Aðalfundi Landsbankans frestað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2024 13:50 Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Stöð 2/Einar Bankaráð Landsbankans ákvað á fundi sínum í dag að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram á morgun. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins hefur verið ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Þar segir að Bankasýslan hafi með bréfi í dag óskað eftir upplýsingum varðandi tilboð Landsbankans í TM tryggingar hf. Bankaráð muni svara bréfinu innan tilskilins frests. Tilkynnt var um kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM á sunnudaginn. Bankasýslan segist hafa komið af fjöllum við tilkynningu um kaupin og þá hefur fjármálaráðherra sagst ekki munu samþykkja kaupin nema þá sem hluta af sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. Ríkið er langstærsti hluthafinn í bankanum. Bankasýslan lýsti yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans og krafðist þess að aðalfundinum yrði frestað. Sem nú er orðin raunin. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri segir það vera hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. Þá hefur hún bent á að bankinn sé ekki ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst ekki munu taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum fyrr en sölunni á Íslandsbanka verður lokið. Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að hefja söluferli á þeim hluta ríkisins í Íslandsbanka sem eftir stendur. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, setur stórt spurningamerki við að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst um gang mála. Ljóst sé að fjármálaráðherra hafi vitað af viðræðum um kaup fyrir hálfum öðrum mánuði en ekki krafist þess að Bankasýsla kannaði málið. Ráðherra hafi eftirlitsskyldu með Bankasýslunni. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36 „Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Þar segir að Bankasýslan hafi með bréfi í dag óskað eftir upplýsingum varðandi tilboð Landsbankans í TM tryggingar hf. Bankaráð muni svara bréfinu innan tilskilins frests. Tilkynnt var um kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM á sunnudaginn. Bankasýslan segist hafa komið af fjöllum við tilkynningu um kaupin og þá hefur fjármálaráðherra sagst ekki munu samþykkja kaupin nema þá sem hluta af sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. Ríkið er langstærsti hluthafinn í bankanum. Bankasýslan lýsti yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans og krafðist þess að aðalfundinum yrði frestað. Sem nú er orðin raunin. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri segir það vera hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. Þá hefur hún bent á að bankinn sé ekki ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst ekki munu taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum fyrr en sölunni á Íslandsbanka verður lokið. Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að hefja söluferli á þeim hluta ríkisins í Íslandsbanka sem eftir stendur. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, setur stórt spurningamerki við að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst um gang mála. Ljóst sé að fjármálaráðherra hafi vitað af viðræðum um kaup fyrir hálfum öðrum mánuði en ekki krafist þess að Bankasýsla kannaði málið. Ráðherra hafi eftirlitsskyldu með Bankasýslunni.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36 „Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36
„Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48
Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28