Segja umbrotum við Grindavík geta lokið innan eins til tveggja mánaða Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2024 13:00 Eldfjallafræðingarnir Þorvaldur Þórðarson og Ármann Höskuldsson. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hópur jarðvísindamanna við Háskóla Íslands, með prófessorana Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson í fararbroddi, segir kvikuinnflæði inn undir Svartsengi hafa helmingast frá því í seinni hluta desember. Þeir segja að haldi þessi þróun áfram með sama hraða gætu umbrotin á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur tekið enda innan eins til tveggja mánaða. Þetta kemur fram í pistli sem birtur var í gær á facebook-síðu hóps innan jarðvísindadeildar Háskóla Íslands sem nefnist Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá. Skráðir ábyrgðarmenn hópsins eru Þorvaldur Þórðarson prófessor, Ármann Höskuldsson rannsóknarprófessor, Ingibjörg Jónsdóttir dósent og William M. Moreland aðjúnkt. „Síðan frá seinni hluta desember 2023 hefur innflæði úr dýpri kvikugeymslunni (10-15 km dýpi) inn í grynnri kvikugeymsluna (4-5 km dýpi undir Svartsengi) helmingast eða frá ~8 rúmmetra á sekúndu niður í ~4 rúmmetra á sekúndu (sjá meðfylgjandi mynd). Fræðin segja okkur að kvika getur ekki lengur viðhaldið risi um sprungu í skorpunni ef flæðið fellur niður fyrir 2-3 rúmmetra á sekúndu,“ segir í pistlinum. Þetta línurit er birt með pistli vísindahópsins við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Það sýnir hvernig dregið hefur úr hraða kvikuinnflæðis undir SvartsengiRannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá Þar er þessi ályktun dregin: „Ef það heldur áfram að draga úr innflæðinu inn í grynnri kvikugeymsluna með þessum hraða, þá fellur flæðið niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu eftir um það bil mánuð (þ.e., ~27 daga) og niður fyrir 2 rúmmetra á sekúndu innan tveggja mánaða (þ.e., ~52 daga). Samkvæmt þessu þá gætu umbrotin á Sundhnúkareininni tekið enda innan eins til tveggja mánaða,“ segir á síðu rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Athyglisvert er að vísindahópurinn við Háskólann metur þróunina með sama hætti og jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur gerðu í sameiginlegri grein á eldfjallabloggi Haraldar í fyrradag. Þeir Haraldur og Grímur komust að þeirri niðurstöðu að hraði kvikuinnrennslis undir Svartsengi hefði nánast helmingast frá fyrsta kvikuinnskotinu í nóvember og birtu spálíkan um að umbrotunum við Grindavík myndi ljúka síðsumars. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands túlka gögnin hins vegar með öðrum hætti. Þeir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir sögðust ekki sjá nein skýr merki um að streymi kviku inn í söfnunarsvæðið hefði minnkað verulega. Því væri of snemmt að fara að spá fyrir um lok þessarar atburðarásar. „Því miður er ennþá talsverð óvissa um hvenær hægt er að segja með fullri vissu að þessum kafla eldsumbrotanna á Reykjanesskaga og við Grindavík sé að ljúka,“ sagði í tilkynningu Veðurstofunnar. Stöð 2 fjallaði um spálíkan Haraldar og Gríms í fyrrakvöld: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Engin merki um að jarðhræringum á Reykjanesi ljúki í bráð Veðurstofa Íslands segir engin skýr merki um að jarðhræringum á Reykjanesi og við Grindavík ljúki á næstunni. Kvikusöfnun heldur áfram undir svartsengi og á meðan eru líkur á öðru kvikuhlaupi og að það leiði til eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. 15. mars 2024 16:39 Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. 15. mars 2024 12:05 Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli sem birtur var í gær á facebook-síðu hóps innan jarðvísindadeildar Háskóla Íslands sem nefnist Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá. Skráðir ábyrgðarmenn hópsins eru Þorvaldur Þórðarson prófessor, Ármann Höskuldsson rannsóknarprófessor, Ingibjörg Jónsdóttir dósent og William M. Moreland aðjúnkt. „Síðan frá seinni hluta desember 2023 hefur innflæði úr dýpri kvikugeymslunni (10-15 km dýpi) inn í grynnri kvikugeymsluna (4-5 km dýpi undir Svartsengi) helmingast eða frá ~8 rúmmetra á sekúndu niður í ~4 rúmmetra á sekúndu (sjá meðfylgjandi mynd). Fræðin segja okkur að kvika getur ekki lengur viðhaldið risi um sprungu í skorpunni ef flæðið fellur niður fyrir 2-3 rúmmetra á sekúndu,“ segir í pistlinum. Þetta línurit er birt með pistli vísindahópsins við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Það sýnir hvernig dregið hefur úr hraða kvikuinnflæðis undir SvartsengiRannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá Þar er þessi ályktun dregin: „Ef það heldur áfram að draga úr innflæðinu inn í grynnri kvikugeymsluna með þessum hraða, þá fellur flæðið niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu eftir um það bil mánuð (þ.e., ~27 daga) og niður fyrir 2 rúmmetra á sekúndu innan tveggja mánaða (þ.e., ~52 daga). Samkvæmt þessu þá gætu umbrotin á Sundhnúkareininni tekið enda innan eins til tveggja mánaða,“ segir á síðu rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Athyglisvert er að vísindahópurinn við Háskólann metur þróunina með sama hætti og jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur gerðu í sameiginlegri grein á eldfjallabloggi Haraldar í fyrradag. Þeir Haraldur og Grímur komust að þeirri niðurstöðu að hraði kvikuinnrennslis undir Svartsengi hefði nánast helmingast frá fyrsta kvikuinnskotinu í nóvember og birtu spálíkan um að umbrotunum við Grindavík myndi ljúka síðsumars. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands túlka gögnin hins vegar með öðrum hætti. Þeir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir sögðust ekki sjá nein skýr merki um að streymi kviku inn í söfnunarsvæðið hefði minnkað verulega. Því væri of snemmt að fara að spá fyrir um lok þessarar atburðarásar. „Því miður er ennþá talsverð óvissa um hvenær hægt er að segja með fullri vissu að þessum kafla eldsumbrotanna á Reykjanesskaga og við Grindavík sé að ljúka,“ sagði í tilkynningu Veðurstofunnar. Stöð 2 fjallaði um spálíkan Haraldar og Gríms í fyrrakvöld:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Engin merki um að jarðhræringum á Reykjanesi ljúki í bráð Veðurstofa Íslands segir engin skýr merki um að jarðhræringum á Reykjanesi og við Grindavík ljúki á næstunni. Kvikusöfnun heldur áfram undir svartsengi og á meðan eru líkur á öðru kvikuhlaupi og að það leiði til eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. 15. mars 2024 16:39 Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. 15. mars 2024 12:05 Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Engin merki um að jarðhræringum á Reykjanesi ljúki í bráð Veðurstofa Íslands segir engin skýr merki um að jarðhræringum á Reykjanesi og við Grindavík ljúki á næstunni. Kvikusöfnun heldur áfram undir svartsengi og á meðan eru líkur á öðru kvikuhlaupi og að það leiði til eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. 15. mars 2024 16:39
Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. 15. mars 2024 12:05
Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24