Táknmyndir páskanna og náttúruvernd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 30. mars 2024 22:00 Táknmyndir páskanna benda á sigur lífsins andspænis valdi dauðans, á lífið sem birtist í eggi og unga, í fyrstu blómum vorsins og í frjósömum hérum. Við upphaf 21. aldar hefur boðskapur píslarsögunnar aldrei verið brýnni. Mannkynið hefur á ógnarhraða byggt upp stóriðnað, landbúnað og búsetu um allan heim á kostnað svæða sem varðveita tegundafjölbreytni og vistkerfi jarðar. Á Íslandi birtist þetta í ósjálfbærum veiðum, ofbeit sauðfjár og ræsingu votlenda og erlendis með eyðingu skóga og svæða, þar sem villt dýr hafa heimkynni sín. Arðrán okkar verður aldrei að fullu bætt og komandi kynslóðir koma til með að greiða fyrir þann skaða sem við höfum unnið frá iðnbyltingu á vistkerfi jarðar. Útdauðar tegundir plantna og dýra munu ekki snúa aftur, en eins og upprisan fylgdi krossdauða Krists,finnur náttúran nýjar leiðir til að blómstra ef að henni er hlúð. Fiskveiðistjórnunarkerfi geta verndað fiskistofna, uppgræðsla skilar árangri gegn jarðvegsrofi og þegar votlendi er endurheimt skila fuglategundir sér að einhverju marki til baka. Páskarnir eru hátíð lífs og vonar, sem sprettur af brýnni áminningu um að manneskjan er í eðli sínu breysk. Samfélag okkar er eins og píslarsagan í því það býður ekki upp á annað en svik, að brenna jarðolíu, henda plasti og eignast hluti sem framleiddir eru á kostnað lífríkisins, en með því að setja lífið í forgrunn, að skipta mannmiðlægni út fyrir líf- og vistkerfismiðlægni getum við endurheimt aldingarð. Ef við gerum það mun lífið á ný finna sér farveg og upprisan blómstra í páskaliljum, eggjum og ungum og öllu því sem minnir á undur lífríkisins. Gleðilega hátíð lífsins, gleðilega páska. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Páskar Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Táknmyndir páskanna benda á sigur lífsins andspænis valdi dauðans, á lífið sem birtist í eggi og unga, í fyrstu blómum vorsins og í frjósömum hérum. Við upphaf 21. aldar hefur boðskapur píslarsögunnar aldrei verið brýnni. Mannkynið hefur á ógnarhraða byggt upp stóriðnað, landbúnað og búsetu um allan heim á kostnað svæða sem varðveita tegundafjölbreytni og vistkerfi jarðar. Á Íslandi birtist þetta í ósjálfbærum veiðum, ofbeit sauðfjár og ræsingu votlenda og erlendis með eyðingu skóga og svæða, þar sem villt dýr hafa heimkynni sín. Arðrán okkar verður aldrei að fullu bætt og komandi kynslóðir koma til með að greiða fyrir þann skaða sem við höfum unnið frá iðnbyltingu á vistkerfi jarðar. Útdauðar tegundir plantna og dýra munu ekki snúa aftur, en eins og upprisan fylgdi krossdauða Krists,finnur náttúran nýjar leiðir til að blómstra ef að henni er hlúð. Fiskveiðistjórnunarkerfi geta verndað fiskistofna, uppgræðsla skilar árangri gegn jarðvegsrofi og þegar votlendi er endurheimt skila fuglategundir sér að einhverju marki til baka. Páskarnir eru hátíð lífs og vonar, sem sprettur af brýnni áminningu um að manneskjan er í eðli sínu breysk. Samfélag okkar er eins og píslarsagan í því það býður ekki upp á annað en svik, að brenna jarðolíu, henda plasti og eignast hluti sem framleiddir eru á kostnað lífríkisins, en með því að setja lífið í forgrunn, að skipta mannmiðlægni út fyrir líf- og vistkerfismiðlægni getum við endurheimt aldingarð. Ef við gerum það mun lífið á ný finna sér farveg og upprisan blómstra í páskaliljum, eggjum og ungum og öllu því sem minnir á undur lífríkisins. Gleðilega hátíð lífsins, gleðilega páska. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun