Maður gerir ekki rassgat einn Kristján Freyr Halldórsson skrifar 25. mars 2024 09:30 Sagan að baki tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður á Ísafirði hefur eflaust verið margsögð og margtuggin í þau tuttugu ár sem hátíðin hefur verið til. Það var bjartsýnishugmynd með grínívafi sem flaug um yfir þeim feðgum, Erni Elíasi og Guðmundi föður hans eða þeim Mugison og Mugga pabba hans. „Við feðgar vorum að drekka bjór í útlöndum sumarið 2003 og fórum þá að ímynda okkur stórhátíð á Ísafirði þar sem venjulegt fólk væri stjörnurnar og poppstjörnurnar væru í algeru aukasæti. Okkur fannst svo frábært að sjá fyrir okkur plakat þar sem „Dóri Hermanns syngur shaking the blues away“ væri í stærsta letrinu og svo væru helstu meik-stjörnur landsins í pínkulitlu letri,“ lét Örn Elías hafa eftir sér í einu af viðtölum síðustu ára þegar þessi saga er rifjuð upp. Síðan eru liðin 20 ár! Það eru komin tuttugu ár af þessari annars fáránlegu hugmynd. Að láta sér detta það í hug að draga þverskurðinn af þekktasta tónlistarfólki landsins alla leið vestur á hjara veraldar um hávetrartímann, spila á sviði sem búið er til úr hrúgu af Euro-pallettum, inni í hráu og ísköldu iðnaðarhúsnæði á meðan hríðarkófið lemur á bárujárninu. Og hver ætlar svo að koma og horfa á þetta fólk skjálfa uppi á sviði? Munu Ísfirðingar og nærsveitungar leggja leið sína á tónlistarhátíð niðri á höfn? Í sushi-verksmiðju, brettaskemmu eða geymsluhúsnæði við frysti rækjuverksmiðju? Svarið er svo sem augljóst, því eitthvað hefur drifið okkur skipuleggjendur hátíðarinnar til þess að síendurtaka leikinn, og núna í tuttugasta sinn. Þessi 20 ára gamla hugmynd er svo sem ekki lengur eins fáránleg og alls ekkert fyndin lengur. Galdurinn við hátíðina En hvers vegna hefur þetta gengið svona vel? Hvers vegna er tónlistarfólk enn fáanlegt að koma vestur á páskum? Hvers vegna er enn sama fólkið að standa að undirbúningi hátíðarinnar? Og síðast en ekki síst, hvers vegna er fólk svona duglegt að koma á hátíðina og styðja hana í bak og fyrir? Fyrir það fyrsta þá er Aldrei fór ég suður ekki verkefni fárra handa, þó það sé vissulega mörg sömu andlitin að baki þá eru endalaust margar hendur sem koma að verkefninu. Það er í raun heilt samfélag! Það er nánast hver og einn einasti íbúi Ísafjarðarbæjar sem á snertiflöt við Aldrei fór ég suður. Það sannast ítrekað á páskum hvernig nærsamfélag virkar. Það er magnað að finna samhuginn og samvinnuna hjá heimafólki. Þetta hefur einnig fjöldinn allur af tónlistarfólki fundið. Gestrisnin og góðmennskan, viðtökurnar uppi á sviði. Það nánast skiptir engu máli hvort allsendis óþekktum nöfnum er hent inn á stóra sviðið, öll fá þau óhemjandi fagnaðarlæti og viðtökur. Á meðan svona er, viðtökurnar og þátttakan, þá er það ekki erfið ákvörðun fyrir okkur skipuleggjendur að leggja í hann á hverju ári. Alltaf sama uppskriftin Á þessum tveimur tugum ára hefur auðvitað margt gerst. Það er margt sem stendur upp úr í glæstum atriðum sem boðið hefur verið upp á á stóra sviðinu en um tæplega 500 hljómsveitir og tónlistarfólk hafa endað á plakatinu - auðvitað sum hver sem troðið hafa upp oftar en einu sinni og tvisvar. Og alltaf er sama uppskriftin, landsþekkt tónlistarfólk í bland við stjörnur að heiman. Hátíðin hefur ætíð verið hýst af góðum vinum okkar, nú síðustu ár í húsnæði rækjuverksmiðjunnar Kampa, áður í húsnæði K.N.H. á Grænagarði sem nú hýsir sorpflokkun Terra, brettasmiðja vð Sundahöfn, ótilbúið Edinborgarhúsið og loks í sushi-versksmiðjunni Sindrabergi við smábátahöfnina. Þar var fyrsta hátíðin 2004. Auðvitað byrjuðu Ísfirðingar og nærsveitungar að framleiða sushi, áður en það varð of kúl! Að Aldrei fór ég suður skuli hafa rúllað af stað í 20 ár án þess að eiga húsaskjól, eiga varla höfuðstól eða nokkrar eigur, er í raun rannsóknarefni. Reyndar er þetta ekki endilega staðan í dag, félagið Aldrei fór ég suður ehf. á nefnilega eina bílskúrshurð. Við fengum að gera gat á Kampa-skemmuna og setja upp hurð. Fjölmörg eftirminnileg atriði gæti ég talið upp, Hemmi Gunn, Harmonikkufélagið, Ásthildur Cesil, Villi Valli, Trabant og svo FM Belfast á brimbretti yfir áhorfendaskaranum. Allt frábær augnablik. En svo eru þau mörg sem ekki endilega hafa verið uppi á sviði. Það sem stendur upp úr er bæjarbragurinn á Ísafirði og nærliggjandi bæjarfélögum. Þó það séu mýmörg handtökin sem snúa að því að búa til tveggja daga tónlistarhátíð í hráu iðnaðarhúsnæði þá virðist ekkert óyfirstíganlegt. Ísafjörður er kannski ekki stærsta sveitarfélagið á landinu með hæsta þjónustustigið en þjónustan er öll nær manni. Hún er allt um kring. Ef við þurfum að sækja gám eitthvert, þá nægir okkur að vinka Lauga bílstjóra niðri á höfn og áður en við berum upp erindið þá er hann mættur. Svo þarf að búa um alla popparana í sæng og útbúa morgunmat, hópur ísfirskra góðborgara er mættur áður en við tökum upp símann. Áhafnir nokkurra frystitogara bæjarins eyða páskum í uppsetningu sviðsins. Tjöruhúsfjölskyldan fæðir allt okkar fólk með dýrinds plokkfisk. Dóri og Sigurlaug á Húsinu alltaf til í allt. Foreldrar fótboltakrakkana sinna gæslu á svæðinu og fjölmargar fjölskyldur sameinaðar á páskum, taka að sér að vinna í sjoppunni. Svo mætti endalaust telja. Maður gerir ekki rassgat einn Allur þessi samhugur gerir okkur kleift að halda úti hátíð eins og Aldrei fór ég suður. Hátíð með engri miðasölu, frítt inn fyrir alla og allt unnið í sjálfboðavinnu. Hátíð sem á engan hátt er hagnaðardrifin. Á framlag sjálfboðaliða er alloft litið sem sjálfsagðan hlut og ég held að þau störf séu sjaldnast metin að verðleikum. Fólk leggur sig fram til hins ýtrasta við að ná endum saman og ef ekki væri farið af stað þá myndi eflaust allt samfélagið finna fyrir því. Munum bara að maður gerir ekki rassgat einn! Fyrir mig persónulega, og væntanlega tala ég fyrir okkur allflest sem stöndum að hátíðinni, þá er ávinningur alls erfiðis öll sú gleði sem við sjáum á andlitum fólks í skemmunni þegar fyrstu tónar hverrar hátíðar taka að hljóma. Að sjá bæjarbúa í þvögunni, búin að kaupa kannski húfu og bol, auðsýndur stuðningur við hátíðina sem seint verður fullþakkað. Ég ætla samt að fá að segja eitt stórt TAKK! til allra íbúa Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur, Súðavíkur og Hnífsdals. Og takk allir sjálfboðaliðar, þetta er hátíðin ykkar. Við erum Aldrei! Þið eruð Aldrei! Að verða svo vitni að einlægri gleði tónlistarfólksins sem við fáum til að stíga á stokk á ári hverju, hvernig þau upplifa samfélagið og fólkið fyrir vestan á jákvæðan máta, ég er viss um að allt þetta fólk komi ítrekað aftur í heimsókn vestur og kannski bara flytja einhver þeirra hingað á endanum. Og núna fer senn af stað tuttugasta hátíðin og djö... sem þetta er nú alltaf gaman. Munum bara að skemmta okkur fallega. Til hamingju með 20 ára afmælið, Aldrei fór ég suður! Höfundur er rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Greinin einnig rituð fyrir Vestanpóstinn, blað Ísfirðingafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Sagan að baki tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður á Ísafirði hefur eflaust verið margsögð og margtuggin í þau tuttugu ár sem hátíðin hefur verið til. Það var bjartsýnishugmynd með grínívafi sem flaug um yfir þeim feðgum, Erni Elíasi og Guðmundi föður hans eða þeim Mugison og Mugga pabba hans. „Við feðgar vorum að drekka bjór í útlöndum sumarið 2003 og fórum þá að ímynda okkur stórhátíð á Ísafirði þar sem venjulegt fólk væri stjörnurnar og poppstjörnurnar væru í algeru aukasæti. Okkur fannst svo frábært að sjá fyrir okkur plakat þar sem „Dóri Hermanns syngur shaking the blues away“ væri í stærsta letrinu og svo væru helstu meik-stjörnur landsins í pínkulitlu letri,“ lét Örn Elías hafa eftir sér í einu af viðtölum síðustu ára þegar þessi saga er rifjuð upp. Síðan eru liðin 20 ár! Það eru komin tuttugu ár af þessari annars fáránlegu hugmynd. Að láta sér detta það í hug að draga þverskurðinn af þekktasta tónlistarfólki landsins alla leið vestur á hjara veraldar um hávetrartímann, spila á sviði sem búið er til úr hrúgu af Euro-pallettum, inni í hráu og ísköldu iðnaðarhúsnæði á meðan hríðarkófið lemur á bárujárninu. Og hver ætlar svo að koma og horfa á þetta fólk skjálfa uppi á sviði? Munu Ísfirðingar og nærsveitungar leggja leið sína á tónlistarhátíð niðri á höfn? Í sushi-verksmiðju, brettaskemmu eða geymsluhúsnæði við frysti rækjuverksmiðju? Svarið er svo sem augljóst, því eitthvað hefur drifið okkur skipuleggjendur hátíðarinnar til þess að síendurtaka leikinn, og núna í tuttugasta sinn. Þessi 20 ára gamla hugmynd er svo sem ekki lengur eins fáránleg og alls ekkert fyndin lengur. Galdurinn við hátíðina En hvers vegna hefur þetta gengið svona vel? Hvers vegna er tónlistarfólk enn fáanlegt að koma vestur á páskum? Hvers vegna er enn sama fólkið að standa að undirbúningi hátíðarinnar? Og síðast en ekki síst, hvers vegna er fólk svona duglegt að koma á hátíðina og styðja hana í bak og fyrir? Fyrir það fyrsta þá er Aldrei fór ég suður ekki verkefni fárra handa, þó það sé vissulega mörg sömu andlitin að baki þá eru endalaust margar hendur sem koma að verkefninu. Það er í raun heilt samfélag! Það er nánast hver og einn einasti íbúi Ísafjarðarbæjar sem á snertiflöt við Aldrei fór ég suður. Það sannast ítrekað á páskum hvernig nærsamfélag virkar. Það er magnað að finna samhuginn og samvinnuna hjá heimafólki. Þetta hefur einnig fjöldinn allur af tónlistarfólki fundið. Gestrisnin og góðmennskan, viðtökurnar uppi á sviði. Það nánast skiptir engu máli hvort allsendis óþekktum nöfnum er hent inn á stóra sviðið, öll fá þau óhemjandi fagnaðarlæti og viðtökur. Á meðan svona er, viðtökurnar og þátttakan, þá er það ekki erfið ákvörðun fyrir okkur skipuleggjendur að leggja í hann á hverju ári. Alltaf sama uppskriftin Á þessum tveimur tugum ára hefur auðvitað margt gerst. Það er margt sem stendur upp úr í glæstum atriðum sem boðið hefur verið upp á á stóra sviðinu en um tæplega 500 hljómsveitir og tónlistarfólk hafa endað á plakatinu - auðvitað sum hver sem troðið hafa upp oftar en einu sinni og tvisvar. Og alltaf er sama uppskriftin, landsþekkt tónlistarfólk í bland við stjörnur að heiman. Hátíðin hefur ætíð verið hýst af góðum vinum okkar, nú síðustu ár í húsnæði rækjuverksmiðjunnar Kampa, áður í húsnæði K.N.H. á Grænagarði sem nú hýsir sorpflokkun Terra, brettasmiðja vð Sundahöfn, ótilbúið Edinborgarhúsið og loks í sushi-versksmiðjunni Sindrabergi við smábátahöfnina. Þar var fyrsta hátíðin 2004. Auðvitað byrjuðu Ísfirðingar og nærsveitungar að framleiða sushi, áður en það varð of kúl! Að Aldrei fór ég suður skuli hafa rúllað af stað í 20 ár án þess að eiga húsaskjól, eiga varla höfuðstól eða nokkrar eigur, er í raun rannsóknarefni. Reyndar er þetta ekki endilega staðan í dag, félagið Aldrei fór ég suður ehf. á nefnilega eina bílskúrshurð. Við fengum að gera gat á Kampa-skemmuna og setja upp hurð. Fjölmörg eftirminnileg atriði gæti ég talið upp, Hemmi Gunn, Harmonikkufélagið, Ásthildur Cesil, Villi Valli, Trabant og svo FM Belfast á brimbretti yfir áhorfendaskaranum. Allt frábær augnablik. En svo eru þau mörg sem ekki endilega hafa verið uppi á sviði. Það sem stendur upp úr er bæjarbragurinn á Ísafirði og nærliggjandi bæjarfélögum. Þó það séu mýmörg handtökin sem snúa að því að búa til tveggja daga tónlistarhátíð í hráu iðnaðarhúsnæði þá virðist ekkert óyfirstíganlegt. Ísafjörður er kannski ekki stærsta sveitarfélagið á landinu með hæsta þjónustustigið en þjónustan er öll nær manni. Hún er allt um kring. Ef við þurfum að sækja gám eitthvert, þá nægir okkur að vinka Lauga bílstjóra niðri á höfn og áður en við berum upp erindið þá er hann mættur. Svo þarf að búa um alla popparana í sæng og útbúa morgunmat, hópur ísfirskra góðborgara er mættur áður en við tökum upp símann. Áhafnir nokkurra frystitogara bæjarins eyða páskum í uppsetningu sviðsins. Tjöruhúsfjölskyldan fæðir allt okkar fólk með dýrinds plokkfisk. Dóri og Sigurlaug á Húsinu alltaf til í allt. Foreldrar fótboltakrakkana sinna gæslu á svæðinu og fjölmargar fjölskyldur sameinaðar á páskum, taka að sér að vinna í sjoppunni. Svo mætti endalaust telja. Maður gerir ekki rassgat einn Allur þessi samhugur gerir okkur kleift að halda úti hátíð eins og Aldrei fór ég suður. Hátíð með engri miðasölu, frítt inn fyrir alla og allt unnið í sjálfboðavinnu. Hátíð sem á engan hátt er hagnaðardrifin. Á framlag sjálfboðaliða er alloft litið sem sjálfsagðan hlut og ég held að þau störf séu sjaldnast metin að verðleikum. Fólk leggur sig fram til hins ýtrasta við að ná endum saman og ef ekki væri farið af stað þá myndi eflaust allt samfélagið finna fyrir því. Munum bara að maður gerir ekki rassgat einn! Fyrir mig persónulega, og væntanlega tala ég fyrir okkur allflest sem stöndum að hátíðinni, þá er ávinningur alls erfiðis öll sú gleði sem við sjáum á andlitum fólks í skemmunni þegar fyrstu tónar hverrar hátíðar taka að hljóma. Að sjá bæjarbúa í þvögunni, búin að kaupa kannski húfu og bol, auðsýndur stuðningur við hátíðina sem seint verður fullþakkað. Ég ætla samt að fá að segja eitt stórt TAKK! til allra íbúa Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur, Súðavíkur og Hnífsdals. Og takk allir sjálfboðaliðar, þetta er hátíðin ykkar. Við erum Aldrei! Þið eruð Aldrei! Að verða svo vitni að einlægri gleði tónlistarfólksins sem við fáum til að stíga á stokk á ári hverju, hvernig þau upplifa samfélagið og fólkið fyrir vestan á jákvæðan máta, ég er viss um að allt þetta fólk komi ítrekað aftur í heimsókn vestur og kannski bara flytja einhver þeirra hingað á endanum. Og núna fer senn af stað tuttugasta hátíðin og djö... sem þetta er nú alltaf gaman. Munum bara að skemmta okkur fallega. Til hamingju með 20 ára afmælið, Aldrei fór ég suður! Höfundur er rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Greinin einnig rituð fyrir Vestanpóstinn, blað Ísfirðingafélagsins.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun