Sást til ungmenna eftir háværan hvell í Kópavogi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 16:56 Lögregla telur að ungmenni standi að baki sprengingum sem heyrst hafa víða um höfuðborgarsvæðið, þar sem til slíkra sást eftir háværan hvell í Kópavogi. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að háværir hvellir sem heyrst hafa í íbuðahverfum að undanförnu skýrist af flugeldanotkun ungmenna. Slík mál geti verið erfitt að komast fyrir, en fólk er þó hvatt til að tilkynna hvellina. Fjallað var um háværan hvell sem heyrðist í Hlíðahverfinu í gær, líkt og margir íbúar greindu frá á sameiginlegum umræðuvettvangi sínum á Facebook. Þóra Jónasdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir talið líklegast að ungmenni með flugelda eða heimatilbúnar sprengjur séu að verki. „Í einu málinu sáust ungmenni hlaupa í burtu eftir sprengingu. Það var í Kópavogi og fyrir nokkru síðan,“ segir Þóra. Sprengingar hafa heyrst í Hlíðunum, Kópavogi, Garðabæ, Breiðholti og víðar. Lögreglan hafi lítið til að vinna út frá, annað en þá staðreynd að sést hafi til ungmenna í þessu eina máli. Erfitt sé að rannsaka málin. „Það er ekkert fyrir okkur til að fara eftir. Ekki nema einhver myndi láta okkur vita hvaða aðilar eru að verki,“ segir Þóra. Oftast hafi lögreglan lítið í höndunum þegar komið er á staðinn, þar sem tilkynningar berist, eðli málsins samkvæmt, eftir að sprengingarnar eru yfir staðnar. Gríðarleg slysahætta Þóra segir að athæfi sem þetta geti verið stórhættulegt. „Sérstaklega ef þetta eru ungmenni sem eru að sprengja þetta. Það getur haft skelfilegar afleiðingar eins og þekkt er. Það hafa orðið slys út frá svona, bæði þegar verið er að búa þetta til, eða handleika flugelda eða heimagerð víti. Ef þetta er svoleiðis, ég hef ekkert fyrir mér í því, en það er líklegt.“ Þeir sem tekið hafa eftir hvellunum hafa haft orð á því að þeir séu einkar háværir, og háværari en fólk á að venjast þegar kemur að flugeldum. Líklega skýringu á því telur Þóra vera að sprengjurnar séu sprengdar í undirgöngum, til að hámarka hávaðann. Fólk sleppi því að tilkynna sjálft Lögreglu berist mismargar tilkynningar í hvert skipti, en Þóra hvetur fólk til að tilkynna frekar en ekki. „Stundum heldur fólk að einhver annar hafi tilkynnt og sleppir því að tilkynna sjálft.“ Fólk sé heldur duglegra að greina frá þessu á samfélagsmiðlum. „Maður sér þetta oft á þessum hverfasíðum, en svo er ekkert til um þetta hjá okkur. Til þess að komast fyrir þetta þá eðlilega viljum við fá að vita þetta, og helst vita hverjir eru að þessu, ef fólk hefur upplýsingar um það. Svo við getum kannski leiðrétt þessa hegðun,“ segir Þóra. „Ef þetta eru ungmenni þá er gott að foreldrar séu meðvitaðir um þetta.“ Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndefni sem tengjast málinu? Sendu okkur endilega ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Sjá meira
Fjallað var um háværan hvell sem heyrðist í Hlíðahverfinu í gær, líkt og margir íbúar greindu frá á sameiginlegum umræðuvettvangi sínum á Facebook. Þóra Jónasdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir talið líklegast að ungmenni með flugelda eða heimatilbúnar sprengjur séu að verki. „Í einu málinu sáust ungmenni hlaupa í burtu eftir sprengingu. Það var í Kópavogi og fyrir nokkru síðan,“ segir Þóra. Sprengingar hafa heyrst í Hlíðunum, Kópavogi, Garðabæ, Breiðholti og víðar. Lögreglan hafi lítið til að vinna út frá, annað en þá staðreynd að sést hafi til ungmenna í þessu eina máli. Erfitt sé að rannsaka málin. „Það er ekkert fyrir okkur til að fara eftir. Ekki nema einhver myndi láta okkur vita hvaða aðilar eru að verki,“ segir Þóra. Oftast hafi lögreglan lítið í höndunum þegar komið er á staðinn, þar sem tilkynningar berist, eðli málsins samkvæmt, eftir að sprengingarnar eru yfir staðnar. Gríðarleg slysahætta Þóra segir að athæfi sem þetta geti verið stórhættulegt. „Sérstaklega ef þetta eru ungmenni sem eru að sprengja þetta. Það getur haft skelfilegar afleiðingar eins og þekkt er. Það hafa orðið slys út frá svona, bæði þegar verið er að búa þetta til, eða handleika flugelda eða heimagerð víti. Ef þetta er svoleiðis, ég hef ekkert fyrir mér í því, en það er líklegt.“ Þeir sem tekið hafa eftir hvellunum hafa haft orð á því að þeir séu einkar háværir, og háværari en fólk á að venjast þegar kemur að flugeldum. Líklega skýringu á því telur Þóra vera að sprengjurnar séu sprengdar í undirgöngum, til að hámarka hávaðann. Fólk sleppi því að tilkynna sjálft Lögreglu berist mismargar tilkynningar í hvert skipti, en Þóra hvetur fólk til að tilkynna frekar en ekki. „Stundum heldur fólk að einhver annar hafi tilkynnt og sleppir því að tilkynna sjálft.“ Fólk sé heldur duglegra að greina frá þessu á samfélagsmiðlum. „Maður sér þetta oft á þessum hverfasíðum, en svo er ekkert til um þetta hjá okkur. Til þess að komast fyrir þetta þá eðlilega viljum við fá að vita þetta, og helst vita hverjir eru að þessu, ef fólk hefur upplýsingar um það. Svo við getum kannski leiðrétt þessa hegðun,“ segir Þóra. „Ef þetta eru ungmenni þá er gott að foreldrar séu meðvitaðir um þetta.“ Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndefni sem tengjast málinu? Sendu okkur endilega ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndefni sem tengjast málinu? Sendu okkur endilega ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Sjá meira