Fíknisjúkdómar Bryndís Haraldsdóttir skrifar 20. mars 2024 10:15 Fíknisjúkdómar eru algjört helvíti. Allt of margir glíma við fíkn sem dregur því miður marga til dauða og sjúkdómurinn rýrir verulega lífsgæði fólks sem við sjúkdóminn glímir. Auk þess hafa fíknisjúkdómar mikil áhrif á aðstandendur sjúklinga og kosta samfélagið allt verulega fjármuni. Fíknisjúkdómar eru flóknir en nauðsynlegt er að nálgast þá eins og aðra langvinna sjúkdóma með gagnreyndri þekkingu og viðurkenndum meðferðum. Vegna þess hve fíknisjúkdómar eru á breiðu sviði kallar lausn þeirra á fjölþætta nálgun, úrræði og meðferðir. Hingað til virðist umræðan um fíknisjúkdóma of oft einkennast af því að við ættum að veita fleiri milljónum til SÁÁ. Hér verður ekki efast um að SÁÁ gæti nýtt meiri fjármuni og þannig vonandi hjálpað fleirum að takast á við fíknisjúkdóma, sem vissulega er gríðarlega mikilvægur liður í baráttunni. En auknar fjárveitingar til SÁÁ getur ekki verið okkar eina stefna í málaflokknum. Við þurfum heildstæða stefnu um það hvernig takast eigi á við þennan alvarlega sjúkdóm. Þar þarf ráðuneyti heilbrigðismála að vera í leiðandi hlutverki og því hlutverki er ekki hægt að útvista. En í kjölfarið eiga Sjúkratryggingar svo að kaupa viðeigandi þjónustu frá fyrirtækjum og stofnunum sem bjóða þjónustu sem er viðurkennd og skilar árangri í baráttunni við sjúkdóminn. Ég fagna því að heilbrigðisráðherra hafi nú skipað starfshóp til að uppfæra heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópurinn skal í störfum sínum hafa hliðsjón af vísindum, gagnreyndri þekkingu, klínískum leiðbeiningum og alþjóðlegum stöðlum. Jafnframt er gert ráð fyrir því að stefnan taki mið af mismunandi þörfum hópa m.t.t. meðferðar við fíknisjúkdómum, s.s. ungmenna, kvenna, aldraðra, hinsegin fólks og einstaklinga með alvarlegan langvinnan fíknivanda. Þess er jafnframt vænst að starfshópurinn geri tillögur að aðgerðum til að framkvæma stefnuna ásamt kostnaðaráætlun. Ég ber væntingar til þessar vinnu og vona að hún færi okkur til betri vegar í að takast á við fíknivanda. Ég vil jafnframt leggja það til að Sjúkratryggingum verði gert að greiða fyrir meðferðarúrræði sem boðið er upp á erlendis svo lengi sem þau uppfylla viðeigandi gæðaskilyrði eins og klínískar leiðbeiningar munu gera ráð fyrir. Sumir þurfa einfaldlega á því að halda að komast í annað umhverfi til að ná bata. Með þessu myndum við geta boðið upp á fleiri úrræði og mögulega aukið samkeppni og bætt þjónustu við þann viðkvæma hóp sem fíknisjúklingar eru. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Fíkn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómar eru algjört helvíti. Allt of margir glíma við fíkn sem dregur því miður marga til dauða og sjúkdómurinn rýrir verulega lífsgæði fólks sem við sjúkdóminn glímir. Auk þess hafa fíknisjúkdómar mikil áhrif á aðstandendur sjúklinga og kosta samfélagið allt verulega fjármuni. Fíknisjúkdómar eru flóknir en nauðsynlegt er að nálgast þá eins og aðra langvinna sjúkdóma með gagnreyndri þekkingu og viðurkenndum meðferðum. Vegna þess hve fíknisjúkdómar eru á breiðu sviði kallar lausn þeirra á fjölþætta nálgun, úrræði og meðferðir. Hingað til virðist umræðan um fíknisjúkdóma of oft einkennast af því að við ættum að veita fleiri milljónum til SÁÁ. Hér verður ekki efast um að SÁÁ gæti nýtt meiri fjármuni og þannig vonandi hjálpað fleirum að takast á við fíknisjúkdóma, sem vissulega er gríðarlega mikilvægur liður í baráttunni. En auknar fjárveitingar til SÁÁ getur ekki verið okkar eina stefna í málaflokknum. Við þurfum heildstæða stefnu um það hvernig takast eigi á við þennan alvarlega sjúkdóm. Þar þarf ráðuneyti heilbrigðismála að vera í leiðandi hlutverki og því hlutverki er ekki hægt að útvista. En í kjölfarið eiga Sjúkratryggingar svo að kaupa viðeigandi þjónustu frá fyrirtækjum og stofnunum sem bjóða þjónustu sem er viðurkennd og skilar árangri í baráttunni við sjúkdóminn. Ég fagna því að heilbrigðisráðherra hafi nú skipað starfshóp til að uppfæra heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópurinn skal í störfum sínum hafa hliðsjón af vísindum, gagnreyndri þekkingu, klínískum leiðbeiningum og alþjóðlegum stöðlum. Jafnframt er gert ráð fyrir því að stefnan taki mið af mismunandi þörfum hópa m.t.t. meðferðar við fíknisjúkdómum, s.s. ungmenna, kvenna, aldraðra, hinsegin fólks og einstaklinga með alvarlegan langvinnan fíknivanda. Þess er jafnframt vænst að starfshópurinn geri tillögur að aðgerðum til að framkvæma stefnuna ásamt kostnaðaráætlun. Ég ber væntingar til þessar vinnu og vona að hún færi okkur til betri vegar í að takast á við fíknivanda. Ég vil jafnframt leggja það til að Sjúkratryggingum verði gert að greiða fyrir meðferðarúrræði sem boðið er upp á erlendis svo lengi sem þau uppfylla viðeigandi gæðaskilyrði eins og klínískar leiðbeiningar munu gera ráð fyrir. Sumir þurfa einfaldlega á því að halda að komast í annað umhverfi til að ná bata. Með þessu myndum við geta boðið upp á fleiri úrræði og mögulega aukið samkeppni og bætt þjónustu við þann viðkvæma hóp sem fíknisjúklingar eru. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefnd.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun