Eggin tuttugu búin í byrjun dags, fólk að hamstra og starfsmenn eltir uppi Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2024 08:41 Hér má sjá starfsmann Fjölskyldu- og húsdýragarðsins færa barni páskaegg í skiptum fyrir gullstein sem það fann. Aðeins eru tuttugu smáegg sem þessi í boði daglega. Stöð 2 Mæður á Facebook-hópnum Mæðratips furða sig á skipulagi páskaeggjaleitar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Aðeins er hægt að finna tuttugu egg á dag svo þau klárast snemma. Að sögn sjónarvotta eru dæmi um fólk sem hefur hamstrað egg. Inni á Facebook má sjá viðburðinn Páskaeggjaleit 2024 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en í lýsingunni segir að hann standi yfir 26. til 31. mars og sé í boði Nóa Siríus og Bæjarins Beztu. Hægt verði að leita frá klukkan 10 til 17 og að hefðbundinn aðgangseyrir gildi inn í garðinn. „Faldir verða litlir gullsteinar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem hægt verður að skipta út fyrir páskaegg hjá Bæjarins Beztu í garðinum en þar verður opið alla páskana,“ segir einnig en ekki stendur hvað steinarnir séu margir. Fimm páskaegg í stærð sjö frá Nóa Síríus verði dregin úr potti síðasta daginn. Fari maður inn í umræðuhluta viðburðarins er þar færsla frá Bæjarins beztu sem segir nánar frá reglunum. Aðeins séu hundrað egg í boði eða tuttugu egg á dag. Þessi færsla er þó alls ekki augljós nema maður kafi aðeins dýpra. Auglýsing Páskaeggjaleitarinnar sem sumir hafa bent á að beri með sér gervigreindarkeim. „Sparið ykkur ferðina“ Auður Edda Gunnarsdóttir nokkur birti færslu á Mæðratips í vikunni þar sem hún segir „Mæður! Smá tuð - sparið ykkur ferðina í Páskaeggjaleit í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum“ og bætir við að það séu bara tuttugu egg í boði á dag. „Í dag var auglýstur opnunartími frá 10 til 17 og hægt væri að leita á þeim tíma en öll eggin kláruðust auðvitað strax,“ segir hún. Hún lýsir því hvernig fjöldi barna hafi gengið sár frá garðinum. Það þurfi ekki allir að vinna en tuttugu smáegg sé djók og ekki í takt við auglýsinguna. Færslan vakti ansi mikil viðbrögð inni á hópnum. Um 140 manns hafa sýnt einhvers konar viðbrögð við færslunni hvort sem það er læk, undrunar- eða sorgarviðbragð og við færsluna eru komin 101 ummæli. Gullsteinarnir strax fundnir og sumir með marga Nokkrar kvennanna sem skrifuðu ummæli við færsluna þökkuðu Auði fyrir að láta vita af þessu og sögðust hættar við að fara. Aðrar sögðust þegar hafa séð að eggin væru bara tuttugu og hætt við í kjölfarið. Þá voru nokkrar sem höfðu farið eða áttu börn sem höfðu farið. „Sammála, strákurinn minn fór kl. 12 og allt var búið 😅,“ skrifaði Perla Lind Logadóttir. „Ég mætti kl. 10 og eftir klukkutíma sá maður t.d. strák sem fann tvö og hann hélt áfram að leita,“ sagði Magnea Hildur Jónsdóttir. Magnea lýsti því einnig að hún hafi hitt móður sem hafi heyrt af stúlku með fjóra gullsteina. Hún telur að það skorti greinilega bæði reglur um eggjatakmörk og aldursskiptingu í leiknum. Rakel Lilja Halldórsdóttir lýsir því hvernig hún og fjölskylda hennar mættu klukkan ellefu daginn áður og fundu enga steina. Fullt verð en aðeins hringekjan opin og framkvæmdir á leiksvæðum Mæðurnar kvörtuðu þó ekki bara yfir fáum eggjum leiksins heldur furðuðu sumar sig á því að rukkað væri inn í garðinn þegar opið væri í mjög takmarkaðan hluta hans. Gríðarlegur fjöldi barna gerði sér ferð í garðinn til að taka þátt í leitinni.Stöð 2 „Ég mætti 10:20 sirka. Þá var svo mikið af fólki og allt fundið. Ég sá allavega ekkert 😂 Svo voru engar skóflur eða fötur í sandkassanum, framkvæmdirnar ennþá að. Bara pylsur og litla sjoppan. Ekki alveg að ná að selja mér árskortið svona...“ skrifaði Berglind Kristjánsdóttir. Karen Drífa Thorhallsdóttir var heppnari í eggjaleitinni en skildi ekki hvernig garðurinn leyfði sér að rukka fullt verð. „Við skelltum okkur í gær og það voru enn tvö ófundin egg um þrjúleytið svo að eggjaleitin var alls ekki slæm. Hins vegar er það ofar mínum skilning hvernig garðurinn leyfir sér að rukka fullt verð inn með hann nær algjörlega lokaðan... Það er ekki opið í nein tæki nema hringekju, nær öll dýrin inni, og framkvæmdir á leiksvæðum... maður er eiginlega bara að borga fyrir smá göngutúr 🥴,“ skrifaði Karen. Starfsmenn verði fyrir aðkasti Ekki tóku þó allar undir gagnrýnina. Drífa Hrund Guðmundsdóttir sagði leitina ekki á vegum garðsins og því væri rangt að beina reiðinni þangað. „Mér skilst að Bæjarins bestu hafi staðið fyrir þessari páskaeggjaleit. Unga fólkið sem vinnur í húsdýragarðinum varð hins vegar fyrir töluverðu aðkasti og dónaskap af hálfu margra gesta. Fólk mætti hafa það í huga að ungir helgarstarfsmenn sem starfa í garðinum er ekki rétta fólkið til að hella ónotum yfir. Ef fólk er mjög ósátt við þennan gjörning ætti það að láta óánægju sína í ljós við yfirmenn, í þessu tilfelli yfirmenn Bæjarins bestu,“ skrifaði Drífa. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Börn og uppeldi Páskar Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Inni á Facebook má sjá viðburðinn Páskaeggjaleit 2024 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en í lýsingunni segir að hann standi yfir 26. til 31. mars og sé í boði Nóa Siríus og Bæjarins Beztu. Hægt verði að leita frá klukkan 10 til 17 og að hefðbundinn aðgangseyrir gildi inn í garðinn. „Faldir verða litlir gullsteinar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem hægt verður að skipta út fyrir páskaegg hjá Bæjarins Beztu í garðinum en þar verður opið alla páskana,“ segir einnig en ekki stendur hvað steinarnir séu margir. Fimm páskaegg í stærð sjö frá Nóa Síríus verði dregin úr potti síðasta daginn. Fari maður inn í umræðuhluta viðburðarins er þar færsla frá Bæjarins beztu sem segir nánar frá reglunum. Aðeins séu hundrað egg í boði eða tuttugu egg á dag. Þessi færsla er þó alls ekki augljós nema maður kafi aðeins dýpra. Auglýsing Páskaeggjaleitarinnar sem sumir hafa bent á að beri með sér gervigreindarkeim. „Sparið ykkur ferðina“ Auður Edda Gunnarsdóttir nokkur birti færslu á Mæðratips í vikunni þar sem hún segir „Mæður! Smá tuð - sparið ykkur ferðina í Páskaeggjaleit í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum“ og bætir við að það séu bara tuttugu egg í boði á dag. „Í dag var auglýstur opnunartími frá 10 til 17 og hægt væri að leita á þeim tíma en öll eggin kláruðust auðvitað strax,“ segir hún. Hún lýsir því hvernig fjöldi barna hafi gengið sár frá garðinum. Það þurfi ekki allir að vinna en tuttugu smáegg sé djók og ekki í takt við auglýsinguna. Færslan vakti ansi mikil viðbrögð inni á hópnum. Um 140 manns hafa sýnt einhvers konar viðbrögð við færslunni hvort sem það er læk, undrunar- eða sorgarviðbragð og við færsluna eru komin 101 ummæli. Gullsteinarnir strax fundnir og sumir með marga Nokkrar kvennanna sem skrifuðu ummæli við færsluna þökkuðu Auði fyrir að láta vita af þessu og sögðust hættar við að fara. Aðrar sögðust þegar hafa séð að eggin væru bara tuttugu og hætt við í kjölfarið. Þá voru nokkrar sem höfðu farið eða áttu börn sem höfðu farið. „Sammála, strákurinn minn fór kl. 12 og allt var búið 😅,“ skrifaði Perla Lind Logadóttir. „Ég mætti kl. 10 og eftir klukkutíma sá maður t.d. strák sem fann tvö og hann hélt áfram að leita,“ sagði Magnea Hildur Jónsdóttir. Magnea lýsti því einnig að hún hafi hitt móður sem hafi heyrt af stúlku með fjóra gullsteina. Hún telur að það skorti greinilega bæði reglur um eggjatakmörk og aldursskiptingu í leiknum. Rakel Lilja Halldórsdóttir lýsir því hvernig hún og fjölskylda hennar mættu klukkan ellefu daginn áður og fundu enga steina. Fullt verð en aðeins hringekjan opin og framkvæmdir á leiksvæðum Mæðurnar kvörtuðu þó ekki bara yfir fáum eggjum leiksins heldur furðuðu sumar sig á því að rukkað væri inn í garðinn þegar opið væri í mjög takmarkaðan hluta hans. Gríðarlegur fjöldi barna gerði sér ferð í garðinn til að taka þátt í leitinni.Stöð 2 „Ég mætti 10:20 sirka. Þá var svo mikið af fólki og allt fundið. Ég sá allavega ekkert 😂 Svo voru engar skóflur eða fötur í sandkassanum, framkvæmdirnar ennþá að. Bara pylsur og litla sjoppan. Ekki alveg að ná að selja mér árskortið svona...“ skrifaði Berglind Kristjánsdóttir. Karen Drífa Thorhallsdóttir var heppnari í eggjaleitinni en skildi ekki hvernig garðurinn leyfði sér að rukka fullt verð. „Við skelltum okkur í gær og það voru enn tvö ófundin egg um þrjúleytið svo að eggjaleitin var alls ekki slæm. Hins vegar er það ofar mínum skilning hvernig garðurinn leyfir sér að rukka fullt verð inn með hann nær algjörlega lokaðan... Það er ekki opið í nein tæki nema hringekju, nær öll dýrin inni, og framkvæmdir á leiksvæðum... maður er eiginlega bara að borga fyrir smá göngutúr 🥴,“ skrifaði Karen. Starfsmenn verði fyrir aðkasti Ekki tóku þó allar undir gagnrýnina. Drífa Hrund Guðmundsdóttir sagði leitina ekki á vegum garðsins og því væri rangt að beina reiðinni þangað. „Mér skilst að Bæjarins bestu hafi staðið fyrir þessari páskaeggjaleit. Unga fólkið sem vinnur í húsdýragarðinum varð hins vegar fyrir töluverðu aðkasti og dónaskap af hálfu margra gesta. Fólk mætti hafa það í huga að ungir helgarstarfsmenn sem starfa í garðinum er ekki rétta fólkið til að hella ónotum yfir. Ef fólk er mjög ósátt við þennan gjörning ætti það að láta óánægju sína í ljós við yfirmenn, í þessu tilfelli yfirmenn Bæjarins bestu,“ skrifaði Drífa.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Börn og uppeldi Páskar Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira