„Nú er allt orðið vel smurt“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2024 13:00 Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. Gosstöðvarnar við Grindavík eru orðnar „vel smurðar“ og útskýrir það að miklu leyti hve lítill fyrirvarinn að eldgosinu í gærkvöldi var. Útlit sé fyrir að eldgosið klárist þegar líður að kvöldi en líklega tekur þá aftur við bið eftir næsta eldgosi. Þetta er meðal þess sem Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. Þar fór Ármann yfir stöðuna í eldgosinu og sagði hann meðal annars að virknin væri nú mest í suðurhluta sprungunnar, en einn smærri gígur væri virkur nyrst í henni. „Það hefur dregið svakalega úr gosinu frá því í byrjun,“ sagði Ármann. Um það hve lítill fyrirvarinn var að gosinu segir sagði Ármann að nú væri eldstöðin orðin „vel smurð“ og fólk þyrfti að hafa varann á. Sprungan væri heit og það valdi því að minni læti fylgja því þegar kvikan fer af stað. „Kosturinn er sá að þetta kemur upp í óbyggðum, þó hraunið streymi niður, þá gefur það fólki viðbragðstíma,“ sagði Ármann. „Sem betur fer var hluti garðanna kominn upp suðurfrá.“ Hann sagði að að svo stöddu væri útlit fyrir litla ógn, aðra þá en að hraunið fari yfir Suðurstrandaveg. Gosinu gæti lokið í kvöld Ármann sagði að miðað við þróunina hingað til sé mikið dregið úr krafti eldgossins og ekki sé ástæða til að ætla annað en að eldgosið gæti klárast með kvöldinu. Þá taki mögulega við bið eftir næsta gosi. „Þá hlöðum við aftur byssuna.“ Ármann segir vísbendingar um að byrjað sé að hægja á kvikuflæðinu undir Svartsengi. Þess vegna hafi vísindamenn sagt mögulegt að þessum tilteknu jarðhræringum gæti lokið með haustinu. Hann sagði þó að það þýddi ekki að ástandinu á Reykjanesi yrði lokið. Þess í stað væri talið að jarðhræringarnar færðu sig til vesturs, mögulega að Eldvörpum. „Þar er miklu meira pláss, það er minna stress þar, það er flatara land. Þar er hætt við að gosin geti staðið lengur en þau eru ekki að byggja á þessum litla kvikugeymi sem er undir Svartsengi, og ef kvikan fer að ná beint upp dýpra af, geta gosin staðið lengur, eins og við vorum að sjá í Fagradalsfjalli.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. 17. mars 2024 12:41 Gýs á þremur stöðum og óvissa um styrk gasmengunar Verulega dró úr skjálftavirkni í nótt og mældist nánast engin skjálftavirkni eftir klukkan 3 til morguns. Þá dró einnig úr gósóróa og virkni á gossprungunni eftir því sem leið á nóttina. Gýs nú á þremur stöðum og er virkasti hluti sprungunnar austan við Sýlingarfell, en minni gosop norðar. 17. mars 2024 12:27 „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 Vaktin: Klórgufur og sprengingar nái hraunið út í sjó Hraun flæðir enn frá eldgosi sem hófst milli Skógfells og Hagafells á níunda tímanum í gærkvöldi. Þó hefur dregið töluvert úr virkni og gosrennsli. 17. mars 2024 06:58 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. Þar fór Ármann yfir stöðuna í eldgosinu og sagði hann meðal annars að virknin væri nú mest í suðurhluta sprungunnar, en einn smærri gígur væri virkur nyrst í henni. „Það hefur dregið svakalega úr gosinu frá því í byrjun,“ sagði Ármann. Um það hve lítill fyrirvarinn var að gosinu segir sagði Ármann að nú væri eldstöðin orðin „vel smurð“ og fólk þyrfti að hafa varann á. Sprungan væri heit og það valdi því að minni læti fylgja því þegar kvikan fer af stað. „Kosturinn er sá að þetta kemur upp í óbyggðum, þó hraunið streymi niður, þá gefur það fólki viðbragðstíma,“ sagði Ármann. „Sem betur fer var hluti garðanna kominn upp suðurfrá.“ Hann sagði að að svo stöddu væri útlit fyrir litla ógn, aðra þá en að hraunið fari yfir Suðurstrandaveg. Gosinu gæti lokið í kvöld Ármann sagði að miðað við þróunina hingað til sé mikið dregið úr krafti eldgossins og ekki sé ástæða til að ætla annað en að eldgosið gæti klárast með kvöldinu. Þá taki mögulega við bið eftir næsta gosi. „Þá hlöðum við aftur byssuna.“ Ármann segir vísbendingar um að byrjað sé að hægja á kvikuflæðinu undir Svartsengi. Þess vegna hafi vísindamenn sagt mögulegt að þessum tilteknu jarðhræringum gæti lokið með haustinu. Hann sagði þó að það þýddi ekki að ástandinu á Reykjanesi yrði lokið. Þess í stað væri talið að jarðhræringarnar færðu sig til vesturs, mögulega að Eldvörpum. „Þar er miklu meira pláss, það er minna stress þar, það er flatara land. Þar er hætt við að gosin geti staðið lengur en þau eru ekki að byggja á þessum litla kvikugeymi sem er undir Svartsengi, og ef kvikan fer að ná beint upp dýpra af, geta gosin staðið lengur, eins og við vorum að sjá í Fagradalsfjalli.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. 17. mars 2024 12:41 Gýs á þremur stöðum og óvissa um styrk gasmengunar Verulega dró úr skjálftavirkni í nótt og mældist nánast engin skjálftavirkni eftir klukkan 3 til morguns. Þá dró einnig úr gósóróa og virkni á gossprungunni eftir því sem leið á nóttina. Gýs nú á þremur stöðum og er virkasti hluti sprungunnar austan við Sýlingarfell, en minni gosop norðar. 17. mars 2024 12:27 „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 Vaktin: Klórgufur og sprengingar nái hraunið út í sjó Hraun flæðir enn frá eldgosi sem hófst milli Skógfells og Hagafells á níunda tímanum í gærkvöldi. Þó hefur dregið töluvert úr virkni og gosrennsli. 17. mars 2024 06:58 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Sjá meira
Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. 17. mars 2024 12:41
Gýs á þremur stöðum og óvissa um styrk gasmengunar Verulega dró úr skjálftavirkni í nótt og mældist nánast engin skjálftavirkni eftir klukkan 3 til morguns. Þá dró einnig úr gósóróa og virkni á gossprungunni eftir því sem leið á nóttina. Gýs nú á þremur stöðum og er virkasti hluti sprungunnar austan við Sýlingarfell, en minni gosop norðar. 17. mars 2024 12:27
„Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02
„Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02
Vaktin: Klórgufur og sprengingar nái hraunið út í sjó Hraun flæðir enn frá eldgosi sem hófst milli Skógfells og Hagafells á níunda tímanum í gærkvöldi. Þó hefur dregið töluvert úr virkni og gosrennsli. 17. mars 2024 06:58