjuskatts leigutekna, skattfrjálsri ráðstöfun séreignasparnaðar inn á íbúðalán, frítekjumarki fjármagnstekna, afnámi stimpilgjalda af lánsskjölum, og niðurfellingu almennra vörugjalda. Nýlegasta dæmið er lækkun áfengisgjalda á minni brugghús. Lengi má áfram telja. 310 milljarða skattalækkun á 10 árum Nýlega barst Óla Birni Kárasyni svar við fyrirspurn sinni um skattalækkanir árin 2013-2023 og kom þar í ljós að nettó skattalækkun umfram skattahækkanir á þessum árum, án þess að teknar séu með tímabundnar Covid ráðstafanir, eru tæplega 310 milljarðar. Ef þrjár helstu skattalækkanirnar eru teknar þá borguðu einstaklingar rúmlega 333 milljörðum minna í tekjuskatt en þeir hefðu gert að öðru óbreyttu þessi 10 ár, tryggingagjald og fjársýsluskattur á laun var tæplega 190 milljörðum lægri og tollar og almenn vörugjöld voru rúmlega 150 milljörðum lægri. Það munar um minna fyrir heimilin í landinu og hafa þessar skattalækkanir verið forsenda fyrir þeirri ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug. Á meðan að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einn í ríkisstjórn verður alltaf að miðla málum. Undanfarin tvö kjörtímabil höfum við verið í samstarfi við flokka sem er ekkert launungarmál að vilja frekar hækka skatta heldur en að lækka þá. Þar hefur ekki hjálpað áberandi umræða annarra vinstri flokka um að ef skattar séu ekki hækkaðir sé verið að svelta samfélagið af nauðsynlegu fjármagni til hins ýmsa. Þá gleymast einfaldar staðreyndir. Fólkið og fyrirtækin sem skattarnir eru teknir af eru samfélagið, fé sem skilið er eftir hjá fólki og fyrirtækjum býr auk þess til meiri verðmæti og eykur tekjur ríkisins. Svo er það að oftar en ekki er hægt að fara einfaldlega betur með opinbert fé og gæta aðhalds frekar en að sækja stöðugt meira til almennings. Í stuttu máli stenst það ekki nokkra skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir hækkunum skatta sem sérstöku markmiði. Við þau sem finnst hvergi nærri nóg komið af skattalækkunum get ég sagt að ég skal vera fyrst til að viðurkenna að við hefðum getað gert betur í lækkun skatta og hefðum án nokkurs vafa náð meiri árangri hefðum við haft til þess þingstyrk. En ég bæti þó við að útávið sjást ekki allar þær skattahækkanatillögur sem Sjálfstæðisflokkurinn ýtir reglulega út af borðunum. En það er auðvitað ekki nóg að spyrna við skattahækkunum við viljum líka lækka þá. Það hefur ekki breyst. Vonandi fær Sjálfstæðisflokkurinn sterkara umboð til þess að halda því áfram í framtíðinni eins og hann hefur lofað og staðið við undanfarinn áratug. Verkefninu er langt í frá lokið. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar