Gæludýrin þurfa að ferðast með töskunum Árni Sæberg skrifar 27. mars 2024 11:00 Þessi hundur mætti ekki sitja í þessu sæti á leiðinni til Íslands. Nema hann væri hjálparhundur eða einungis að millilenda. Ryan Jello/Getty Ekki er lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að breyting hafi verið gerð á reglugerð um innflutning hunda og katta, sem meðal annars feli í sér að ekki verður lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Breytingin taki gildi 11. apríl næstkomandi. Nýleg dæmi séu um ólöglegan innflutning hunda sem fluttir voru með þessum hætti. Farþegar hafi þá komist óáreittir með hundana út í gegnum flugstöðina. Það sé alvarlegt brot á þeim innflutningsskilyrðum sem hér gilda. Hjálparhundar og tengifarþegar áfram leyfðir Áfram verði þó heimilt að flytja vottaða hjálparhunda í farþegarými og hunda og ketti sem aðeins millilenda á Íslandi. Hundar og kettir sem fengið hafa innflutningsleyfi, og eru á leið í einangrun á Íslandi, séu alla jafna fluttir til landsins sem frakt eða farangur, eða um 85 prósent dýranna. Þessi breyting hafi því ekki áhrif á stóran hluta hunda- og kattainnflutnings. Sníkjudýr algengust Í tilkynningunni segir að að lokinni innflutningsskoðun á Keflavíkurflugvelli séu dýrin flutt í einangrunarstöð þar sem þau dvelja í tvær vikur. Á meðan dvöl í einangrunarstöð stendur sé fylgst með heilsufari dýranna og sýni tekin til rannsókna. Þrátt fyrir að auknar heilbrigðiskröfur fyrir innflutning hafi verið teknar upp árið 2020 sé nokkuð um að dýr í einangrun greinist með smit, sér í lagi ýmis sníkjudýr. Í þeim tilfellum sé hægt að hefja meðhöndlun og koma í veg fyrir að smitefnin berist í önnur dýr í landinu. Með þeirri reglugerð sem hér um ræðir sé einnig gerð breyting á lista yfir viðurkennd útflutningslönd en það eru lönd sem að mati Matvælastofnunar hafa sýnt fram á viðunandi dýrasjúkdómastöðu og dýraheilbrigðisþjónustu. Með breytingunni færist Singapore upp í flokk landa sem eru án hundaæðis (landaflokk 1) en Serbía, Slóvakía og Ungverjaland færist niður í flokk landa þar sem hundaæði er haldið vel í skefjum (landaflokk 2). Bosnía og Hersegóvína og Taívan teljist nú til viðurkenndra útflutningslanda og flokkist í landaflokk 2. Dýr Hundar Kettir Fréttir af flugi Gæludýr Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að breyting hafi verið gerð á reglugerð um innflutning hunda og katta, sem meðal annars feli í sér að ekki verður lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Breytingin taki gildi 11. apríl næstkomandi. Nýleg dæmi séu um ólöglegan innflutning hunda sem fluttir voru með þessum hætti. Farþegar hafi þá komist óáreittir með hundana út í gegnum flugstöðina. Það sé alvarlegt brot á þeim innflutningsskilyrðum sem hér gilda. Hjálparhundar og tengifarþegar áfram leyfðir Áfram verði þó heimilt að flytja vottaða hjálparhunda í farþegarými og hunda og ketti sem aðeins millilenda á Íslandi. Hundar og kettir sem fengið hafa innflutningsleyfi, og eru á leið í einangrun á Íslandi, séu alla jafna fluttir til landsins sem frakt eða farangur, eða um 85 prósent dýranna. Þessi breyting hafi því ekki áhrif á stóran hluta hunda- og kattainnflutnings. Sníkjudýr algengust Í tilkynningunni segir að að lokinni innflutningsskoðun á Keflavíkurflugvelli séu dýrin flutt í einangrunarstöð þar sem þau dvelja í tvær vikur. Á meðan dvöl í einangrunarstöð stendur sé fylgst með heilsufari dýranna og sýni tekin til rannsókna. Þrátt fyrir að auknar heilbrigðiskröfur fyrir innflutning hafi verið teknar upp árið 2020 sé nokkuð um að dýr í einangrun greinist með smit, sér í lagi ýmis sníkjudýr. Í þeim tilfellum sé hægt að hefja meðhöndlun og koma í veg fyrir að smitefnin berist í önnur dýr í landinu. Með þeirri reglugerð sem hér um ræðir sé einnig gerð breyting á lista yfir viðurkennd útflutningslönd en það eru lönd sem að mati Matvælastofnunar hafa sýnt fram á viðunandi dýrasjúkdómastöðu og dýraheilbrigðisþjónustu. Með breytingunni færist Singapore upp í flokk landa sem eru án hundaæðis (landaflokk 1) en Serbía, Slóvakía og Ungverjaland færist niður í flokk landa þar sem hundaæði er haldið vel í skefjum (landaflokk 2). Bosnía og Hersegóvína og Taívan teljist nú til viðurkenndra útflutningslanda og flokkist í landaflokk 2.
Dýr Hundar Kettir Fréttir af flugi Gæludýr Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira