Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Jón Þór Stefánsson skrifar 26. mars 2024 13:44 Þjófarnir notuðust við Toyotu Yaris sem lögreglan lýsti eftir í gær, en sjálft þýfið kemur úr spilakössum. Samsett/Vilhelm/LRH Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni, en þar er staðfest að innbrotið hafi verið í bíl á vegum fyrirtækisins. Veistu meira um málið? Sendu okkur endilega ábendingar á ritstjorn@visir.is eða netfang blaðamanns. Þá segir að atvik sem þessi leiði alltaf til ítarlegrar skoðunar á verklagsferlum „Öll verðmæti i flutningi Öryggismiðstöðvarinnar eru tryggð gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins. Megin áhersla í öryggisþjónustu er lögð á öryggi starfsmanna, þarna var starfsfólki ekki hætta búin þar sem um innbrot var að ræða en ekki rán,“ segir í tilkynningunni. Öryggismiðstöðin segist ekki geta veitt neinar frekari upplýsingar á þessu stigi málsins þar sem það er í rannsókn hjá lögreglu. Fréttastofa hefur fengið það staðfest frá Happdrætti háskólans að peningarnir sem var stolið hafi verið frá þeim. Öryggismiðstöðin sá um flutningana. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru við störf í Hamraborg að safna fjármunum frá fyrirtækjum sem reka spilakassa á svæðinu. Bæði eru spilakassar í Vídeómarkaðnum og á Catalinu. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gæti upphæðin verið í kringum tuttugu til þrjátíu milljónir. Samkvæmt heimildum fréttastofu stálu tveir þjófar nokkrum töskum úr peningaflutningabílnum í gærmorgun, en þjófnaðurinn virðist hafa verið þaulskipulagður og tók aðgerðin skamma stund. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru samkvæmt heimildum fréttastofu inni á Catalinu að sækja peninga úr spilakössunum á meðan þjófarnir aðhöfðust. Starfsmennirnir komu út nokkrum mínútum eftir að þjófnaðurinn átti sér stað uppgötvuðu að brotist hafði verið inn í bílinn og töskunum stolið. Lögreglumál Kópavogur Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87. 25. mars 2024 14:21 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni, en þar er staðfest að innbrotið hafi verið í bíl á vegum fyrirtækisins. Veistu meira um málið? Sendu okkur endilega ábendingar á ritstjorn@visir.is eða netfang blaðamanns. Þá segir að atvik sem þessi leiði alltaf til ítarlegrar skoðunar á verklagsferlum „Öll verðmæti i flutningi Öryggismiðstöðvarinnar eru tryggð gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins. Megin áhersla í öryggisþjónustu er lögð á öryggi starfsmanna, þarna var starfsfólki ekki hætta búin þar sem um innbrot var að ræða en ekki rán,“ segir í tilkynningunni. Öryggismiðstöðin segist ekki geta veitt neinar frekari upplýsingar á þessu stigi málsins þar sem það er í rannsókn hjá lögreglu. Fréttastofa hefur fengið það staðfest frá Happdrætti háskólans að peningarnir sem var stolið hafi verið frá þeim. Öryggismiðstöðin sá um flutningana. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru við störf í Hamraborg að safna fjármunum frá fyrirtækjum sem reka spilakassa á svæðinu. Bæði eru spilakassar í Vídeómarkaðnum og á Catalinu. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gæti upphæðin verið í kringum tuttugu til þrjátíu milljónir. Samkvæmt heimildum fréttastofu stálu tveir þjófar nokkrum töskum úr peningaflutningabílnum í gærmorgun, en þjófnaðurinn virðist hafa verið þaulskipulagður og tók aðgerðin skamma stund. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru samkvæmt heimildum fréttastofu inni á Catalinu að sækja peninga úr spilakössunum á meðan þjófarnir aðhöfðust. Starfsmennirnir komu út nokkrum mínútum eftir að þjófnaðurinn átti sér stað uppgötvuðu að brotist hafði verið inn í bílinn og töskunum stolið.
Lögreglumál Kópavogur Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87. 25. mars 2024 14:21 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Lögreglan leitar að Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87. 25. mars 2024 14:21