Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. mars 2024 22:52 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði slökkvistarf á gróðureldum við gosstöðvarnar hafa gengið vel í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fór til Grindavíkur í dag og rétt náði að hitta á slökkviliðsmenn Slökkviliðs Grindavíkur þegar þeir voru að klára dagsverkið sem þeir voru ansi sáttir með. Aðgengi að gosinu var erfitt í dag og vindur mikill og því töluverð þreyta í mannskapnum. „Við vorum að bregðast mjög snemma við þannig við náðum að halda þessu niðri og höfum náð að halda þessu mjög vel niðri þannig við höfum lokið störfum í dag,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Meira reynsla eftir síðasta sumar Í eldgosinu síðasta sumar voru ansi miklir gróðureldar. Hafið þið tekið einhverja reynslu úr því? „Við tökum mikla reynslu úr því. Við erum að bregðast við miklu fyrr núna,“ sagði Einar. „Upp til hópa er þetta sami mannskapurinn og það er komin ákveðin reynsla og tækni og aðferðir sem við erum að nota. Þetta eru svona tíu til tuttugu manns og þyrla Landhelgisgæslunnar kom í dag og skutlaði nokkrum bömbum upp. Við eigum vatnsbirgðir núna uppi á gosstöðvunum,“ sagði hann. Slökkviliðsmenn í Grindavík vilja páskarigningu En aðstæður að öðru leyti, til dæmis veðrið? „Eins og við sjáum núna er gott veður. Það skín sól í heiði og gott að nota svona góða daga til útivistar. Þetta er kannski ekki mér að skapi, ég myndi nú vilja fá smá rigningu. Ég er viss um að það eru ekki margir sammála mér en það væri samt gott að fá smá rigningu. Það er orðið mjög þurrt og ekki rigningarspá á næstu dögum,“ sagði Einar. Þannig það eru kannski bara slökkviliðsmenn í Grindavík sem vilja að það rigni um páskana? „Ég hugsa að við séum í miklum minnihluta sem óskum rigningar,“ sagði Einar að lokum. Slökkvilið Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Páskar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fór til Grindavíkur í dag og rétt náði að hitta á slökkviliðsmenn Slökkviliðs Grindavíkur þegar þeir voru að klára dagsverkið sem þeir voru ansi sáttir með. Aðgengi að gosinu var erfitt í dag og vindur mikill og því töluverð þreyta í mannskapnum. „Við vorum að bregðast mjög snemma við þannig við náðum að halda þessu niðri og höfum náð að halda þessu mjög vel niðri þannig við höfum lokið störfum í dag,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Meira reynsla eftir síðasta sumar Í eldgosinu síðasta sumar voru ansi miklir gróðureldar. Hafið þið tekið einhverja reynslu úr því? „Við tökum mikla reynslu úr því. Við erum að bregðast við miklu fyrr núna,“ sagði Einar. „Upp til hópa er þetta sami mannskapurinn og það er komin ákveðin reynsla og tækni og aðferðir sem við erum að nota. Þetta eru svona tíu til tuttugu manns og þyrla Landhelgisgæslunnar kom í dag og skutlaði nokkrum bömbum upp. Við eigum vatnsbirgðir núna uppi á gosstöðvunum,“ sagði hann. Slökkviliðsmenn í Grindavík vilja páskarigningu En aðstæður að öðru leyti, til dæmis veðrið? „Eins og við sjáum núna er gott veður. Það skín sól í heiði og gott að nota svona góða daga til útivistar. Þetta er kannski ekki mér að skapi, ég myndi nú vilja fá smá rigningu. Ég er viss um að það eru ekki margir sammála mér en það væri samt gott að fá smá rigningu. Það er orðið mjög þurrt og ekki rigningarspá á næstu dögum,“ sagði Einar. Þannig það eru kannski bara slökkviliðsmenn í Grindavík sem vilja að það rigni um páskana? „Ég hugsa að við séum í miklum minnihluta sem óskum rigningar,“ sagði Einar að lokum.
Slökkvilið Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Páskar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira