Sýknaður af ákæru um að hafa tekið í háls barns Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. mars 2024 09:51 Lögreglumaður sagði í vitnisburði fyrir dómi hafa mætt í útkall í húsnæði á Ásbrú þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi búið en tilkynnt hefði verið um líkamsárás gagnvart barni. Vísir/Vilhelm Maður var í gær sýknaður af ákæru um líkamsárás og barnaverndarlagabrot í Héraðsdómi Reykjaness. Honum var gefið að sök að hafa beitt barn líkamlegum refsingum og sýnt af sér ruddalega háttsemi í garð þess í sameiginlegu húsnæði þeirra að Ásbrú. Í dómnum kemur fram að sá ákærði hafi laugardaginn 11. febrúar 2023 rokið fram á gang í herbergi sínu í húsnæðinu og gripið um háls drengs með annarri hendi. Hann hafi sagt drengnum með ógnandi hætti að fara og ýtt á eftir honum með annarri hendi og sýnt honum yfirgang. Afleiðingarnar voru þær að drengurinn hlaut bólgu og verki vinstra megin á hálsi og átti erfitt með að kyngja. Ákæruvaldið krafðist þess að ákærði yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Brotaþoli krafðist þess að auki að sá ákærði greiddi honum miskabætur upp á 800 þúsund krónur. Náðist á eftirlitsmyndavél Samkvæmt upplýsingum frá öryggisverði húsnæðisins í lögregluskýrslu var drengurinn, ásamt öðrum börnum, að leik á göngum hússins þegar hann varð fyrir árás mannsins. Hann hafi sagt öryggisverðinum að hann hefði áverka á hálsi. Sá ákærði sagði lögreglu að börn væru mikið að fíflast á göngunum og gera dyraat hjá honum. Hann hafi gripið um upphandlegg eins þeirra en ekki tekið hann hálstaki. Maðurinn var handtekinn um kvöldið og færður á lögreglustöð. Í lögregluskýrslu segir að á upptöku eftirlitsmyndavélar af atvikinu sjáist unglingsstúlka og fjögur yngri börn hlaupa á eftir bolta á gangi hússins. Í þann mund sem þau hlaupa fram hjá herbergi ákærða kemur hann út og grípur í drenginn. Ákærði halli sér yfir brotaþola og virðist setja andlit sitt upp að andliti brotaþola og haldi í hann í nokkrar sekúndur. Í annarri lögregluskýrslu segir þó að ákærði leggi vinstri hendi á háls brotaþola og ákærði eigi í orðaskiptum við brotaþola. Sá fingraför á hálsi sonarins Í læknisvottorði kemur fram að drengurinn hafi verið aumur yfir hálsi, að hann virtist bólginn vinstra megin en sjáanlegt mar væri ekki til staðar. Þá lýsti hann verkjum við að kyngja. Daginn eftir hafi hann aftur leitað læknisaðstoðar vegna verkja í hálsi. Fyrir dómi neitaði maðurinn sök en kannaðist við sig á upptöku eftirlitsmyndavélar. Hann sagðist hafa vaknað skyndilega við læti í börnunum frammi á gangi um nótt, farið fram og öskrað á börnin. Hann gekkst við því að hafa gripið í öxl drengsins og ýtt á eftir honum en kvaðst ekki hafa beitt hann ofbeldi. Móðir drengsins bar vitni fyrir dómi. Hún sagðist ekki hafa séð atvikið en séð fingraför og bólgu á hálsi drengsins skömmu eftir atvikið. Hann hafi verið hræddur, grátið og skolfið. Lögreglumaður sem bar vitni kvaðst hafa farið í útkall í húsnæði á Ásbrú þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi búið vegna tilkynningar um líkamsárásar gegn barni. Hann sagði barnið hafa verið í uppnámi og minnti að hann hefði séð roða á hálsi þess. Annar lögreglumaður sem bar einnig vitni sagði það hafa verið metið svo að ekki þyrfti að taka skýrslu af drengnum þegar atvikið átti sér stað. Ákæruvald ekki axlað sönnunarbyrði Drengurinn kom heldur ekki fyrir dóm til skýrslugjafar. Með hliðsjón af þeim rannsóknargögnum sem lágu fyrir í málinu var það verulegur annmarki á rannsókn málsins að mati dómara. Á upptöku öryggismyndavélar sást maðurinn grípa í öxl drengsins og ýta á eftir honum. Það er alla jafna ekki refsivert að ýta á eftir einstaklingi og samkvæmt upptökunni var mat dómara að í því tilviki sem um ræðir hafi það ekki verið gert á refsiverðan hátt. Maðurinn viðurkenndi að hafa öskrað á barnið og sagt því að fara niður en vegna þess að upptakan er ekki í hljóði var ekki hægt að fullyrða að hann hafi sagt það með ógnandi hætti. Þá þykir ekki hægt að fullyrða að maðurinn hafi tekið um háls drengsins að því er sést á upptökunni þrátt fyrir að stoð sé fyrir því í læknisvottorði. Með vísan til þess hafði ákæruvaldið ekki axlað sönnunarbyrði sína og varð ákærði því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins. Þá var einkaréttarkröfu brotaþola vísað frá dómi. Dómsmál Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Í dómnum kemur fram að sá ákærði hafi laugardaginn 11. febrúar 2023 rokið fram á gang í herbergi sínu í húsnæðinu og gripið um háls drengs með annarri hendi. Hann hafi sagt drengnum með ógnandi hætti að fara og ýtt á eftir honum með annarri hendi og sýnt honum yfirgang. Afleiðingarnar voru þær að drengurinn hlaut bólgu og verki vinstra megin á hálsi og átti erfitt með að kyngja. Ákæruvaldið krafðist þess að ákærði yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Brotaþoli krafðist þess að auki að sá ákærði greiddi honum miskabætur upp á 800 þúsund krónur. Náðist á eftirlitsmyndavél Samkvæmt upplýsingum frá öryggisverði húsnæðisins í lögregluskýrslu var drengurinn, ásamt öðrum börnum, að leik á göngum hússins þegar hann varð fyrir árás mannsins. Hann hafi sagt öryggisverðinum að hann hefði áverka á hálsi. Sá ákærði sagði lögreglu að börn væru mikið að fíflast á göngunum og gera dyraat hjá honum. Hann hafi gripið um upphandlegg eins þeirra en ekki tekið hann hálstaki. Maðurinn var handtekinn um kvöldið og færður á lögreglustöð. Í lögregluskýrslu segir að á upptöku eftirlitsmyndavélar af atvikinu sjáist unglingsstúlka og fjögur yngri börn hlaupa á eftir bolta á gangi hússins. Í þann mund sem þau hlaupa fram hjá herbergi ákærða kemur hann út og grípur í drenginn. Ákærði halli sér yfir brotaþola og virðist setja andlit sitt upp að andliti brotaþola og haldi í hann í nokkrar sekúndur. Í annarri lögregluskýrslu segir þó að ákærði leggi vinstri hendi á háls brotaþola og ákærði eigi í orðaskiptum við brotaþola. Sá fingraför á hálsi sonarins Í læknisvottorði kemur fram að drengurinn hafi verið aumur yfir hálsi, að hann virtist bólginn vinstra megin en sjáanlegt mar væri ekki til staðar. Þá lýsti hann verkjum við að kyngja. Daginn eftir hafi hann aftur leitað læknisaðstoðar vegna verkja í hálsi. Fyrir dómi neitaði maðurinn sök en kannaðist við sig á upptöku eftirlitsmyndavélar. Hann sagðist hafa vaknað skyndilega við læti í börnunum frammi á gangi um nótt, farið fram og öskrað á börnin. Hann gekkst við því að hafa gripið í öxl drengsins og ýtt á eftir honum en kvaðst ekki hafa beitt hann ofbeldi. Móðir drengsins bar vitni fyrir dómi. Hún sagðist ekki hafa séð atvikið en séð fingraför og bólgu á hálsi drengsins skömmu eftir atvikið. Hann hafi verið hræddur, grátið og skolfið. Lögreglumaður sem bar vitni kvaðst hafa farið í útkall í húsnæði á Ásbrú þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi búið vegna tilkynningar um líkamsárásar gegn barni. Hann sagði barnið hafa verið í uppnámi og minnti að hann hefði séð roða á hálsi þess. Annar lögreglumaður sem bar einnig vitni sagði það hafa verið metið svo að ekki þyrfti að taka skýrslu af drengnum þegar atvikið átti sér stað. Ákæruvald ekki axlað sönnunarbyrði Drengurinn kom heldur ekki fyrir dóm til skýrslugjafar. Með hliðsjón af þeim rannsóknargögnum sem lágu fyrir í málinu var það verulegur annmarki á rannsókn málsins að mati dómara. Á upptöku öryggismyndavélar sást maðurinn grípa í öxl drengsins og ýta á eftir honum. Það er alla jafna ekki refsivert að ýta á eftir einstaklingi og samkvæmt upptökunni var mat dómara að í því tilviki sem um ræðir hafi það ekki verið gert á refsiverðan hátt. Maðurinn viðurkenndi að hafa öskrað á barnið og sagt því að fara niður en vegna þess að upptakan er ekki í hljóði var ekki hægt að fullyrða að hann hafi sagt það með ógnandi hætti. Þá þykir ekki hægt að fullyrða að maðurinn hafi tekið um háls drengsins að því er sést á upptökunni þrátt fyrir að stoð sé fyrir því í læknisvottorði. Með vísan til þess hafði ákæruvaldið ekki axlað sönnunarbyrði sína og varð ákærði því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins. Þá var einkaréttarkröfu brotaþola vísað frá dómi.
Dómsmál Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira