Við þurfum (sérnáms)lækna! Teitur Ari Theodórsson skrifar 22. mars 2024 07:30 Læknum í sérnámi á Íslandi hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Þeir teljast nú í hundruðum og sinna lækningum innan sem utan sjúkrahúsa vítt og breitt um landið. Sérnámslæknar eru því orðnir stór hluti starfandi lækna á landinu. Því til marks er Félag almennra lækna, þ.e. læknar án sérfræðimenntunar, orðið stærst aðildarfélaga í Læknafélagi Íslands með um 470 meðlimi. En hvernig eru starfsskilyrði lækna í sérnámi? Samhliða öldrun þjóðarinnar og fólksfjölgun í landinu hefur inniliggjandi sjúklingum á sjúkrastofnunum fjölgað. Mönnun lækna hefur ekki aukist að sama skapi og sinnir hver læknir nú allt að tvöfalt fleiri sjúklingum á degi hverjum en áður. Það er ekkert skilgreint hámark um hvað hver læknir á að geta sinnt mörgum sjúklingum. Þessu er öfugt farið hjá öðrum heilbrigðisstéttum sem vinna samhliða læknum. Munurinn kemur bersýnilega í ljós þegar nýrri deild er tímabundið bætt við á Landspítala vegna álags og fjölda sjúklinga. Fjölmargar aukavaktir eru þá auglýstar fyrir aðrar fagstéttir, svo sem hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, en læknum er skylt að sinna viðbótarsjúklingum án aukamönnunar. Vinnuvika sérnámslækna er löng. Læknar vinna fulla dagvinnu, þ.e. 40 tíma vinnuviku, ofan á það bætast svo vaktir. Frítökuréttur vinnst á móti vöktum en engin trygging er fyrir því að mönnun leyfi frítöku. Vinnuvika lækna hefur því að meðaltali lengst þvert á þróun annarra stétta. Gögn sýna að meðalvinnuvika læknis er 51 klukkustundir. Þá er ótalinn sá tími sem fer í sérstaka þætti sérnámsins s.s. vinnslu gæðaverkefnis og prófaundirbúning sem er að mestu unnið utan almenns vinnutíma. Veikindi lækna er krefjandi viðfangsefni. Samhliða auknum kröfum til sérnámslækna hefur veikindaforföllum fjölgað og þeim er sjaldnast mætt með afleysingum í dagvinnu. Læknar vinna þá á við tvo, án umbunar eða sérstakra ráðstafana. Erfiðara hefur reynst að manna veikindavaktir utan dagvinnu, sér í lagi eftir að Landspítali hætti að greiða sérstaka kjarasamningsbundna umbun til lækna sem hlupu í skarðið fyrir veikindaforföll. Læknum ber að vinna vaktir samkvæmt kjarasamningi. Þegar læknir er t.d. á næturvakt hefur hann ekki tök á því að vinna dagvinnu að auki. Í dagvinnu fer þó fram bróðurpartur af bæði formlegri og óformlegri kennslu, þar sem sérnámslæknar læra af reyndari sérfræðingum. Dagvinnan er því mikilvægur hluti af sérnámi læknis. Þrátt fyrir það mikilvægi eru dæmi um að vaktaálag á sérnámslækni sé slíkt að viðkomandi komist ekki í dagvinnu svo mánuðum skipti. Læknar deila nefnilega vöktum sín á milli þannig að þær mannist. Ef fáir læknar eru í vinnu vinnur hver læknir fleiri vaktir og sérnámið líður fyrir það. Á hverju sumri eru þó haldnir krísufundir, á sjúkrahúsum landsins, vegna fjölda ómannaðra vakta annarra fagstétta, s.s. hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þegar læknar spyrja um ómannaðar vaktir lækna kemur sú spurning flatt upp á stjórnendur. Vaktir deilast einfaldlega niður á þá lækna sem eru í vinnu. Ekkert hámark. Sjálfsagt! Sé þetta tekið saman eru sérnámslæknar stór hópur vinnandi lækna. Þeir vinna langa vinnuviku undir miklu og vaxandi álagi. Ekkert hámark er skilgreint á fjölda sjúklinga sem hver læknir getur sinnt né fjölda vakta sem hann gengur. Vaxandi þörf er á læknum í öllum okkar nágrannalöndum þar sem íslenskir læknar hafa hingað til stundað sitt sérnám. Því skiptir verulegu máli, ef við viljum njóta starfskrafta sérnámslæknanna, að við séum samkeppnishæf um starfsskilyrði þeirra. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Læknum í sérnámi á Íslandi hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Þeir teljast nú í hundruðum og sinna lækningum innan sem utan sjúkrahúsa vítt og breitt um landið. Sérnámslæknar eru því orðnir stór hluti starfandi lækna á landinu. Því til marks er Félag almennra lækna, þ.e. læknar án sérfræðimenntunar, orðið stærst aðildarfélaga í Læknafélagi Íslands með um 470 meðlimi. En hvernig eru starfsskilyrði lækna í sérnámi? Samhliða öldrun þjóðarinnar og fólksfjölgun í landinu hefur inniliggjandi sjúklingum á sjúkrastofnunum fjölgað. Mönnun lækna hefur ekki aukist að sama skapi og sinnir hver læknir nú allt að tvöfalt fleiri sjúklingum á degi hverjum en áður. Það er ekkert skilgreint hámark um hvað hver læknir á að geta sinnt mörgum sjúklingum. Þessu er öfugt farið hjá öðrum heilbrigðisstéttum sem vinna samhliða læknum. Munurinn kemur bersýnilega í ljós þegar nýrri deild er tímabundið bætt við á Landspítala vegna álags og fjölda sjúklinga. Fjölmargar aukavaktir eru þá auglýstar fyrir aðrar fagstéttir, svo sem hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, en læknum er skylt að sinna viðbótarsjúklingum án aukamönnunar. Vinnuvika sérnámslækna er löng. Læknar vinna fulla dagvinnu, þ.e. 40 tíma vinnuviku, ofan á það bætast svo vaktir. Frítökuréttur vinnst á móti vöktum en engin trygging er fyrir því að mönnun leyfi frítöku. Vinnuvika lækna hefur því að meðaltali lengst þvert á þróun annarra stétta. Gögn sýna að meðalvinnuvika læknis er 51 klukkustundir. Þá er ótalinn sá tími sem fer í sérstaka þætti sérnámsins s.s. vinnslu gæðaverkefnis og prófaundirbúning sem er að mestu unnið utan almenns vinnutíma. Veikindi lækna er krefjandi viðfangsefni. Samhliða auknum kröfum til sérnámslækna hefur veikindaforföllum fjölgað og þeim er sjaldnast mætt með afleysingum í dagvinnu. Læknar vinna þá á við tvo, án umbunar eða sérstakra ráðstafana. Erfiðara hefur reynst að manna veikindavaktir utan dagvinnu, sér í lagi eftir að Landspítali hætti að greiða sérstaka kjarasamningsbundna umbun til lækna sem hlupu í skarðið fyrir veikindaforföll. Læknum ber að vinna vaktir samkvæmt kjarasamningi. Þegar læknir er t.d. á næturvakt hefur hann ekki tök á því að vinna dagvinnu að auki. Í dagvinnu fer þó fram bróðurpartur af bæði formlegri og óformlegri kennslu, þar sem sérnámslæknar læra af reyndari sérfræðingum. Dagvinnan er því mikilvægur hluti af sérnámi læknis. Þrátt fyrir það mikilvægi eru dæmi um að vaktaálag á sérnámslækni sé slíkt að viðkomandi komist ekki í dagvinnu svo mánuðum skipti. Læknar deila nefnilega vöktum sín á milli þannig að þær mannist. Ef fáir læknar eru í vinnu vinnur hver læknir fleiri vaktir og sérnámið líður fyrir það. Á hverju sumri eru þó haldnir krísufundir, á sjúkrahúsum landsins, vegna fjölda ómannaðra vakta annarra fagstétta, s.s. hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þegar læknar spyrja um ómannaðar vaktir lækna kemur sú spurning flatt upp á stjórnendur. Vaktir deilast einfaldlega niður á þá lækna sem eru í vinnu. Ekkert hámark. Sjálfsagt! Sé þetta tekið saman eru sérnámslæknar stór hópur vinnandi lækna. Þeir vinna langa vinnuviku undir miklu og vaxandi álagi. Ekkert hámark er skilgreint á fjölda sjúklinga sem hver læknir getur sinnt né fjölda vakta sem hann gengur. Vaxandi þörf er á læknum í öllum okkar nágrannalöndum þar sem íslenskir læknar hafa hingað til stundað sitt sérnám. Því skiptir verulegu máli, ef við viljum njóta starfskrafta sérnámslæknanna, að við séum samkeppnishæf um starfsskilyrði þeirra. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL).
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun