Sýknaður af ákæru um að hafa tekið í háls barns Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. mars 2024 09:51 Lögreglumaður sagði í vitnisburði fyrir dómi hafa mætt í útkall í húsnæði á Ásbrú þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi búið en tilkynnt hefði verið um líkamsárás gagnvart barni. Vísir/Vilhelm Maður var í gær sýknaður af ákæru um líkamsárás og barnaverndarlagabrot í Héraðsdómi Reykjaness. Honum var gefið að sök að hafa beitt barn líkamlegum refsingum og sýnt af sér ruddalega háttsemi í garð þess í sameiginlegu húsnæði þeirra að Ásbrú. Í dómnum kemur fram að sá ákærði hafi laugardaginn 11. febrúar 2023 rokið fram á gang í herbergi sínu í húsnæðinu og gripið um háls drengs með annarri hendi. Hann hafi sagt drengnum með ógnandi hætti að fara og ýtt á eftir honum með annarri hendi og sýnt honum yfirgang. Afleiðingarnar voru þær að drengurinn hlaut bólgu og verki vinstra megin á hálsi og átti erfitt með að kyngja. Ákæruvaldið krafðist þess að ákærði yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Brotaþoli krafðist þess að auki að sá ákærði greiddi honum miskabætur upp á 800 þúsund krónur. Náðist á eftirlitsmyndavél Samkvæmt upplýsingum frá öryggisverði húsnæðisins í lögregluskýrslu var drengurinn, ásamt öðrum börnum, að leik á göngum hússins þegar hann varð fyrir árás mannsins. Hann hafi sagt öryggisverðinum að hann hefði áverka á hálsi. Sá ákærði sagði lögreglu að börn væru mikið að fíflast á göngunum og gera dyraat hjá honum. Hann hafi gripið um upphandlegg eins þeirra en ekki tekið hann hálstaki. Maðurinn var handtekinn um kvöldið og færður á lögreglustöð. Í lögregluskýrslu segir að á upptöku eftirlitsmyndavélar af atvikinu sjáist unglingsstúlka og fjögur yngri börn hlaupa á eftir bolta á gangi hússins. Í þann mund sem þau hlaupa fram hjá herbergi ákærða kemur hann út og grípur í drenginn. Ákærði halli sér yfir brotaþola og virðist setja andlit sitt upp að andliti brotaþola og haldi í hann í nokkrar sekúndur. Í annarri lögregluskýrslu segir þó að ákærði leggi vinstri hendi á háls brotaþola og ákærði eigi í orðaskiptum við brotaþola. Sá fingraför á hálsi sonarins Í læknisvottorði kemur fram að drengurinn hafi verið aumur yfir hálsi, að hann virtist bólginn vinstra megin en sjáanlegt mar væri ekki til staðar. Þá lýsti hann verkjum við að kyngja. Daginn eftir hafi hann aftur leitað læknisaðstoðar vegna verkja í hálsi. Fyrir dómi neitaði maðurinn sök en kannaðist við sig á upptöku eftirlitsmyndavélar. Hann sagðist hafa vaknað skyndilega við læti í börnunum frammi á gangi um nótt, farið fram og öskrað á börnin. Hann gekkst við því að hafa gripið í öxl drengsins og ýtt á eftir honum en kvaðst ekki hafa beitt hann ofbeldi. Móðir drengsins bar vitni fyrir dómi. Hún sagðist ekki hafa séð atvikið en séð fingraför og bólgu á hálsi drengsins skömmu eftir atvikið. Hann hafi verið hræddur, grátið og skolfið. Lögreglumaður sem bar vitni kvaðst hafa farið í útkall í húsnæði á Ásbrú þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi búið vegna tilkynningar um líkamsárásar gegn barni. Hann sagði barnið hafa verið í uppnámi og minnti að hann hefði séð roða á hálsi þess. Annar lögreglumaður sem bar einnig vitni sagði það hafa verið metið svo að ekki þyrfti að taka skýrslu af drengnum þegar atvikið átti sér stað. Ákæruvald ekki axlað sönnunarbyrði Drengurinn kom heldur ekki fyrir dóm til skýrslugjafar. Með hliðsjón af þeim rannsóknargögnum sem lágu fyrir í málinu var það verulegur annmarki á rannsókn málsins að mati dómara. Á upptöku öryggismyndavélar sást maðurinn grípa í öxl drengsins og ýta á eftir honum. Það er alla jafna ekki refsivert að ýta á eftir einstaklingi og samkvæmt upptökunni var mat dómara að í því tilviki sem um ræðir hafi það ekki verið gert á refsiverðan hátt. Maðurinn viðurkenndi að hafa öskrað á barnið og sagt því að fara niður en vegna þess að upptakan er ekki í hljóði var ekki hægt að fullyrða að hann hafi sagt það með ógnandi hætti. Þá þykir ekki hægt að fullyrða að maðurinn hafi tekið um háls drengsins að því er sést á upptökunni þrátt fyrir að stoð sé fyrir því í læknisvottorði. Með vísan til þess hafði ákæruvaldið ekki axlað sönnunarbyrði sína og varð ákærði því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins. Þá var einkaréttarkröfu brotaþola vísað frá dómi. Dómsmál Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Í dómnum kemur fram að sá ákærði hafi laugardaginn 11. febrúar 2023 rokið fram á gang í herbergi sínu í húsnæðinu og gripið um háls drengs með annarri hendi. Hann hafi sagt drengnum með ógnandi hætti að fara og ýtt á eftir honum með annarri hendi og sýnt honum yfirgang. Afleiðingarnar voru þær að drengurinn hlaut bólgu og verki vinstra megin á hálsi og átti erfitt með að kyngja. Ákæruvaldið krafðist þess að ákærði yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Brotaþoli krafðist þess að auki að sá ákærði greiddi honum miskabætur upp á 800 þúsund krónur. Náðist á eftirlitsmyndavél Samkvæmt upplýsingum frá öryggisverði húsnæðisins í lögregluskýrslu var drengurinn, ásamt öðrum börnum, að leik á göngum hússins þegar hann varð fyrir árás mannsins. Hann hafi sagt öryggisverðinum að hann hefði áverka á hálsi. Sá ákærði sagði lögreglu að börn væru mikið að fíflast á göngunum og gera dyraat hjá honum. Hann hafi gripið um upphandlegg eins þeirra en ekki tekið hann hálstaki. Maðurinn var handtekinn um kvöldið og færður á lögreglustöð. Í lögregluskýrslu segir að á upptöku eftirlitsmyndavélar af atvikinu sjáist unglingsstúlka og fjögur yngri börn hlaupa á eftir bolta á gangi hússins. Í þann mund sem þau hlaupa fram hjá herbergi ákærða kemur hann út og grípur í drenginn. Ákærði halli sér yfir brotaþola og virðist setja andlit sitt upp að andliti brotaþola og haldi í hann í nokkrar sekúndur. Í annarri lögregluskýrslu segir þó að ákærði leggi vinstri hendi á háls brotaþola og ákærði eigi í orðaskiptum við brotaþola. Sá fingraför á hálsi sonarins Í læknisvottorði kemur fram að drengurinn hafi verið aumur yfir hálsi, að hann virtist bólginn vinstra megin en sjáanlegt mar væri ekki til staðar. Þá lýsti hann verkjum við að kyngja. Daginn eftir hafi hann aftur leitað læknisaðstoðar vegna verkja í hálsi. Fyrir dómi neitaði maðurinn sök en kannaðist við sig á upptöku eftirlitsmyndavélar. Hann sagðist hafa vaknað skyndilega við læti í börnunum frammi á gangi um nótt, farið fram og öskrað á börnin. Hann gekkst við því að hafa gripið í öxl drengsins og ýtt á eftir honum en kvaðst ekki hafa beitt hann ofbeldi. Móðir drengsins bar vitni fyrir dómi. Hún sagðist ekki hafa séð atvikið en séð fingraför og bólgu á hálsi drengsins skömmu eftir atvikið. Hann hafi verið hræddur, grátið og skolfið. Lögreglumaður sem bar vitni kvaðst hafa farið í útkall í húsnæði á Ásbrú þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi búið vegna tilkynningar um líkamsárásar gegn barni. Hann sagði barnið hafa verið í uppnámi og minnti að hann hefði séð roða á hálsi þess. Annar lögreglumaður sem bar einnig vitni sagði það hafa verið metið svo að ekki þyrfti að taka skýrslu af drengnum þegar atvikið átti sér stað. Ákæruvald ekki axlað sönnunarbyrði Drengurinn kom heldur ekki fyrir dóm til skýrslugjafar. Með hliðsjón af þeim rannsóknargögnum sem lágu fyrir í málinu var það verulegur annmarki á rannsókn málsins að mati dómara. Á upptöku öryggismyndavélar sást maðurinn grípa í öxl drengsins og ýta á eftir honum. Það er alla jafna ekki refsivert að ýta á eftir einstaklingi og samkvæmt upptökunni var mat dómara að í því tilviki sem um ræðir hafi það ekki verið gert á refsiverðan hátt. Maðurinn viðurkenndi að hafa öskrað á barnið og sagt því að fara niður en vegna þess að upptakan er ekki í hljóði var ekki hægt að fullyrða að hann hafi sagt það með ógnandi hætti. Þá þykir ekki hægt að fullyrða að maðurinn hafi tekið um háls drengsins að því er sést á upptökunni þrátt fyrir að stoð sé fyrir því í læknisvottorði. Með vísan til þess hafði ákæruvaldið ekki axlað sönnunarbyrði sína og varð ákærði því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins. Þá var einkaréttarkröfu brotaþola vísað frá dómi.
Dómsmál Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent