Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til landsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. mars 2024 10:49 Ambition kom til Íslands frá Bretlandi með viðkomu á Orkneyjum og Færeyjum. 987 farþegar eru um borð. Vísir/Vilhelm Fyrsta skemmtiferðaskip ársins lagðist að bryggju á Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Um er að ræða breska skipið Ambition. 258 skipakomur eru áætlaðar í ár sem er örlítil fækkun frá því á síðasta ár þegar metfjöldi farþegaskipa kom til landsins. Markaðsstjóri segir nú frekar horft til þess hvernig hægt sé að auka tekjur af ferðamönnum frekar en að fjölga þeim. Ambition kom til Íslands frá Bretlandi með viðkomu á Orkneyjum og Færeyjum. 987 farþegar eru um borð. Í fréttatilkynningu frá Faxaflóahöfn segir að farþegar þess vilji upplifa norðurljós og feta í fótspor víkinga sem sigldu gjarnan þessa leið forðum daga. Á síðasta ári komu 262 skemmtiferðaskip til landsins sem var metfjöldi. Í ár verða þau 258 talsins samkvæmt bókunarstöðu þann 1. mars. Komur skemmtiferðaskipa til landsins síðastliðin 11 ár. Faxaflóahafnir Heildarfarþegar eru um 308 þúsund, en þar af eru 52 prósent skiptifarþegar. Sigurður Jökull Ólafsson, ,markaðstjóri Faxaflóahafna, segir gleðileg tíðindi að takist hafi að auka hlutdeild skiptifarþega þar sem tekjur af þeim séu ríflega þrisvar sinnum hærri heldur en af almennum skipafarþegum. „Rannsókn Rannsóknarmiðstöðvar Ferðamála (RMF) sumarið 2023 leiddi í ljós aðalmennir farþegar skemmtiferðaskipa eyddu að meðaltali tæplega 28 þúsund á höfuðborgarsvæðinu – meðan skiptifarþegar eyddu tæplega 98 þúsund með gistingu á hótelum, mat, drykk, minjagripi, bílaleigu og annarri neyslu í landi. Þá var ekki talið með flugfargjald til eða frá landinu í sambandi við siglingu til eða frá Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Faxaflóahöfnum. Sigurður Jökull segir ákveðnum toppi hafa verið náð á síðasta ári í fjölda skipa og nú sé horft til þess hvernig hægt sé að auka tekjur per ferðamenn frekar en vöxt í magni. Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna.Faxaflóahafnir Á morgun verður fyrsta skóflustungan tekin að nýrri farþegamiðstöð sem áætluð er að verði tilbúin árið 2026. Sigurður segir um að ræða fyrstu stóru farþegamiðstöðina í mjög langan tíma. „Ég sem markaðsstjóri er mjög glaður, því það sem maður vill gera er að auka framlegð og tryggja að við fáum meira út úr þessu. Það má ekki gleyma því að höfnin er miðlun, eins og flugstöð, Leifstöð til dæmis. Við erum eyja, það eru bara tvær gáttir inn i landið, skip eða flug. Okkar hlutverk er að vera skilvirk svo við getum haft öflugt atvinnulíf í landinu.“ Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Tengdar fréttir Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. 19. mars 2024 16:01 Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. 19. september 2023 20:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Ambition kom til Íslands frá Bretlandi með viðkomu á Orkneyjum og Færeyjum. 987 farþegar eru um borð. Í fréttatilkynningu frá Faxaflóahöfn segir að farþegar þess vilji upplifa norðurljós og feta í fótspor víkinga sem sigldu gjarnan þessa leið forðum daga. Á síðasta ári komu 262 skemmtiferðaskip til landsins sem var metfjöldi. Í ár verða þau 258 talsins samkvæmt bókunarstöðu þann 1. mars. Komur skemmtiferðaskipa til landsins síðastliðin 11 ár. Faxaflóahafnir Heildarfarþegar eru um 308 þúsund, en þar af eru 52 prósent skiptifarþegar. Sigurður Jökull Ólafsson, ,markaðstjóri Faxaflóahafna, segir gleðileg tíðindi að takist hafi að auka hlutdeild skiptifarþega þar sem tekjur af þeim séu ríflega þrisvar sinnum hærri heldur en af almennum skipafarþegum. „Rannsókn Rannsóknarmiðstöðvar Ferðamála (RMF) sumarið 2023 leiddi í ljós aðalmennir farþegar skemmtiferðaskipa eyddu að meðaltali tæplega 28 þúsund á höfuðborgarsvæðinu – meðan skiptifarþegar eyddu tæplega 98 þúsund með gistingu á hótelum, mat, drykk, minjagripi, bílaleigu og annarri neyslu í landi. Þá var ekki talið með flugfargjald til eða frá landinu í sambandi við siglingu til eða frá Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Faxaflóahöfnum. Sigurður Jökull segir ákveðnum toppi hafa verið náð á síðasta ári í fjölda skipa og nú sé horft til þess hvernig hægt sé að auka tekjur per ferðamenn frekar en vöxt í magni. Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna.Faxaflóahafnir Á morgun verður fyrsta skóflustungan tekin að nýrri farþegamiðstöð sem áætluð er að verði tilbúin árið 2026. Sigurður segir um að ræða fyrstu stóru farþegamiðstöðina í mjög langan tíma. „Ég sem markaðsstjóri er mjög glaður, því það sem maður vill gera er að auka framlegð og tryggja að við fáum meira út úr þessu. Það má ekki gleyma því að höfnin er miðlun, eins og flugstöð, Leifstöð til dæmis. Við erum eyja, það eru bara tvær gáttir inn i landið, skip eða flug. Okkar hlutverk er að vera skilvirk svo við getum haft öflugt atvinnulíf í landinu.“
Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Tengdar fréttir Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. 19. mars 2024 16:01 Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. 19. september 2023 20:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. 19. mars 2024 16:01
Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. 19. september 2023 20:00