Ferðaóðir Íslendingar þyrpast í ferðalög innanlands sem utan Magnús Jochum Pálsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 27. mars 2024 20:17 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var við umferðareftirlit í Ártúnsbrekkunni síðdegis þegar Íslendingar streymdu út á land. Á Keflavíkurflugvöllur var spennan vegna páskafrísins áþreifanleg. Nú þegar páskarnir eru handan við hornið flykkjast Íslendingar í ferðalög. Á Keflavíkurflugvelli eru öll langtímastæði full þrátt fyrir að 300 hafi bæst við á síðustu dögum. Í Ártúnsbrekkunni síðdegis var stöðugur straumur bíla út á land. Spennan var áþreifanleg á Keflavíkurflugvelli þegar fréttamaður leit við þar í dag og ræddi við ferðalanga á leið út. Þar kenndi ýmissa grasa en flestir voru að sjálfsögðu með páskaeggin í töskunni. Um helgina var greint frá því að langtímastæði Isavia við Keflavíkurflugvöll væru uppbókuð yfir páskana. Ferðalangar voru því hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta: rútur, leigubíla eða strætisvagna. Ekki væri mögulegt að koma á völlinn nema stæði væri bókað fyrir fram. Isavia ákvað að bregðast við ástandinu með því að hraða framkvæmdum á 300 nýjum bílastæðum. Þau voru hins vegar fljót að fyllast og er ekki hægt að fá langtímastæði á Keflavíkurflugvelli fyrr en á laugardaginn. Ekki allir roknir af stað út á land Fréttamaðurinn Margrét Björk kíkti einnig í Ártúnsbrekkuna þar sem lögreglan var við umferðareftirlit. Varðstjóri umferðardeildar býst ekki við miklum umferðartoppum yfir helgina þó umferðin sé töluverð. Er umferðin farin að þyngjast? „Jú, hún er jafnt og þétt að þyngjast úr bænum. Það er samt sem áður töluverð umferð búin að vera í bænum í dag. Þannig það eru ekkert allir að rjúka af stað,“ sagði Lúðvík Kristinsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hvenær búist þið við að umferðin nái hámarki? „Ég held að við sjáum ekkert svakalega toppa um þessa helgi en það eru klárlega margir á faraldsfæti,“ sagði Lúðvík. Hann segir ómögulegt að segja til um hvert fólk stefni helst, það sé allur gangur á því. Aukinn hraðakstur með hækkandi sól Á Facebook-síðu lögreglunnar í dag var greint frá því að um þessar mundir væru margir að kitla pinnann. Lúðvík segir lögregluna finna fyrir auknum hraðakstri á vorin þegar veðrið batnar. „Með hækkandi sól og fallegu veðri vill það fylgja. Ég veit ekki hvort það er samasem milli páskasykuráts og hraðaksturs,“ sagði hann. Þið verðið með aukið eftirlit um helgina ekki satt? „Við verðum með töluvert eftirlit alla helgina og fram yfir helgi,“ sagði Lúðvík. Hver eru helstu skilaboð til ökumanna? „Bara að slaka á og njóta páskanna og páskaeggsins,“ sagði Lúðvík að lokum. Umferð Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Spennan var áþreifanleg á Keflavíkurflugvelli þegar fréttamaður leit við þar í dag og ræddi við ferðalanga á leið út. Þar kenndi ýmissa grasa en flestir voru að sjálfsögðu með páskaeggin í töskunni. Um helgina var greint frá því að langtímastæði Isavia við Keflavíkurflugvöll væru uppbókuð yfir páskana. Ferðalangar voru því hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta: rútur, leigubíla eða strætisvagna. Ekki væri mögulegt að koma á völlinn nema stæði væri bókað fyrir fram. Isavia ákvað að bregðast við ástandinu með því að hraða framkvæmdum á 300 nýjum bílastæðum. Þau voru hins vegar fljót að fyllast og er ekki hægt að fá langtímastæði á Keflavíkurflugvelli fyrr en á laugardaginn. Ekki allir roknir af stað út á land Fréttamaðurinn Margrét Björk kíkti einnig í Ártúnsbrekkuna þar sem lögreglan var við umferðareftirlit. Varðstjóri umferðardeildar býst ekki við miklum umferðartoppum yfir helgina þó umferðin sé töluverð. Er umferðin farin að þyngjast? „Jú, hún er jafnt og þétt að þyngjast úr bænum. Það er samt sem áður töluverð umferð búin að vera í bænum í dag. Þannig það eru ekkert allir að rjúka af stað,“ sagði Lúðvík Kristinsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hvenær búist þið við að umferðin nái hámarki? „Ég held að við sjáum ekkert svakalega toppa um þessa helgi en það eru klárlega margir á faraldsfæti,“ sagði Lúðvík. Hann segir ómögulegt að segja til um hvert fólk stefni helst, það sé allur gangur á því. Aukinn hraðakstur með hækkandi sól Á Facebook-síðu lögreglunnar í dag var greint frá því að um þessar mundir væru margir að kitla pinnann. Lúðvík segir lögregluna finna fyrir auknum hraðakstri á vorin þegar veðrið batnar. „Með hækkandi sól og fallegu veðri vill það fylgja. Ég veit ekki hvort það er samasem milli páskasykuráts og hraðaksturs,“ sagði hann. Þið verðið með aukið eftirlit um helgina ekki satt? „Við verðum með töluvert eftirlit alla helgina og fram yfir helgi,“ sagði Lúðvík. Hver eru helstu skilaboð til ökumanna? „Bara að slaka á og njóta páskanna og páskaeggsins,“ sagði Lúðvík að lokum.
Umferð Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira