Hrauntungan 100 metrum frá Njarðvíkuræðinni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. mars 2024 10:29 Víðir Reynisson segist vel fylgst með innviðum á svæðinu, svo sem háspennulögnum, heitu og köldu vatni og ljósleiðurum. Vísir/Vilhelm Sviðsstjóri almannavarna segir enn töluvert hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi. Hætta er á gufusprengingum og gasmengun nái hraunið út í sjó. Vindur og úrkoma verði þó líklega til þess að það dreifist mjög hratt úr því og ekki stafi hætta af, nema þá staðbundin. Hrauntungan norðan við Svartsengi á eftir um það bil 100 metra að Njarðvíkuræðinni. Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segist telja að búið sé að gera það sem hægt sé að gera til að verja lagnir í jörðu og háspennulínu. „Ef hrauntungan sem rennur í átt að Njarðvíkuræðinni hegðar sér eins og hún hefur gert síðustu klukkustundirnar er það jákvætt, hún virðist meira vera að dreifa úr sér frekar en sækja fram. Lögnin er varin og HS orka er tilbúin til að setja kaldara vatn eftir lögnina til að verja sig og þoli það að komi á hana þungi og hiti.“ Víðir segir hrauntunguna fara hægt yfir og einmitt núna sé lítil hreyfing á henni. „En sunnanmegin er farið að skríða fram hraun úr hrauntjörn. Það fer ekki mjög hratt í augnablikinu og við erum að vonast eftir að það verði áfram þannig. Við erum við öllu búin, en það eru 400 til 450 metrar frá fremstu tungunni þaðan og að Suðurstrandaveginum.“ Hætta á gufusprengingum og gasmengun Ef hraunið nær Suðurstrandarvegi segir Víðir þá stöðu upp komna að aðeins sé ein fær leið inn í Grindavík. Auk þess er hætta er á gufusprengingum og hugsanlegri gasmengun ef hraun nær út í sjó. Veðrið hjálpar til við slíkar ástæður, vindur og úrkoma verður til þess að það dreifist mjög hratt úr og ekki stafi hætta af, nema staðbundin. Ekki er hægt að spá fyrir um hvenær hraunið næði út í sjó, ef það gerist. Víðir segir að í gærkvöldi hafi hraun safnast saman í svolítinn tíma við Grindavíkurveg en þegar það fór af stað hafi það farið mjög hratt yfir en hægt svo aftur á sér. „Það er þannig atburðarrás sem við erum að sjá aftur og aftur. Það myndast tjarnir og svo rennur hratt úr þessu. Svo það er ómögulegt að segja en við fylgjumst vel og vonumst að það fari að hægja á gosinu. Það hefur svo sem lítið breyst í morgun, það er töluvert hraunrennsli ennþá, það er augljóst,“ segir Víðir Reynisson sviðstjóri almannavarna. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Hrauntungan norðan við Svartsengi á eftir um það bil 100 metra að Njarðvíkuræðinni. Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segist telja að búið sé að gera það sem hægt sé að gera til að verja lagnir í jörðu og háspennulínu. „Ef hrauntungan sem rennur í átt að Njarðvíkuræðinni hegðar sér eins og hún hefur gert síðustu klukkustundirnar er það jákvætt, hún virðist meira vera að dreifa úr sér frekar en sækja fram. Lögnin er varin og HS orka er tilbúin til að setja kaldara vatn eftir lögnina til að verja sig og þoli það að komi á hana þungi og hiti.“ Víðir segir hrauntunguna fara hægt yfir og einmitt núna sé lítil hreyfing á henni. „En sunnanmegin er farið að skríða fram hraun úr hrauntjörn. Það fer ekki mjög hratt í augnablikinu og við erum að vonast eftir að það verði áfram þannig. Við erum við öllu búin, en það eru 400 til 450 metrar frá fremstu tungunni þaðan og að Suðurstrandaveginum.“ Hætta á gufusprengingum og gasmengun Ef hraunið nær Suðurstrandarvegi segir Víðir þá stöðu upp komna að aðeins sé ein fær leið inn í Grindavík. Auk þess er hætta er á gufusprengingum og hugsanlegri gasmengun ef hraun nær út í sjó. Veðrið hjálpar til við slíkar ástæður, vindur og úrkoma verður til þess að það dreifist mjög hratt úr og ekki stafi hætta af, nema staðbundin. Ekki er hægt að spá fyrir um hvenær hraunið næði út í sjó, ef það gerist. Víðir segir að í gærkvöldi hafi hraun safnast saman í svolítinn tíma við Grindavíkurveg en þegar það fór af stað hafi það farið mjög hratt yfir en hægt svo aftur á sér. „Það er þannig atburðarrás sem við erum að sjá aftur og aftur. Það myndast tjarnir og svo rennur hratt úr þessu. Svo það er ómögulegt að segja en við fylgjumst vel og vonumst að það fari að hægja á gosinu. Það hefur svo sem lítið breyst í morgun, það er töluvert hraunrennsli ennþá, það er augljóst,“ segir Víðir Reynisson sviðstjóri almannavarna.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira