Origo gagnrýnt fyrir enskunotkun: Gæðin eru „insane“ og áferðin „flawless“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. mars 2024 21:27 Benedikt Björgvinsson, sextána ára Stjörnumaður, vakti athygli á auglýsingu Origo á samfélagsmiðlinum X. Andri Snær sagði ábendinguna góða og að fyrirtækið hlyti að taka hana til sín. Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir enskunotkun í auglýsingu þar sem vísað er í áhrifavaldinn Jóhönnu Helgu sem segir myndavél Sony búa yfir „flawless“ áferð og „insane“ og „Netflix approved“ gæðum. Benedikt Björgvinsson, körfuboltakappi og Garðbæingur, deildi auglýsingu Origo í færslu á Twitter í gær og skrifaði við hana „Síðasta vígi íslenskunnar fallið“. Auglýsing Origo er fyrir Sony-myndavélina ZV-1 Vlog og er yfirskrift hennar „Gæði sem valda áhrifum“. Auk myndar af myndavélinni sjálfri er mynd af Jóhönnu Helgu Jensdóttur sem er titluð áhrifavaldur og útvarpskona og þrjár lýsingar hennar á myndavélinni: „Flawless áferð,“ „Netflix approved gæði!“ og „Gæðin eru insane.“ Ungt fólk hefur áhyggjur af íslenskunni Færslan hefur fengið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlinum, um 84 notendur hafa líkað við hana, tíu hafa skrifað ummæli við hana og henni hefur verið deilt fimm sinnum. Það sem vekur einnig athygli er að Benedikt er aðeins sextán ára og gleður það eflaust marga að sjá slíka ástríðu ungs fólks fyrir íslenskri tungu. Meðal þeirra sem bregðast við færslunni eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifa við hana „Góð ábending, Origo hlýtur að taka ábyrgð og vanda sig betur.“ Lögfræðineminn Kjartan Leifur Sigurðsson skrifar ummæli við færsluna þar sem hann rifjar upp herferð menningarráðherra og Neytendastofu þar sem fólk var hvatt til að tilkynna auglýsingar á útlensku til yfirvalda. Auglýsing Origo er fullkomið dæmi um auglýsingu sem hægt væri að tilkynna. Einnig eru nokkrir notendur sem hrósa Benedikt fyrir að vekja athygli á færslunni. Einn notandi telur auglýsinguna merki um áhrifavaldavæðingu og annar furðar sig á því hvað „Netflix approved gæði“ þýða. Þá eru þrír notendur sem merkja Snorra Másson, blaðamann og ritstjóra Ritstjóra, í ummælum við færsluna en hann hefur fjallað mikið um hættuna sem steðjar að íslenskri tungu. „Ég held að hann sé að tala útlensku“ Meðal þeirra sem hafa deilt færslunni sérstaklega, þ.e. kvótað (e. quote) hana, eru Hafsteinn Árnason, markaðsmaður hjá Vídd. Hann segir auglýsinguna einu skrefi frá „raversontravers“-sketsi Fóstbræðra en lesendur geta séð hann hér fyrir neðan og borið saman við auglýsingu Origo. Annar notandi sem deilir færslunni er Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi Deloitte og formaður stýrihóps um nýja máltækniáætlun. Hann skrifar við færsluna „Íslenskuunglingurinn mættur“ en svo virðist sem Benedikt og Björgvin séu feðgar. Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira
Benedikt Björgvinsson, körfuboltakappi og Garðbæingur, deildi auglýsingu Origo í færslu á Twitter í gær og skrifaði við hana „Síðasta vígi íslenskunnar fallið“. Auglýsing Origo er fyrir Sony-myndavélina ZV-1 Vlog og er yfirskrift hennar „Gæði sem valda áhrifum“. Auk myndar af myndavélinni sjálfri er mynd af Jóhönnu Helgu Jensdóttur sem er titluð áhrifavaldur og útvarpskona og þrjár lýsingar hennar á myndavélinni: „Flawless áferð,“ „Netflix approved gæði!“ og „Gæðin eru insane.“ Ungt fólk hefur áhyggjur af íslenskunni Færslan hefur fengið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlinum, um 84 notendur hafa líkað við hana, tíu hafa skrifað ummæli við hana og henni hefur verið deilt fimm sinnum. Það sem vekur einnig athygli er að Benedikt er aðeins sextán ára og gleður það eflaust marga að sjá slíka ástríðu ungs fólks fyrir íslenskri tungu. Meðal þeirra sem bregðast við færslunni eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifa við hana „Góð ábending, Origo hlýtur að taka ábyrgð og vanda sig betur.“ Lögfræðineminn Kjartan Leifur Sigurðsson skrifar ummæli við færsluna þar sem hann rifjar upp herferð menningarráðherra og Neytendastofu þar sem fólk var hvatt til að tilkynna auglýsingar á útlensku til yfirvalda. Auglýsing Origo er fullkomið dæmi um auglýsingu sem hægt væri að tilkynna. Einnig eru nokkrir notendur sem hrósa Benedikt fyrir að vekja athygli á færslunni. Einn notandi telur auglýsinguna merki um áhrifavaldavæðingu og annar furðar sig á því hvað „Netflix approved gæði“ þýða. Þá eru þrír notendur sem merkja Snorra Másson, blaðamann og ritstjóra Ritstjóra, í ummælum við færsluna en hann hefur fjallað mikið um hættuna sem steðjar að íslenskri tungu. „Ég held að hann sé að tala útlensku“ Meðal þeirra sem hafa deilt færslunni sérstaklega, þ.e. kvótað (e. quote) hana, eru Hafsteinn Árnason, markaðsmaður hjá Vídd. Hann segir auglýsinguna einu skrefi frá „raversontravers“-sketsi Fóstbræðra en lesendur geta séð hann hér fyrir neðan og borið saman við auglýsingu Origo. Annar notandi sem deilir færslunni er Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi Deloitte og formaður stýrihóps um nýja máltækniáætlun. Hann skrifar við færsluna „Íslenskuunglingurinn mættur“ en svo virðist sem Benedikt og Björgvin séu feðgar.
Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira