Mikilvægar breytingar á úrræði greiðsluaðlögunar Ásta S. Helgadóttir skrifar 20. mars 2024 08:31 Breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga taka gildi 1. apríl nk. Umboðsmaður skuldara (UMS) annast framkvæmd greiðsluaðlögunar sem er mikilvægt úrræði fyrir einstaklinga í verulegum greiðsluerfiðleikum og gerir þeim kleift að leita frjálsra samninga við kröfuhafa með milligöngu UMS. Markmiðið með greiðsluaðlögun er að ná jafnvægi milli skulda og greiðslugetu og tilgangur breytinganna er bæði að auka skilvirkni úrræðisins og mæta betur þörfum umsækjenda. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Betri heimildir gagnvart fasteignaeigendum UMS getur nú lagt til við kröfuhafa að samþykkja gjaldfrest af veðkröfum ef skuldari getur ekki greitt raunafborganir veðlána við ákveðnar aðstæður og heimild til að leggja til lægri afborganir veðlána er rýmkuð. Breytt greiðslufyrirkomulag getur alla jafna varað í allt að eitt ár. Markmiðið er að mæta sérstökum aðstæðum á borð við hátt vaxtastig eða tímabundnum aðstæðum eins og tekjuleysi.Þá geta umsækjendur leitað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar hjá UMS á meðan samningaviðræður við kröfuhafa standa yfir. Verður þannig hægt að óska eftir lækkun á veðsetningu svo að hún miðist við markaðsverðmæti fasteignar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heildstæðara úrræði Til að úrræðið verði heildstæðara verða gerðar ákveðnar breytingar á meðferð krafna sem standa utan greiðsluaðlögunar. Kröfur á borð við virðisaukaskatt, fésektir og meðlagsskuldir geta með þessu orðið hluti af greiðsluáætlun samnings þrátt fyrir að ekki sé heimilt að kveða á um eftirgjöf á þeim. Með þessu móti þurfa einstaklingar ekki að semja sjálfir sérstaklega við hlutaðeigandi kröfuhafa. Þá er sú breyting gerð að virkar kröfur vegna ábyrgðarskuldbindinga á námslánum falla undir úrræðið. Ábyrgðarmenn á námslánum, sem glíma við fjárhagserfiðleika, geta nú leitað heildstæðrar lausnar í gegnum úrræði greiðsluaðlögunar. Rýmkun á skilyrðum Skilyrði eru rýmkuð með það að markmiði að fleiri geti leitað greiðsluaðlögunar. Þá geta einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis nú leitað greiðsluaðlögunar vegna íslenskra krafna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einnig ber að nefna að umsækjendum er nú auðveldað til muna að óska eftir breytingu á samningi um greiðsluaðlögun ef upp koma sérstakar eða ófyrirsjáanlegar aðstæður. Heimildir Creditinfo takmarkaðar Óheimilt verður fyrir Creditinfo að skrá upplýsingar um greiðsluaðlögun umsækjanda í vanskilaskrá eða annars konar gagnasafn sem miðlað er. Þá mun fyrirtækið eingöngu geta nýtt upplýsingar um greiðsluaðlögunina í þágu skýrslu um lánshæfi í eitt ár. Greiðsluaðlögun var fyrst sett á laggirnar árið 2010 og hafa um 8.800 umsóknir borist frá upphafi. Úrræðið hefur margsannað gildi sitt en mikil þörf hefur verið fyrir endurskoðun laganna. UMS fagnar því mjög breytingunum sem byggjast á þeirri reynslu og þekkingu sem orðið hefur til á málaflokknum gegnum árin. Höfundur er umboðsmaður skuldara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga taka gildi 1. apríl nk. Umboðsmaður skuldara (UMS) annast framkvæmd greiðsluaðlögunar sem er mikilvægt úrræði fyrir einstaklinga í verulegum greiðsluerfiðleikum og gerir þeim kleift að leita frjálsra samninga við kröfuhafa með milligöngu UMS. Markmiðið með greiðsluaðlögun er að ná jafnvægi milli skulda og greiðslugetu og tilgangur breytinganna er bæði að auka skilvirkni úrræðisins og mæta betur þörfum umsækjenda. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Betri heimildir gagnvart fasteignaeigendum UMS getur nú lagt til við kröfuhafa að samþykkja gjaldfrest af veðkröfum ef skuldari getur ekki greitt raunafborganir veðlána við ákveðnar aðstæður og heimild til að leggja til lægri afborganir veðlána er rýmkuð. Breytt greiðslufyrirkomulag getur alla jafna varað í allt að eitt ár. Markmiðið er að mæta sérstökum aðstæðum á borð við hátt vaxtastig eða tímabundnum aðstæðum eins og tekjuleysi.Þá geta umsækjendur leitað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar hjá UMS á meðan samningaviðræður við kröfuhafa standa yfir. Verður þannig hægt að óska eftir lækkun á veðsetningu svo að hún miðist við markaðsverðmæti fasteignar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heildstæðara úrræði Til að úrræðið verði heildstæðara verða gerðar ákveðnar breytingar á meðferð krafna sem standa utan greiðsluaðlögunar. Kröfur á borð við virðisaukaskatt, fésektir og meðlagsskuldir geta með þessu orðið hluti af greiðsluáætlun samnings þrátt fyrir að ekki sé heimilt að kveða á um eftirgjöf á þeim. Með þessu móti þurfa einstaklingar ekki að semja sjálfir sérstaklega við hlutaðeigandi kröfuhafa. Þá er sú breyting gerð að virkar kröfur vegna ábyrgðarskuldbindinga á námslánum falla undir úrræðið. Ábyrgðarmenn á námslánum, sem glíma við fjárhagserfiðleika, geta nú leitað heildstæðrar lausnar í gegnum úrræði greiðsluaðlögunar. Rýmkun á skilyrðum Skilyrði eru rýmkuð með það að markmiði að fleiri geti leitað greiðsluaðlögunar. Þá geta einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis nú leitað greiðsluaðlögunar vegna íslenskra krafna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einnig ber að nefna að umsækjendum er nú auðveldað til muna að óska eftir breytingu á samningi um greiðsluaðlögun ef upp koma sérstakar eða ófyrirsjáanlegar aðstæður. Heimildir Creditinfo takmarkaðar Óheimilt verður fyrir Creditinfo að skrá upplýsingar um greiðsluaðlögun umsækjanda í vanskilaskrá eða annars konar gagnasafn sem miðlað er. Þá mun fyrirtækið eingöngu geta nýtt upplýsingar um greiðsluaðlögunina í þágu skýrslu um lánshæfi í eitt ár. Greiðsluaðlögun var fyrst sett á laggirnar árið 2010 og hafa um 8.800 umsóknir borist frá upphafi. Úrræðið hefur margsannað gildi sitt en mikil þörf hefur verið fyrir endurskoðun laganna. UMS fagnar því mjög breytingunum sem byggjast á þeirri reynslu og þekkingu sem orðið hefur til á málaflokknum gegnum árin. Höfundur er umboðsmaður skuldara.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun