Hindrar fríverzlun við Bandaríkin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. mars 2024 09:00 Flest bendir til þess að fríverzlunarsamningur við Bandaríkin sé ekki í kortunum á meðan Ísland er aðili að EES-samningnum. Vandséð er þannig að stjórnvöld í Washington væru reiðubúin til þess að fallast á það að innfluttar bandarískar vörur til Íslands þyrftu að taka mið af regluverki Evrópusambandsins sem oft er mjög ólíkt því sem gerist vestra og gjarnan beinlínis hannað til þess að vernda framleiðslu innan þess. Vert er að hafa í huga að Evrópusambandið er í grunninn tollabandalag en slík bandalög eru í eðli sínu andstaðan við frjáls milliríkjaviðskipti enda markmiðið með þeim að vernda framleiðslu innan þeirra fyrir utanaðkomandi samkeppni. Í seinni tíð, samhliða lækkun tolla á heimsvísu, hafa tæknilegar viðskiptahindranir í formi regluverks tekið við sem helzta leiðin til þess að viðhalda verndarhyggju í milliríkjaviðskiptum. Verulegur hluti regluverks Evrópusambandsins á sviði viðskipta er hannaður sem tæknilegar viðskiptahindranir til þess að vernda framleiðslu í ríkjum þess. Þar er allajafna um að ræða framleiðslu sem tengist á engan hátt íslenzkum hagsmunum. Misheppnaðar fríverzlunarviðræður Bandaríkjanna og sambandsins, sem náðu í raun aldrei flugi, snerust enda fyrst og fremst um slíkar tæknilegar viðskiptahindranir. Þegar Costco rakst á EES-samninginn Fram kemur í greinargerð matvælaráðuneytisins sem fylgdi drögum að reglugerð, sem breyta átti reglum um matvælamerkingar í frjálsræðisátt en náðu ekki fram að ganga vegna EES-samningsins, að regluverk sem tekið hafi verið upp í gegnum hann hafi „skapað viðskiptahindrun við nánustu viðskiptalönd Íslands utan EES og minnkað svigrúm EFTA-EES ríkjanna til að gera viðskiptasamninga við ríki utan EES.“ Til stóð upphaflega að Costco á Íslandi yrði útibú frá starfsemi fyrirtækisins í Kanada. Þegar stjórnendur Costco ráku sig hins vegar á EES-samninginn var ákveðið að í staðinn yrði um að ræða útibú frá Bretland sem þá var enn innan Evrópusambandsins. Fyrir vikið hafa fyrst og fremst evrópskar vörur verið í boði í Costco á Íslandi, ekki sízt brezkar, en mun minna af bandarískum og kanadískum en upphaflega stóð til. Hlutdeild vöruinnflutnings frá Bandaríkjunum í veltu heildsölufyrirtækisins Innnes hefur dregizt verulega saman á liðnum árum. Ástæðan er einkum regluverk Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og mikill kostnaður vegna þess. Ekki sízt við endurmerkingar varnings. Til dæmis hætti Innnes að flytja inn bandarískt kex fyrir nokkrum árum af þeim sökum. Fleiri dæmi mætti hæglega nefna í þessum efnum. Samkeppnishæft eða samkeppnishæfara? Með öðrum orðum er EES-samningurinn, sem greiða átti fyrir viðskiptum við Evrópusambandið, í vaxandi mæli viðskiptahindrun gagnvart öðrum mörkuðum sem eru miklu fremur framtíðarmarkaðir. Ísland er utan tollamúra sambandsins en vegna aðildarinnar að samningnum innan regluverksmúra þess. Regluverkið sem taka þarf upp markar í raun svigrúmið sem íslenzk stjórnvöld hafa til þess að semja um fríverzlun. Við þetta bætist að regluverkið í gegnum EES-samninginn er þess utan gjarnan afar íþyngjandi fyrir íslenzkt atvinnulíf óháð allri gullhúðun. Raunar svo íþyngjandi að sjálf stjórnsýslan hefur kvartað undan því. Gjarnan er sagt að samningurinn þýði að íslenzkt atvinnulíf sé samkeppnishæft á við atvinnulíf annarra ríkja innan EES en nær er að segja að vegna hans sé hérlent atvinnulíf jafn ósamkeppnishæft og það. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara þegar þau semja um viðskipti sín á milli. Ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Þar með talið Evrópusambandið. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum, felur ekki í sér hindranir í viðskiptum við önnur ríki, upptöku íþyngjandi regluverks eða vaxandi framsal valds yfir eigin málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Bandaríkin Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Flest bendir til þess að fríverzlunarsamningur við Bandaríkin sé ekki í kortunum á meðan Ísland er aðili að EES-samningnum. Vandséð er þannig að stjórnvöld í Washington væru reiðubúin til þess að fallast á það að innfluttar bandarískar vörur til Íslands þyrftu að taka mið af regluverki Evrópusambandsins sem oft er mjög ólíkt því sem gerist vestra og gjarnan beinlínis hannað til þess að vernda framleiðslu innan þess. Vert er að hafa í huga að Evrópusambandið er í grunninn tollabandalag en slík bandalög eru í eðli sínu andstaðan við frjáls milliríkjaviðskipti enda markmiðið með þeim að vernda framleiðslu innan þeirra fyrir utanaðkomandi samkeppni. Í seinni tíð, samhliða lækkun tolla á heimsvísu, hafa tæknilegar viðskiptahindranir í formi regluverks tekið við sem helzta leiðin til þess að viðhalda verndarhyggju í milliríkjaviðskiptum. Verulegur hluti regluverks Evrópusambandsins á sviði viðskipta er hannaður sem tæknilegar viðskiptahindranir til þess að vernda framleiðslu í ríkjum þess. Þar er allajafna um að ræða framleiðslu sem tengist á engan hátt íslenzkum hagsmunum. Misheppnaðar fríverzlunarviðræður Bandaríkjanna og sambandsins, sem náðu í raun aldrei flugi, snerust enda fyrst og fremst um slíkar tæknilegar viðskiptahindranir. Þegar Costco rakst á EES-samninginn Fram kemur í greinargerð matvælaráðuneytisins sem fylgdi drögum að reglugerð, sem breyta átti reglum um matvælamerkingar í frjálsræðisátt en náðu ekki fram að ganga vegna EES-samningsins, að regluverk sem tekið hafi verið upp í gegnum hann hafi „skapað viðskiptahindrun við nánustu viðskiptalönd Íslands utan EES og minnkað svigrúm EFTA-EES ríkjanna til að gera viðskiptasamninga við ríki utan EES.“ Til stóð upphaflega að Costco á Íslandi yrði útibú frá starfsemi fyrirtækisins í Kanada. Þegar stjórnendur Costco ráku sig hins vegar á EES-samninginn var ákveðið að í staðinn yrði um að ræða útibú frá Bretland sem þá var enn innan Evrópusambandsins. Fyrir vikið hafa fyrst og fremst evrópskar vörur verið í boði í Costco á Íslandi, ekki sízt brezkar, en mun minna af bandarískum og kanadískum en upphaflega stóð til. Hlutdeild vöruinnflutnings frá Bandaríkjunum í veltu heildsölufyrirtækisins Innnes hefur dregizt verulega saman á liðnum árum. Ástæðan er einkum regluverk Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og mikill kostnaður vegna þess. Ekki sízt við endurmerkingar varnings. Til dæmis hætti Innnes að flytja inn bandarískt kex fyrir nokkrum árum af þeim sökum. Fleiri dæmi mætti hæglega nefna í þessum efnum. Samkeppnishæft eða samkeppnishæfara? Með öðrum orðum er EES-samningurinn, sem greiða átti fyrir viðskiptum við Evrópusambandið, í vaxandi mæli viðskiptahindrun gagnvart öðrum mörkuðum sem eru miklu fremur framtíðarmarkaðir. Ísland er utan tollamúra sambandsins en vegna aðildarinnar að samningnum innan regluverksmúra þess. Regluverkið sem taka þarf upp markar í raun svigrúmið sem íslenzk stjórnvöld hafa til þess að semja um fríverzlun. Við þetta bætist að regluverkið í gegnum EES-samninginn er þess utan gjarnan afar íþyngjandi fyrir íslenzkt atvinnulíf óháð allri gullhúðun. Raunar svo íþyngjandi að sjálf stjórnsýslan hefur kvartað undan því. Gjarnan er sagt að samningurinn þýði að íslenzkt atvinnulíf sé samkeppnishæft á við atvinnulíf annarra ríkja innan EES en nær er að segja að vegna hans sé hérlent atvinnulíf jafn ósamkeppnishæft og það. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara þegar þau semja um viðskipti sín á milli. Ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Þar með talið Evrópusambandið. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum, felur ekki í sér hindranir í viðskiptum við önnur ríki, upptöku íþyngjandi regluverks eða vaxandi framsal valds yfir eigin málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun