Ræktum jákvæðar tilfinningar Ingrid Kuhlman skrifar 20. mars 2024 07:01 Alþjóðlegi hamingjudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 20. mars árið 2013. Dagurinn er m.a. notaður til að draga fram þá þætti sem stuðla að aukinni hamingju. Jákvæðar tilfinningar spila lykilhlutverk í að stuðla að vellíðan og hamingju. Í bókinni Positivity eftir Barbara L. Fredrickson kemur fram að jákvæðar tilfinningar á borð við gleði, þakklæti og ást skipta sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu, félagslega virkni og almenn lífsgæði. En hvað felst í ofangreindum tilfinningum og hvernig hafa þær áhrif á vellíðan? Gleði er djúpstæð og kraftmikil tilfinning sem stuðlar að ánægju, hamingju og almennri vellíðan. Við getum upplifað gleði við fjölbreyttar aðstæður, t.d. þegar við höldum á nýfæddu barnabarni, náum langþráðu markmiði, verjum tíma með góðum vinum, upplifum nýja hluti eða finnum fyrir djúpstæðri lífsfyllingu. Gleði er björt og létt tilfinning. Hún getur aukið þol okkar undir álagi, eflt ónæmiskerfið og aukið almenna lífsánægju. Þakklæti er að kunna að meta það sem maður hefur, frekar en að vera sífellt að leitast eftir einhverju nýju eða betra. Þakklæti getur beinst að fólkinu í kringum okkur, sjálfum okkur, náttúrunni eða hlutum. Að temja sér þakklæti opnar hjartað og eykur vellíðan. Með því að færa fókusinn frá því sem okkur skortir og yfir í að meta það við höfum ýtum við undir tilfinningu fyrir gnægð og ánægju. Kvikmyndin Pay it forward er frábært dæmi um þakklæti í verki, þar sem aðalpersónan framkvæmir góðverk án þess að búast við neinu í staðinn, sem leiðir til keðjuverkunar af jákvæðum gjörðum. Ást er flókin og margþætt tilfinning sem hefur verið viðfangsefni heimspeki og sálfræði í gegnum aldirnar. Hún er flókin blanda af tilfinningum, hegðun og viðhorfum sem tengjast ástúð, verndun, tryggð, hlýju og virðingu. Ást eða kærleikur getur tekið á sig margvíslegar birtingarmyndir, allt frá rómantískri ást til platónskrar ástar, ástar á fjölskyldumeðlimi, ástar á dýrum og sjálfsástar. Hún getur veitt tilfinningu um öryggi og tilgang og það að tilheyra. Ást breytir efnafræði líkama okkar og hækkar m.a. magn oxýtósíns, stundum nefnt „ástarhormónið“ en það stuðlar að tengslamyndun, trausti og nánd. Áhrif jákvæðra tilfinninga Fredrickson nefnir fleiri jákvæðar tilfinningar í bók sinni, m.a. æðruleysi, áhuga, von, stolt, skemmtun, innblástur og lotningu. Áhrif þessara tilfinninga eru aukin seigla, lengri ævilíkur og bætt líkamleg heilsa. Jákvæðar tilfinningar geta hjálpað til við að takast á við erfiðar aðstæður. Þær stuðla að aukinni hamingju og ánægju með lífið og betri félagslegum tengslum. Jákvæðar tilfinningar auka sköpunargáfu og getu okkar til að taka ákvarðanir og finna lausnir á vandamálum. Þær veita einnig mótvægi við áhrifum neikvæðra tilfinninga. Leiðir til að rækta jákvæðar tilfinningar Meðfylgjandi eru nokkrar leiðir til að hlúa að jákvæðum tilfinningum í daglegu lífi: Iðkaðu þakklæti daglega með því að halda þakklætisdagbók eða íhuga reglulega hluti sem þú ert þakklát(ur) fyrir. Stundaðu núvitund eða hugleiðslu. Verðu gæðatíma með vinum og fjölskyldu og taktu þátt í innihaldsríkum samtölum. Gefðu þér tíma fyrir áhugamál og athafnir sem veita þér ánægju og fylla þig af gleði. Gerðu góðverk og gefðu af þér. Hreyfðu þig reglulega. Ræktaðu bjartsýni og einblíndu á möguleika og lausnir frekar en vandamál. Sýndu hlýju, umhyggju og ást í eigin garð. Byggðu upp stuðningsnet og vertu til staðar fyrir aðra. Verðu tíma utandyra og taktu eftir fegurð náttúrunnar. Fagnaðu tækifærum til að vaxa og læra. Hlustaðu á tónlist eða taktu þátt í listsköpun. Hugleiddu daginn þinn eða lífsreynslu í gegnum dagbók. Tjáðu öðrum tilfinningar þínar um ást og þakklæti. Gleði, þakklæti og ást eru ekki bara góðar tilfinningar; þær hafa áhrif á hegðun okkar og hugsun og eru undirstöðuatriði vellíðanar. Því er mikilvægt að rækta þær. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 20. mars árið 2013. Dagurinn er m.a. notaður til að draga fram þá þætti sem stuðla að aukinni hamingju. Jákvæðar tilfinningar spila lykilhlutverk í að stuðla að vellíðan og hamingju. Í bókinni Positivity eftir Barbara L. Fredrickson kemur fram að jákvæðar tilfinningar á borð við gleði, þakklæti og ást skipta sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu, félagslega virkni og almenn lífsgæði. En hvað felst í ofangreindum tilfinningum og hvernig hafa þær áhrif á vellíðan? Gleði er djúpstæð og kraftmikil tilfinning sem stuðlar að ánægju, hamingju og almennri vellíðan. Við getum upplifað gleði við fjölbreyttar aðstæður, t.d. þegar við höldum á nýfæddu barnabarni, náum langþráðu markmiði, verjum tíma með góðum vinum, upplifum nýja hluti eða finnum fyrir djúpstæðri lífsfyllingu. Gleði er björt og létt tilfinning. Hún getur aukið þol okkar undir álagi, eflt ónæmiskerfið og aukið almenna lífsánægju. Þakklæti er að kunna að meta það sem maður hefur, frekar en að vera sífellt að leitast eftir einhverju nýju eða betra. Þakklæti getur beinst að fólkinu í kringum okkur, sjálfum okkur, náttúrunni eða hlutum. Að temja sér þakklæti opnar hjartað og eykur vellíðan. Með því að færa fókusinn frá því sem okkur skortir og yfir í að meta það við höfum ýtum við undir tilfinningu fyrir gnægð og ánægju. Kvikmyndin Pay it forward er frábært dæmi um þakklæti í verki, þar sem aðalpersónan framkvæmir góðverk án þess að búast við neinu í staðinn, sem leiðir til keðjuverkunar af jákvæðum gjörðum. Ást er flókin og margþætt tilfinning sem hefur verið viðfangsefni heimspeki og sálfræði í gegnum aldirnar. Hún er flókin blanda af tilfinningum, hegðun og viðhorfum sem tengjast ástúð, verndun, tryggð, hlýju og virðingu. Ást eða kærleikur getur tekið á sig margvíslegar birtingarmyndir, allt frá rómantískri ást til platónskrar ástar, ástar á fjölskyldumeðlimi, ástar á dýrum og sjálfsástar. Hún getur veitt tilfinningu um öryggi og tilgang og það að tilheyra. Ást breytir efnafræði líkama okkar og hækkar m.a. magn oxýtósíns, stundum nefnt „ástarhormónið“ en það stuðlar að tengslamyndun, trausti og nánd. Áhrif jákvæðra tilfinninga Fredrickson nefnir fleiri jákvæðar tilfinningar í bók sinni, m.a. æðruleysi, áhuga, von, stolt, skemmtun, innblástur og lotningu. Áhrif þessara tilfinninga eru aukin seigla, lengri ævilíkur og bætt líkamleg heilsa. Jákvæðar tilfinningar geta hjálpað til við að takast á við erfiðar aðstæður. Þær stuðla að aukinni hamingju og ánægju með lífið og betri félagslegum tengslum. Jákvæðar tilfinningar auka sköpunargáfu og getu okkar til að taka ákvarðanir og finna lausnir á vandamálum. Þær veita einnig mótvægi við áhrifum neikvæðra tilfinninga. Leiðir til að rækta jákvæðar tilfinningar Meðfylgjandi eru nokkrar leiðir til að hlúa að jákvæðum tilfinningum í daglegu lífi: Iðkaðu þakklæti daglega með því að halda þakklætisdagbók eða íhuga reglulega hluti sem þú ert þakklát(ur) fyrir. Stundaðu núvitund eða hugleiðslu. Verðu gæðatíma með vinum og fjölskyldu og taktu þátt í innihaldsríkum samtölum. Gefðu þér tíma fyrir áhugamál og athafnir sem veita þér ánægju og fylla þig af gleði. Gerðu góðverk og gefðu af þér. Hreyfðu þig reglulega. Ræktaðu bjartsýni og einblíndu á möguleika og lausnir frekar en vandamál. Sýndu hlýju, umhyggju og ást í eigin garð. Byggðu upp stuðningsnet og vertu til staðar fyrir aðra. Verðu tíma utandyra og taktu eftir fegurð náttúrunnar. Fagnaðu tækifærum til að vaxa og læra. Hlustaðu á tónlist eða taktu þátt í listsköpun. Hugleiddu daginn þinn eða lífsreynslu í gegnum dagbók. Tjáðu öðrum tilfinningar þínar um ást og þakklæti. Gleði, þakklæti og ást eru ekki bara góðar tilfinningar; þær hafa áhrif á hegðun okkar og hugsun og eru undirstöðuatriði vellíðanar. Því er mikilvægt að rækta þær. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar