Innlent

Litlar breytingar á fylgi flokkanna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Samfylkingin mælist en stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næst stærstur.
Samfylkingin mælist en stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næst stærstur. Vísir/Einar

Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrri hluta marsmánaðar ef marka má nýja könnun Maskínu.

Samfylkingin mælist enn stærsti flokkur landsins eins og í síðustu könnunum og fengi flokkurinn 26 prósent fylgi ef gengið yrði til kosninga nú. Flokkurinn lækkar þó um rúmlega eitt og hálft prósentustig frá fyrri könnun. 

Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stað með 18 prósent en Miðflokkurinn, Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og VG bæta aðeins við sig í fylgi. Miðflokkurinn fengi 12 prósent fylgi, Píratar 9 prósent og Viðreisn og Framsókn 9 prósent. VG mælist síðan með 7 prósent. Flokkur fólksins stendur í stað með 6 prósent og Sósíalistaflokkurinn er eftir sem áður með 4 prósent. 

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hækkar aðeins á milli mælinga og stendur nú í 34 prósent.


Tengdar fréttir

Samfylkingin bætir við sig fylgi eftir ummæli Kristrúnar

Samfylkingin mælist með 27,2 prósent fylgi í nýrri könnun Maskínu og bætir flokkurinn við sig einu og hálfu prósentustigi á milli mánaða. Mikil umræða hefur farið fram um skoðanir Kristrúnar Frostadóttur, formanns flokksins,  á útlendingamálum undanfarnar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×