Vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin á ný Lovísa Arnardóttir skrifar 18. mars 2024 08:51 Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, segir að sérfræðingar fylgist vel með stöðunni í dag og næstu daga. Enn gjósi en að því gæti lokið á næstu dögum. Vísir/Einar Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofunni, segir það ekki koma á óvart ef eldgosinu, sem hófst á laugardag, lýkur á næstu sólarhringum. „Ég held þetta sé dagaspursmál,“ segir Kristín og að starfsmenn Veðurstofu haldi áfram að fylgjast með gögnunum. Það séu vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin aftur við Svartsengi en að þau eigi eftir að fylgjast betur með næstu daga til að staðfesta það. „Staðan er bara frekar svipuð má segja og í gærkvöldi. Gosið heldur áfram. Það hefur aðeins dregið úr því og virknin að mestu bundin við eitt svæði,“ sagði Kristín í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að sunnan til séu að myndast gígar og þar sé mesta virknin. Hraunið renni þaðan í suðurátt, en mjög hægt. Kristín segir enn um 100 metra í að hraunið nái Suðurstrandarveginum. „Það er smá kraftur í þessu ennþá,“ segir Kristín en að það hafi dregið mikið úr og að gosið sé í raun að haga sér eins og fyrri gos síðustu mánuði. Það sem sé nýtt í þessu gosi sé að hraun rennur bæði til suðurs og vesturs og að það sé vegna þess að hraunið kemur upp aðeins sunnar en áður. „Þessi kvikugangur er á óheppilegu svæði. Það er stutt til Grindavíkur og þessi nálægð við Svartsengi. Það er alltaf mikið í húfi,“ segir Kristín. Það sé magnað og öflugt að sjá hvernig varnargarðarnir beini hrauninu frá og hvernig þeir hafi virkað. Hún segir gasmengun við gígana og af hraunbreiðunni og að fólk þurfi að fylgjast með því. Það eigi samt að draga úr því eftir því sem að það dregur úr gosinu. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristínu hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Grindavík Tengdar fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Jarðskjálfti upp á 4,4 stig reið yfir í öskjunni í Bárðabungu þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í eitt í nótt. 18. mars 2024 07:32 Gígveggurinn hækkað en annars fátt að frétta af gosinu Gangur í eldgosinu sem nú stendur yfir á Reykjanesi virðist vera með svipuðu móti og í gærkvöldi en leiðindaveður og lélegt skyggni koma í veg fyrir að hægt sé að leggja almennilegt mat á þróun mála. 18. mars 2024 06:27 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Ég held þetta sé dagaspursmál,“ segir Kristín og að starfsmenn Veðurstofu haldi áfram að fylgjast með gögnunum. Það séu vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin aftur við Svartsengi en að þau eigi eftir að fylgjast betur með næstu daga til að staðfesta það. „Staðan er bara frekar svipuð má segja og í gærkvöldi. Gosið heldur áfram. Það hefur aðeins dregið úr því og virknin að mestu bundin við eitt svæði,“ sagði Kristín í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að sunnan til séu að myndast gígar og þar sé mesta virknin. Hraunið renni þaðan í suðurátt, en mjög hægt. Kristín segir enn um 100 metra í að hraunið nái Suðurstrandarveginum. „Það er smá kraftur í þessu ennþá,“ segir Kristín en að það hafi dregið mikið úr og að gosið sé í raun að haga sér eins og fyrri gos síðustu mánuði. Það sem sé nýtt í þessu gosi sé að hraun rennur bæði til suðurs og vesturs og að það sé vegna þess að hraunið kemur upp aðeins sunnar en áður. „Þessi kvikugangur er á óheppilegu svæði. Það er stutt til Grindavíkur og þessi nálægð við Svartsengi. Það er alltaf mikið í húfi,“ segir Kristín. Það sé magnað og öflugt að sjá hvernig varnargarðarnir beini hrauninu frá og hvernig þeir hafi virkað. Hún segir gasmengun við gígana og af hraunbreiðunni og að fólk þurfi að fylgjast með því. Það eigi samt að draga úr því eftir því sem að það dregur úr gosinu. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristínu hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Grindavík Tengdar fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Jarðskjálfti upp á 4,4 stig reið yfir í öskjunni í Bárðabungu þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í eitt í nótt. 18. mars 2024 07:32 Gígveggurinn hækkað en annars fátt að frétta af gosinu Gangur í eldgosinu sem nú stendur yfir á Reykjanesi virðist vera með svipuðu móti og í gærkvöldi en leiðindaveður og lélegt skyggni koma í veg fyrir að hægt sé að leggja almennilegt mat á þróun mála. 18. mars 2024 06:27 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Stór skjálfti í Bárðarbungu Jarðskjálfti upp á 4,4 stig reið yfir í öskjunni í Bárðabungu þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í eitt í nótt. 18. mars 2024 07:32
Gígveggurinn hækkað en annars fátt að frétta af gosinu Gangur í eldgosinu sem nú stendur yfir á Reykjanesi virðist vera með svipuðu móti og í gærkvöldi en leiðindaveður og lélegt skyggni koma í veg fyrir að hægt sé að leggja almennilegt mat á þróun mála. 18. mars 2024 06:27