Handtekinn af sérsveitarmönnum og látinn dúsa átta tíma saklaus í fangaklefa Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2024 21:04 Lögreglan lýsti eftir gráum Toyota Yaris með bílnúmerið NMA87. Síðar kom í ljós að þjófarnir höfðu aðeins stolið bílnúmerinu en ekki bílnum. Þrátt fyrir það var eigandi bílsins látinn dúsa í fangaklefa. LRH Kona sem sá lögregluna auglýsa eftir bíl hennar hringdi til að láta vita að honum hefði ekki verið stolið og að kærasti hennar væri á bílnum. Sérsveitarmenn og lögregluþjónar fóru í kjölfarið í vinnu kærastans, handtóku hann og létu hann dúsa í fangaklefa í átta tíma. Parið segist nú á leiðinni í skaðabótamál vegna handtökunnar. Vísir ræddi við konuna vegna málsins. Hún vildi ekki koma fram undir nafni til að forðast frekara áreiti þar sem vikan hefði verið mjög erfið fyrir fjölskylduna vegna málsins. Mest sé áfallið fyrir kærastann sem sé blásaklaus en var handtekinn þó bíllinn væri skráður á hans nafn og þau hjónin bæði látið vita að bílnum hefði ekki verið stolið. Kona hans telur það hafa spilað inn í handtökuna að hann sé af erlendu bergi brotinn. Enn verra sé að hann gæti misst vinnuna sökum þess að atvikið átti sér stað á vinnutíma. Málið má rekja aftur til mánudagsmorguns þegar tveir þjófar bökkuðu á stolnum Yaris upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg og stálu úr honum sjö töskum með spilakassafé að andvirði tuttugu til þrjátíu milljóna. „Það er ekki búið að stela bílnum mínum“ Eigendur grás Toyota Yaris með bílnúmerið NMA 87 uppgötvuðu klukkan níu á mánudagsmorgun að aðra bílnúmeraplötuna vantaði á bíl þeirra. Þau aðhöfðust þó ekkert í málinu og um tveimur tímum síðar hafði faðir konunnar fengið heimsókn frá lögreglunni sem vildi forvitnast um eigendur bílsins. Seinna um daginn auglýsti lögreglan eftir bílnum og hringdi konan þá til að láta vita að honum hefði ekki verið stolið. „Á mánudaginn póstar lögreglan á Facebook að NMA 87 sem er bíllinn minn sé stolinn. Þannig ég hringi beint og segi „Nei, það er ekki búið að stela bílnum mínum“ og þau spyrja „Veistu hvar hann er?“ og ég segi já við því,“ segir konan um málið. „Bíllinn var tímabundið á nafni pabba míns og það voru fjórir lögreglumenn búnir að koma heim til pabba míns að leita að mér um morguninn. Þó ég sé ekki með lögheimilið mitt skráð þar. Hann segir að þetta sé minn bíll en hafi áður verið skráður á hans nafn,“ segir hún um heimsóknina. „En þeir hringdu aldrei í mig heldur póstuðu þessu á Facebook,“ segir konan en að hennar sögn liðu um þrír tímar milli heimsóknarinnar og birtingu færslunnar. Tekinn niður af sérsveitarmönnum og settur í fangaklefa „Ég hringi í þau og segi að kærastinn minn sé á bílnum í vinnunni. Þau spyrja hvar hann vinni og ég segi þeim það og þá koma þeir, sex sérsveitarmenn og tveir lögregluþjónar. Hann stóð þarna og ætlaði að heilsa þeim en þeir taka hann niður og fara inn í vinnuna og leita í skápnum hans,“ segir hún og bætir við „Og svo fór hann í fangaklefa í átta tíma.“ En hvað sögðu þeir við því að það væri ekki búið að stela honum? „Það öskraði einhver lögreglumaður á mig að ég væri að trufla rannsókn hjá þeim,“ segir konan sem hafi tjáð lögreglu að númeraplötunni hefði verið fjarlægð af bílnum. Bílnúmeraplötunni hafði verið stolið einhvern tímann um nóttina eða morguninn án þess að þau hjónin hefðu orðið vör við það. Síðan hafi hún greinilega verið sett á sams konar gráan Toyota Yaris. „En það var alltaf verið að auglýsa eftir mínum bíl,“ segir konan. Vitið þið hvenær plötunni var stolið? „Nei, við erum nefnilega ekki alveg viss. Eins og ég sagði við lögregluna „Það labbar enginn hringinn og tékkar áður en hann keyrir í vinnuna,“ segir hún og bætir við „Hann fattar að platan sé farin þegar hann fer út að reykja klukkan níu í vinnunni. Þá sér hann að númeraplatan sé farin og sendir mér mynd af því.“ „Þú ert að sækja þennan fræga NMA87“ Að sögn konunnar leið um það bil hálftími frá því hún hafði samband við lögregluna og að kærastinn var handtekinn. Þess ber að geta að maðurinn er skráður eigandi bílsins. Svo taka þeir hann niður og það er keyrt með hann í fangaklefa? „Já, niður í Kópavog. Svo var bara hringt í mig um kvöldið og sagt að ég megi koma að sækja bílinn,“ segir konan. „Ég hafði ekkert heyrt frá kærastanum mínum og vissi ekkert um málið nema það sem ég sá í fréttum.“ Hins vegar segist hún hafa fattað fljótlega eftir að kærastinn hætti að svara henni að eitthvað hefði gerst. Hvaða útskýringar fenguð þið frá lögreglunni? „Eiginlega ekki neitt og hann fékk ekki neina afsökunarbeiðni. Við erum núna á leiðinni í skaðabótamál,“ segir hún um málið. Hún hafi hringt í lögfræðing þegar hún uppgötvaði að maðurinn hefði verið handtekinn. Þegar þú ferð að sækja bílinn hvað segja þau við þig? „Hann sagði við mig „Þú ert að sækja þennan fræga NMA87“ og fór að grínast. En þeir voru svaka almennilegir við mig, bara ekki við kærastann minn,“ segir hún. Þjófarnir, peningarnir og bíllinn ófundnir Þjófarnir tveir sem stálu peningunum á mánudagsmorgun ganga enn lausir og eru peningarnir enn ófundnir þó töskurnar sjö, sem þá geymdu, hafi fundist. Bíllinn sem var notaður og var með tvö ólík bílnúmer, NMA 87 að framan og SLD 43 að aftan, er sömuleiðis enn ófundinn. Svo virðist sem ránið hafi verið þaulskipulagt, það tók ekki nema um 40 sekúndur samkvæmt upptökum úr öryggismyndavélum. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan Catalinu. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru þar inni að sækja peninga úr spilakössum en höfðu áður komið við á Videomarkaðnum í Hamraborg í sömu erindagjörðum. Þjófarnir brutu afturrúðu á bíl öryggismiðstöðvarinnar og tóku úr honum töskurnar áður en þeir óku í burtu. Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi sagði á miðvikudag að rannsókn málsins væri í fullum gangi. Lögregla hefði fengið ábendingar og ynni út frá þeim. Hann sagði ekki vitað hvort þjófarnir hefðu mögulega komist úr landi og vildi heldur ekki tjá sig um það hvort hann væri bjartsýnn á að þjófarnir náist. Ekki náðist í Heimi Ríkharðsson, lögreglufulltrúa sem fer með rannsókn málsins, eða Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við skrif fréttarinnar. Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Verulega brugðið yfir Hamraborgarmálinu Lögregla leitar enn að tveimur þjófum sem stálu tugum milljóna króna úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í fyrradag. Þónokkrar vísbendingar hafa borist en lögregla virðist engu nær. Forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, sem á féð, er verulega brugðið og reiknar með að verklagi verði breytt vegna málsins. 27. mars 2024 19:20 Mikilvægt að upplýsa málið svo aðrir sjái sér ekki leik á borði Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. Afbrotafræðingur segir mjög mikilvægt að málið verði upplýst, svo þeim skilaboðum verði komið á framæri að rán sem þessi borgi sig ekki. 27. mars 2024 13:19 Hafi líklega keyrt Yarisinn smá spotta og síðan skipt um bíl „Þetta er nú bara bíll. Það er ekkert flókið að fylgjast með nokkrum sinnum, og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held að við séum búin að vera með verðmætaflutninga á Íslandi í allavega þrjátíu til fjörutíu ár,“ sagði Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur. 27. mars 2024 09:57 Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Vísir ræddi við konuna vegna málsins. Hún vildi ekki koma fram undir nafni til að forðast frekara áreiti þar sem vikan hefði verið mjög erfið fyrir fjölskylduna vegna málsins. Mest sé áfallið fyrir kærastann sem sé blásaklaus en var handtekinn þó bíllinn væri skráður á hans nafn og þau hjónin bæði látið vita að bílnum hefði ekki verið stolið. Kona hans telur það hafa spilað inn í handtökuna að hann sé af erlendu bergi brotinn. Enn verra sé að hann gæti misst vinnuna sökum þess að atvikið átti sér stað á vinnutíma. Málið má rekja aftur til mánudagsmorguns þegar tveir þjófar bökkuðu á stolnum Yaris upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg og stálu úr honum sjö töskum með spilakassafé að andvirði tuttugu til þrjátíu milljóna. „Það er ekki búið að stela bílnum mínum“ Eigendur grás Toyota Yaris með bílnúmerið NMA 87 uppgötvuðu klukkan níu á mánudagsmorgun að aðra bílnúmeraplötuna vantaði á bíl þeirra. Þau aðhöfðust þó ekkert í málinu og um tveimur tímum síðar hafði faðir konunnar fengið heimsókn frá lögreglunni sem vildi forvitnast um eigendur bílsins. Seinna um daginn auglýsti lögreglan eftir bílnum og hringdi konan þá til að láta vita að honum hefði ekki verið stolið. „Á mánudaginn póstar lögreglan á Facebook að NMA 87 sem er bíllinn minn sé stolinn. Þannig ég hringi beint og segi „Nei, það er ekki búið að stela bílnum mínum“ og þau spyrja „Veistu hvar hann er?“ og ég segi já við því,“ segir konan um málið. „Bíllinn var tímabundið á nafni pabba míns og það voru fjórir lögreglumenn búnir að koma heim til pabba míns að leita að mér um morguninn. Þó ég sé ekki með lögheimilið mitt skráð þar. Hann segir að þetta sé minn bíll en hafi áður verið skráður á hans nafn,“ segir hún um heimsóknina. „En þeir hringdu aldrei í mig heldur póstuðu þessu á Facebook,“ segir konan en að hennar sögn liðu um þrír tímar milli heimsóknarinnar og birtingu færslunnar. Tekinn niður af sérsveitarmönnum og settur í fangaklefa „Ég hringi í þau og segi að kærastinn minn sé á bílnum í vinnunni. Þau spyrja hvar hann vinni og ég segi þeim það og þá koma þeir, sex sérsveitarmenn og tveir lögregluþjónar. Hann stóð þarna og ætlaði að heilsa þeim en þeir taka hann niður og fara inn í vinnuna og leita í skápnum hans,“ segir hún og bætir við „Og svo fór hann í fangaklefa í átta tíma.“ En hvað sögðu þeir við því að það væri ekki búið að stela honum? „Það öskraði einhver lögreglumaður á mig að ég væri að trufla rannsókn hjá þeim,“ segir konan sem hafi tjáð lögreglu að númeraplötunni hefði verið fjarlægð af bílnum. Bílnúmeraplötunni hafði verið stolið einhvern tímann um nóttina eða morguninn án þess að þau hjónin hefðu orðið vör við það. Síðan hafi hún greinilega verið sett á sams konar gráan Toyota Yaris. „En það var alltaf verið að auglýsa eftir mínum bíl,“ segir konan. Vitið þið hvenær plötunni var stolið? „Nei, við erum nefnilega ekki alveg viss. Eins og ég sagði við lögregluna „Það labbar enginn hringinn og tékkar áður en hann keyrir í vinnuna,“ segir hún og bætir við „Hann fattar að platan sé farin þegar hann fer út að reykja klukkan níu í vinnunni. Þá sér hann að númeraplatan sé farin og sendir mér mynd af því.“ „Þú ert að sækja þennan fræga NMA87“ Að sögn konunnar leið um það bil hálftími frá því hún hafði samband við lögregluna og að kærastinn var handtekinn. Þess ber að geta að maðurinn er skráður eigandi bílsins. Svo taka þeir hann niður og það er keyrt með hann í fangaklefa? „Já, niður í Kópavog. Svo var bara hringt í mig um kvöldið og sagt að ég megi koma að sækja bílinn,“ segir konan. „Ég hafði ekkert heyrt frá kærastanum mínum og vissi ekkert um málið nema það sem ég sá í fréttum.“ Hins vegar segist hún hafa fattað fljótlega eftir að kærastinn hætti að svara henni að eitthvað hefði gerst. Hvaða útskýringar fenguð þið frá lögreglunni? „Eiginlega ekki neitt og hann fékk ekki neina afsökunarbeiðni. Við erum núna á leiðinni í skaðabótamál,“ segir hún um málið. Hún hafi hringt í lögfræðing þegar hún uppgötvaði að maðurinn hefði verið handtekinn. Þegar þú ferð að sækja bílinn hvað segja þau við þig? „Hann sagði við mig „Þú ert að sækja þennan fræga NMA87“ og fór að grínast. En þeir voru svaka almennilegir við mig, bara ekki við kærastann minn,“ segir hún. Þjófarnir, peningarnir og bíllinn ófundnir Þjófarnir tveir sem stálu peningunum á mánudagsmorgun ganga enn lausir og eru peningarnir enn ófundnir þó töskurnar sjö, sem þá geymdu, hafi fundist. Bíllinn sem var notaður og var með tvö ólík bílnúmer, NMA 87 að framan og SLD 43 að aftan, er sömuleiðis enn ófundinn. Svo virðist sem ránið hafi verið þaulskipulagt, það tók ekki nema um 40 sekúndur samkvæmt upptökum úr öryggismyndavélum. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan Catalinu. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru þar inni að sækja peninga úr spilakössum en höfðu áður komið við á Videomarkaðnum í Hamraborg í sömu erindagjörðum. Þjófarnir brutu afturrúðu á bíl öryggismiðstöðvarinnar og tóku úr honum töskurnar áður en þeir óku í burtu. Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi sagði á miðvikudag að rannsókn málsins væri í fullum gangi. Lögregla hefði fengið ábendingar og ynni út frá þeim. Hann sagði ekki vitað hvort þjófarnir hefðu mögulega komist úr landi og vildi heldur ekki tjá sig um það hvort hann væri bjartsýnn á að þjófarnir náist. Ekki náðist í Heimi Ríkharðsson, lögreglufulltrúa sem fer með rannsókn málsins, eða Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við skrif fréttarinnar.
Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Verulega brugðið yfir Hamraborgarmálinu Lögregla leitar enn að tveimur þjófum sem stálu tugum milljóna króna úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í fyrradag. Þónokkrar vísbendingar hafa borist en lögregla virðist engu nær. Forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, sem á féð, er verulega brugðið og reiknar með að verklagi verði breytt vegna málsins. 27. mars 2024 19:20 Mikilvægt að upplýsa málið svo aðrir sjái sér ekki leik á borði Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. Afbrotafræðingur segir mjög mikilvægt að málið verði upplýst, svo þeim skilaboðum verði komið á framæri að rán sem þessi borgi sig ekki. 27. mars 2024 13:19 Hafi líklega keyrt Yarisinn smá spotta og síðan skipt um bíl „Þetta er nú bara bíll. Það er ekkert flókið að fylgjast með nokkrum sinnum, og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held að við séum búin að vera með verðmætaflutninga á Íslandi í allavega þrjátíu til fjörutíu ár,“ sagði Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur. 27. mars 2024 09:57 Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Verulega brugðið yfir Hamraborgarmálinu Lögregla leitar enn að tveimur þjófum sem stálu tugum milljóna króna úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í fyrradag. Þónokkrar vísbendingar hafa borist en lögregla virðist engu nær. Forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, sem á féð, er verulega brugðið og reiknar með að verklagi verði breytt vegna málsins. 27. mars 2024 19:20
Mikilvægt að upplýsa málið svo aðrir sjái sér ekki leik á borði Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. Afbrotafræðingur segir mjög mikilvægt að málið verði upplýst, svo þeim skilaboðum verði komið á framæri að rán sem þessi borgi sig ekki. 27. mars 2024 13:19
Hafi líklega keyrt Yarisinn smá spotta og síðan skipt um bíl „Þetta er nú bara bíll. Það er ekkert flókið að fylgjast með nokkrum sinnum, og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held að við séum búin að vera með verðmætaflutninga á Íslandi í allavega þrjátíu til fjörutíu ár,“ sagði Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur. 27. mars 2024 09:57
Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41