Af bókasafnsfræðingum, iðjuþjálfum og öðrum ríkisbubbum Tumi Kolbeinsson skrifar 22. mars 2024 08:01 Geislafræðingar, þroskaþjálfar, lögfræðingar, kennarar, hjúkrunarfræðingar, fornleifafræðingar, félagsráðgjafar og verkfræðingar eru allt dæmi um ólík starfsheiti háskólamenntaðra og er þá fátt eitt upp talið af þeim sérfræðingum sem samfélagið þarf á að halda. Háskólamenntað fólk er ekki einsleitur hópur á vinnumarkaði og vinnuaðstæður þeirra og launakjör eru ekki alltaf eftirsóknarverð. Stórir hópar búa við ömurleg starfskjör. Rétt er að halda því til haga að lítil samfélög á borð við Ísland þurfa hærra hlutfall háskólamenntaðra en stærri samfélög. Þetta er m.a. vegna þess að við þurfum að eiga sérfræðinga á sömu sviðum og aðrar þjóðir enda fáir sem myndu samþykkja að við sleppum því að mennta talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, verkfræðinga eða einhverjar aðrar stéttir af því að við erum svo fá. Í margar þessar greinar sárvantar fólk því of fáir sjá sér hag í að leggja í langskólanám til þess að nema þær. Háskólanám tekur langan tíma og flestir safna miklum skuldum á námstímanum og fara á meðan á mis við að safna lífeyri. Þessi ár tekur langan tíma að vinna upp. Margir háskólanemar þekkja matseðla sem einkennast af núðlusúpum úr pakka, ristuðu brauði og ódýrasta örbylgjufæði svo árum skiptir. Aðrir hafa lent í að námslán hafa stökkbreyst og margir hafa verið á miklum hrakhólum með húsnæði á meðan námi stendur en ekki síður eftir að því lýkur. Eftir margra ára háskólanám þar sem lifað er á sumarkaupi og námslánum stendur fólki frammi fyrir því að neyðast á leigumarkað þar sem nær ógerlegt er að safna fyrir útborgun vegna fasteignakaupa og lendir þar í vítahring. Samkvæmt Hagfræðistofnun hefur kaupmáttur launafólks með meistaragráðu staðið í stað frá aldamótum og samkvæmt gögnum frá OECD er fjárhagslegur ávinningur þess að fara í háskólanám langlægstur hjá Íslendingum af öllum OECD löndum. Samkvæmt nýrri lífskjarakönnun BHM eiga 42% þeirra sem greiða af námslánum í erfiðleikum með að ná endum saman. Hvatinn til þess að fara í háskólanám er því minni en skyldi enda er hlutfall háskólamenntaðra vel undir meðaltali OECD ríkja og enn lægra ef Ísland er eingöngu borið saman við Norðurlöndin. Þá sýnir þróunin frá 2015 að Ísland er eitt af fjórum löndum þar sem hlutfall karla með háskólamenntun lækkar en þetta hlutfall hefur hækkað hjá flestum öðrum þjóðum innan OECD. Það er mikilvægt að hafa þessar staðreyndir á hreinu áður en farið er fram með yfirlýsingar sem grafa undan kjarabaráttu þeirra stéttarfélaga sem eftir eiga að semja. Það gera margir þessa dagana. Sérstaklega raunalegt er að sjá slíkt hjá forystufólki þeirra stéttarfélaga sem þegar hafa samið. Í þættinum Synir Egils á Samstöðinni sl. sunnudag var formaður Eflingar í viðtali að ræða kjaramál og kunngjörði allramildilegast að línan hefði verið lögð -„Vilja þau frekar tæta í sundur þá sátt sem nú er verið að reyna að skapa til þess að geta fengið hærri prósentuhækkanir?“ - og var á henni að heyra að það væri sérstaklega óforskammað hjá BHM að láta sér detta í hug að stunda eitthvað sem kalla mætti kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Sú hraðskreiða þróun sem hefur verið hér á landi í þá átt að skapa stórar atvinnugreinar fyrir ófaglærða sem eru mannaflsfrekar og greiða lág laun þar sem flestir eiga að miða sig við lægsta samnefnarann er mjög varasöm. Höfundur er í stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Háskólar Stjórnsýsla Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Geislafræðingar, þroskaþjálfar, lögfræðingar, kennarar, hjúkrunarfræðingar, fornleifafræðingar, félagsráðgjafar og verkfræðingar eru allt dæmi um ólík starfsheiti háskólamenntaðra og er þá fátt eitt upp talið af þeim sérfræðingum sem samfélagið þarf á að halda. Háskólamenntað fólk er ekki einsleitur hópur á vinnumarkaði og vinnuaðstæður þeirra og launakjör eru ekki alltaf eftirsóknarverð. Stórir hópar búa við ömurleg starfskjör. Rétt er að halda því til haga að lítil samfélög á borð við Ísland þurfa hærra hlutfall háskólamenntaðra en stærri samfélög. Þetta er m.a. vegna þess að við þurfum að eiga sérfræðinga á sömu sviðum og aðrar þjóðir enda fáir sem myndu samþykkja að við sleppum því að mennta talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, verkfræðinga eða einhverjar aðrar stéttir af því að við erum svo fá. Í margar þessar greinar sárvantar fólk því of fáir sjá sér hag í að leggja í langskólanám til þess að nema þær. Háskólanám tekur langan tíma og flestir safna miklum skuldum á námstímanum og fara á meðan á mis við að safna lífeyri. Þessi ár tekur langan tíma að vinna upp. Margir háskólanemar þekkja matseðla sem einkennast af núðlusúpum úr pakka, ristuðu brauði og ódýrasta örbylgjufæði svo árum skiptir. Aðrir hafa lent í að námslán hafa stökkbreyst og margir hafa verið á miklum hrakhólum með húsnæði á meðan námi stendur en ekki síður eftir að því lýkur. Eftir margra ára háskólanám þar sem lifað er á sumarkaupi og námslánum stendur fólki frammi fyrir því að neyðast á leigumarkað þar sem nær ógerlegt er að safna fyrir útborgun vegna fasteignakaupa og lendir þar í vítahring. Samkvæmt Hagfræðistofnun hefur kaupmáttur launafólks með meistaragráðu staðið í stað frá aldamótum og samkvæmt gögnum frá OECD er fjárhagslegur ávinningur þess að fara í háskólanám langlægstur hjá Íslendingum af öllum OECD löndum. Samkvæmt nýrri lífskjarakönnun BHM eiga 42% þeirra sem greiða af námslánum í erfiðleikum með að ná endum saman. Hvatinn til þess að fara í háskólanám er því minni en skyldi enda er hlutfall háskólamenntaðra vel undir meðaltali OECD ríkja og enn lægra ef Ísland er eingöngu borið saman við Norðurlöndin. Þá sýnir þróunin frá 2015 að Ísland er eitt af fjórum löndum þar sem hlutfall karla með háskólamenntun lækkar en þetta hlutfall hefur hækkað hjá flestum öðrum þjóðum innan OECD. Það er mikilvægt að hafa þessar staðreyndir á hreinu áður en farið er fram með yfirlýsingar sem grafa undan kjarabaráttu þeirra stéttarfélaga sem eftir eiga að semja. Það gera margir þessa dagana. Sérstaklega raunalegt er að sjá slíkt hjá forystufólki þeirra stéttarfélaga sem þegar hafa samið. Í þættinum Synir Egils á Samstöðinni sl. sunnudag var formaður Eflingar í viðtali að ræða kjaramál og kunngjörði allramildilegast að línan hefði verið lögð -„Vilja þau frekar tæta í sundur þá sátt sem nú er verið að reyna að skapa til þess að geta fengið hærri prósentuhækkanir?“ - og var á henni að heyra að það væri sérstaklega óforskammað hjá BHM að láta sér detta í hug að stunda eitthvað sem kalla mætti kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Sú hraðskreiða þróun sem hefur verið hér á landi í þá átt að skapa stórar atvinnugreinar fyrir ófaglærða sem eru mannaflsfrekar og greiða lág laun þar sem flestir eiga að miða sig við lægsta samnefnarann er mjög varasöm. Höfundur er í stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun